Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 85 ingu þeirra í staríi læknisins. Rétt rann- sókn á réttum tíma getur gert gæfumun- inn fyrir sjúklinginn. Óþarfar og illa grundaðar rannsóknir kosta aftur á móti þjóðfélagið mikla peninga og eru sjúkling- um raun og tímaeyðsla. ÖRSTUTT ÁGRIP AF SÖGU RIA Radioimmunoassay (RIA) er nafn, sem Yalow og Berson notuðu á aðferð til in- súlínmælinga árið 1960. Þau voru að rann- saka mótefni í sykursjúklingum, sem hafði verið gefið insúlín úr briskirtlum dýra. Sumir sjúklinganna höfðu mjög aukið insúlínþol og þurftu æ hærri skammta til sama árangurs. Við mótefnarannsóknir þessar varð þeim ljós möguleikinn að mæla insúlínmagn í sermi með hjálp in- súlínmótefna og geislatópamerkts insúlíns. Fáum árum eftir birtingu aðferðar þeirra var búið að setja upp aðferðir til mælinga bezt þekktu prótínhormónanna, eins og t. d. vaxtarhormóns og gulhormóns (LH). Árið 1967 er farið að klæða mótefnin innan á plastglös og nokkru síðar að hnýta þau á cellulósa eða sephadex. Um sama leyti koma fram aðferðir, þar sem mót- efnin sjálf eru merkt, svok. immuno- radiometric aðferðir og einnig svokallaðar samlokuaðferðir. Erlager o. fl. höfðu framkallað mótefni gegn kynsterum árið 1958. Þeir hnýttu sterana á albúmín uxasermis og notuðu það sem mótefnavaka. Hugmynd þeirra var sú, að kanna lækningamátt og grein- ingarmöguleika mótefnisins í innkirtla- sjúkdómum. Mótefni þeirra urðu aðeins að takmörkuðum notum samkvæmt upphaf- legum hugmyndum, en 10 árum síðar voru aðferðir þeirra við mótefatilbúning teknar upp og kynsterar og digitalis mældir með RIA. í dag koma nýjar aðferðir fram í hverri viku og greinar um RIA skipta þeg- ar orðið þúsundum. MÓTEFNAVAKAR OG MÓTEFNI Margir þeir prótínhormónar, sem mæld- ir eru með RIA, eru mótefnavakar, þegar þeim er dælt inn í dýr annarar tegundar. Þessir hormónar eru þannig sérhæfir fyrir hverja dýrategund og, ef þeir eru fáanleg- ir viðunandi hreinir, þarf ekki annað en að dæla þeim í hæfilega fjarskylda dýra- tegund til þess að framkalla mótefni. Þeg- ar mótefnasermi hefur þannig verið fram- kallað, má ýmist nota það beint í hæfilegri þynningu eða hreinsa það sérstaklega. í langflestum tilfellum nægir einfaldlega að þynna sermið mátulega fyrir notkun. Þegar um er að ræða efni, sem ekki eru mótefnavakar, þarf að hnýta þeim á mót- efnavaka, þar sem þau gegna hlutverki hnýtla (haptens) og ákvarða sérhæfi fram- kallaðra mótefna. Þetta er aðferðin, sem getið er um hér að framan (Erlanger o. fl.). Suma litla fjölpeptíða má gera mun öflugri mótefnavaka með því að hnýta einni eða fleirum amínósýrum við þá. Með því að nota einhverja aðferð af þessu tagi má segja, að fræðilegur möguleiki sé á að mynda sérhæf mótefni fyrir öll efni, sem eru einhverrar lágmarksstærðar með nægj- anlega sérhæfðu þrívíddarmunstri (sjá síðar upptalningu nokkurra efna). Mótefnavökum er ýmist dælt inn í dýr- in í venjulegri dempilausn (buffer) eða þeim er blandað í svokallað Freund’s ad- juvant (plöntuolía, stundum með dauðum berklabakteríum) og inndælingar eru með viku til mánaðar millibili. Það tekur mis- langan tíma að framkalla nothæf mótefni, 3 til 4 mánuðir er algengur tími. Styrkur mótefnasermanna er æði mismunandi og má þynna þau frá 1000 upp í 400000 fyrir notkun. Sérhæfi þeirra er einnig ákaflega mismunandi og fer það í megindráttum eftir mótefnavaka og dýrategund, sem not- uð eru en einnig er mismunur innan sömu dýrategunda. Mótefni geymast óskemmd í fjölda ára, ef venjulegra varúðarráðstaf- ana er gætt. Ef vel tekst við framköllun mótefna í einni kanínu t. d., dugir það í marga áratugi. Stöðugt er leitað sérhæfari mótefna og má vænta mikilla framfara á því sviði. En einnig kunna starfslega sér- hæf prótín af öðrum toga að verða notuð í framtíðinni, þ. e. viðtökuprótín (receptor protein) líffæra, sem hormónar verka á. GEISLATÓPAR OG MERKINGAR Geislatópar þeir„ sem aðallega hafa ver- ið notaðir til merkinga í RIA, eru joð- tóparnir 1-125 og 1-131 og svo tritíum (H-3) og kolefni-14 (C-14). Joðtóparnir hafa að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.