Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 87 Jjess prótínið skemmist, þeim mun neðar færast greiningarmörk mælingarinnar. Tvö síðarnefndu efnin, H-3 og C-14, eru þetageislarar og geislun þeirra helmingast á 12.5(H-3) og 5700(C-14) árum. Tritíum (H-3) merking, sem er aðallega notuð, er framkvæmd af stofnunum þeim, sem selja tópana, og er nú mögulegt að fá keypt flest þau efni, sem RIA-aðferðir hafa verið hirtar um. Vandamálið hefur verið mikil sérvirkni, en um 100 Ci/mmol sérvirkni er nú fáanleg fyrir mörg algengustu efnin. KVÍUN (INCUBATION) OG AÐSKILNAÐARAÐFERÐIR Ec litið er á 1. skýringarmynd, sést, að hér er um jafnvægisframvindu að ræða. Jafnvægið næst á mislöngum tíma og fer eftir því, hver efnin eru, hitastigi o. fl. Yfirleitt næst jafnvægi á skemmri tíma fyrir litlar sameindir en stórar, og þannig eru prótínhormónar almennt kvíaðir í 48 klst., en íyrir stera nægja venjulega 2-3 klst. Kvíunartímann má stundum stytta, en það verður þá á kostnað næmisins, sem eykst að ákveðnu marki með auknum kví- unartíma. Kæling hefur þau áhrif að hnika jafnvæginu yíir til hægri og þess vegna eru tilraunaglösin látin standa í 4°C síð- ustu klukkustundirnar og aðskilnaður fer fram við það hitastig. Til þess að geta mælt, hversu mikið af geislatóp er bundið mótefni, þarf að skilja bundið efni frá óbundnu áður en sjálf geislamælingin er framkvæmd. Á 1. mynd sýna lóðréttu brotnu línurnar, hvar þessi aðskilnaður er látinn eiga sér stað, og lóð- réttu örvarnar sýna breytingu jafnvægis- ins, þegar MV eykst eða minnkar. Á 2. mynd sést svo, hvernig hlutfallið er milli geislabindingarinnar og magns ómerkta efnisins, þ. e. bundin geislun minnkar, þeg- ar ómerkta efnið eykst. Hlutfallið er ekki bein lína heldur hýperbólukúrfa. Bundið og óbundið efni má skilja sund- ur með mismunandi aðferðum. Yalow og Berson notuðu upphaflega rafdrátt fyrir prótínhormónana. Það er áreiðanleg að- ferð, en heldur umfangsmikil og seinleg. Aðferð, sem mikið er notuð, byggist á því, að nota mótefni gegn mótefni því, sem bindur efnið, sem verið er að mæla. Ef 2. mynd. Staðlakúrfa estradíól-mælingar með RIA. I bessari aðferð er notað tritíum (H-3) merkt estradíól og mótefni, sem framkall- að var í kanínu. Dextran þakin viðarkol aðskilja bundinn geislatóp og óbundinn (brotna línan til vinstri á 1. mynd). Bind- ingur geislaefnisins minnkar, þegar estra- díól eykst og hlutfallið milli beirra er hýperbólukúrfa. t. d. kanínumótefni er notað í aðferðinni, má framkalla í kindum mótefni gegn kan- ínuglóbúlíni og nota það síðan til þess að fella út kanínumótefnin. Aðferð þessa mætti kalla tvöföldu mótefnisaðferðina (double antibody technique). Vinsælasta aðferðin fyrir efni smárra sameinda er sú, að nota dextranþakin viðarkol. Dextran hæfilegrar sameindastærðar er notað til þess að hindra, að mótefnin sjálf dragist að viðarkolunum, og aðdráttarafl viðarkol- anna er slíkt, að óbundnu sameindirnar dragast að þeim, en mótefnin halda sínum. Dextranþakin viðarkol má einnig nota við mælingar sumra fjölpeptíða og prótína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.