Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 79 kom formaður í framsöguræðu sinni með þá hugmynd að stofna til opinnar móttöku akút veikra sjúklinga við Landspítalann í húsrými því, sem tannlæknadeildin hefur nú til umráða, en brýn þörf er á slíkri starf- semi á Reykjavíkursvæðinu, þar eð slysa- varðstofan á Borgarspítalanum annar ekki þeirri þjónustu svo vel sé og hefur hvað eftir annað óskað eftir að losna við hana. Undirritaður veit ekki til, að læknasam- tökin eða einstakir læknar hafi tekið nei- kvæða afstöðu til uppbyggingar göngudeilda við sjúkrahúsin og virðist sanni nær, að hraðari uppbygging göngudeildarþjónustu við sjúkrahúsin en raun ber vitni hafi strandað á fjárveitingarvaldinu fyrst og fremst. Ef hraðar hefði gengið að byggja upp sjúkrahúsin í Reykjavík, hefði þeim mun fyrr skapast aðstaða til verulegrar göngu- deildarstarfsemi. Þrátt fyrir þessa erfið- leika er nú all víðtæk göngudeildarstarf- semi við öll sjúkrahúsin í Reykjavík og við Vífilsstaðaspítala. Rótt L.í. sé Ijós þörfin á eflingu göngu- deildarþjónustu og hafi bent á þörfina í því efni eins og áður er sagt, er stjórn þess algjörlega mótfallin að flytja heimilis- læknaþjónustuna inn á göngudeildir sjúkra- húsanna og hefur lýst yfir þeirri stefnu sinni, að nauðsynlegt sé að hraða uppbygg- ingu heilsugæslustöðva og læknamiðstöðva til að bæta sem fyrst úr vandkvæðum heimilislæknisþjónustunnar. Undirrituðum virðist augljóst, að kerfi, sem byggir heim- ilislæknisþjónustu sína á starfsemi göngu- deilda, hafi þegar gengið sér til húðar og skýrasta dæmið um það sé frá Svíþjóð. Það væri raunalegt, ef það ætti eftir að henda okkur á íslandi að taka upp úrelt eða stór- gölluð heilbrigðiskerfi, sem aðrar þjóðir hafa orðið að gefast upp við. Það fer varla milli mála, að heimilislæknaþjónustunni verður best sinnt af sérmenntuðum lækn- um á því sviði, sem starfa úti meðal fólks- ins, þar sem þeim hefur verið búin sóma- samleg starfsaðstaða eins og gert er ráð fyrir á læknamiðstöðvum og í heilsugæslu- stöðvum. Með þeim hætti skapast nánara samband milli sjúklings og læknis og kom- ið yrði í veg fyrir óeðlilega örtröð á göngu- deildum sjúkrahúsanna, en reynst hefur erfitt að skipuleggja, svo vel sé, göngu- deildir, þar sem fjöldi sjúklinga er mjög mikill. í fyrrnefndri grein Félags íslenskra Lækna í Bretlandi er drepið á nefndarálit nefndar þeirrar, sem Læknafélag íslands skipaði til að athuga starfsemi og verksvið göngudeilda við sjúkrahúsin í Reykjavík. Greinarhöfundar segja: „Nefnd þessi, sem skipuð var þremur sérfræðingum, því mið- ur engum heimilislækni, skilaði lauslegu áliti á formannaráðstefnu L.Í., sem haldin var í maí sl. Enda þótt nefndarálitið í heild (sem í raun er aðeins skoðun þriggja lækna og ekki byggt á neins konar tölfræðilegum könnunum á hugsanlegu gildi göngudeilda í íslensku heilbrigðiskerfi) sé ekki andvígt útvíkkun göngudeilda að vissu marki, endar það með því, að stefna beri að því, að sem mest af heilbrigðisvandamálum fólksins verði leyst utan sjúkrahúsa og utan göngu- deilda svo lengi sem hægt er að sýna fram á, að sú þjónusta sé ekki lakari en á sjúkra- húsum og göngudeildum þeirra. En spyrja má, hvernig er unnt að gera slíkan saman- burð án þess að koma á fót starfhæfum göngudeildum. Því er eðlilegt að svo verði gert hið fyrsta til að fá slíkan samanburð." í þessum ummælum greinarhöfunda er gefið í skyn, að ekki sé um að ræða starf- hæfar göngudeildir í Reykjavík. Er þetta býsna harður dómur og raunar furðulegur, þar sem sumir félagar í Félagi íslenskra Lækna í Bretlandi hafa starfað á sjúkrahús- um í Reykjavík og ættu því að vita betur. Fremur má benda á, að ef gera ætti mark- tækan samanburð á göngudeildar- og heim- ilislæknisþjónustu, þá þarf heimilislæknis- þjónustan ekki síður að vera í viðunandi horfi og njóta nægilegra starfskrafta og starfsaðstöðu. Eins og nú standa sakir eru því engar forsendur fyrir slíkum saman- burði. Varðandi nefndarálit göngudeildar- nefndar L.Í., sem áður er vikið að, er rétt að geta þess, að álitið er fyrst og fremst stefnuyfirlýsing um framtíðarstarfsemi göngudeilda. Nefndarmenn (nefndarmenn voru raunar fjórir valdir af læknaráðum fjög- urra sjúkrahúsa í Reykjavík, en ekki þrír eins og segir í greininni) hafa allir starfað við göngudeildir erlendis og í Reykjavík og eru göngudeildarmálum kunnugir. Formaður nefndarinnar hefur verið forstöðumaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.