Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 26
74
LÆKNABLAÐIÐ
Mynd 1.
Sjúklingur Nr. 1.
Hæ. carotis angiografi.
Á skámynd með geisla stefnu í gegnum
orbita sést pokalaga æðagúll á a. communi-
cans anterior á stærð við hálfa baun, nær
upptökum á hægri a. cer. ant.
Fylling einnig á vi. car. ant. Engin til-
færsla á æðum.
innlögn í Taugadeild Landspítalans 31.5.
1971, en hún hafði skyndilega fengið þá
um nóttina all sáran höfuðverk „eins og
allar æðar í höfðinu væru að springa í
sundur“. Henni sortnaði fyrir augum, hún
missti meðvitund og fékk krampa, sem
stóð yfir í um 10 mínútur. Er hún rankaði
við sér, var búið að koma henni í rúmið
og gat hún þá ekki hreyft fæturna, sem
voru dofnir. Strax eftir að hún vaknaði,
bar mjög á miklum höfuðverk og ljós-
fælni og einnig kastaði hún upp um dag-
inn. í janúar 1971 fékk hún mjög sáran
höfuðverk, púlserandi, sem stóð í 4 daga
og hafði hún síðan öðru hvoru fengið höf-
uðverkjaköst, sem versnuðu við áreynslu.
Við komu í sjúkrahúsið var hún fullkom-
Mynd 2.
Sjúklingiur Nr. 2.
Vi. carotis a.grafi.
Allstór, ca. 4x8 mm, æðagúll út frá a.
carotis interna, þar sem æðin skiptist í
aðalstofna, a. cer. ant. og a. cer. rnedia.
Æðagúllinn er á breiðum stilk.
lega áttuð á stað og stund og ekki bar á
neinum taltruflunum (dysfasi eða dys-
arthri). Hún var mjög ljósfælin, illa hald-
in af höfuðverk og greinilega hnakkastíf.
Hún hafði lömun og minnkað skyn á hægri
ganglim og hægri hendi. Plantarsvörun
var flexor báðum megin, kviðreflexar
daufari hægra megin.
Mænuvökvi var alblóðugur og vinstri
carotis angiografia sýndi stærðar æðagúl,
4.8 mm, á art. carotis interna vinstra meg-
in (mynd 2 og 3). Sjúklingur var sendur
til heilaskurðdeildar Ríkisspítalans í Kaup-
mannahöfn, þar sem hann var skorinn upp
(prof John Riishedej. Eftir aðgerðina var
hún létt euforisk og hafði væga lömun á
hægri handlegg og ganglim.