Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ
59
XÖNNUN HEIMILISLÆKNISÞJÖNUSTU
Læknir:
Dags.:
Skipting vinnutima
1. Viðtöl og skoðun á stofu
2. Símtöl og simarecept
3. Vitjanir
4. Skýrslugerð
5. Ýmis fyrirgreiðsla
•6. Lestur fagrita
7. Vaktþjónusta ..................
Mynd 2.
þótt sem störf heimilislæknisins hafi verið
vanmetin einkum nú í seinni tíð, bæði af
vel menntuðum starfsbræðrum hans í
hópi sérfræðinga og alþýðu manna. Má
vera, að hann eigi þar á sjálfur nokkra
sök.
Er þá heimilislæknirinn í raun óþarfur
eða á hann enn hlutverki að gegna í nú-
tíma þjóðfélagi? Um þetta má trúlega
deila og hefur verið' gert.
Eitt er þó víst: Enn eru miklar kröfur
gerðar til hins almenna læknis og á hon-
um hvíla margvíslegar kvaðir, og eitthvað
yrði að koma í hans stað.
Hver er þá starfsaðstaða heimilislæknis-
ins? Hvert er vinnuálag hans og vinnu-
tími? Hver er sú aðstoð, er hann nýtur í
starfi sínu, og hver er tækjabúnaður hans?
Hvernig er það húsnæði, sem hann hef-
ur yíir að ráða við vinnu sína?
Og síðast en ekki sízt: Hvaða þjónustu
veitir hann sjúklingum sínum?
Þessum spurningum er vissulega ekki
auðsvarað svo fullnægjandi sé, en leitast
mun við í þessari grein að gefa við þeim
nokkurt svar.
GAGNASÖFNUN
Á tímabilinu frá 28. janúar til 15. febrú-
ar 1974 gerðu 9 heimilislæknar könnun á
vinnuálagi sínu og þeirri þjónustu, sem
veitt var á umræddu tímabili. Náði könn-
unin yfir samtals 128 vinnudaga.
Svæði það, sem áðurnefnd könnun tók
til, náði yfir Reykjavík — Kópavog og Sel-
tjarnarnes. íbúar á þessu svæði reyndust
í ársbyrjun 1974 vera samtals 98.334 — í
Reykjavík 84.299 — í Kópavogi 11.571 —
á Seltjarnarnesi 2.464.
Fjöldi þess fólks, sem framantaldir 9
læknar höfðu sameiginlega í sjúkrasam-
lögum í ársbyrjun 1974 var 27.258, þar
af voru konur 14.309 og karlar 13.273 og
eru börn þá meðtalin. Börnum innan 17 ára
aldurs er skipt í flokkana piltar og stúlk-
ur. Skipting sjúkrasamlagsmeðlima niður
á hina 9 lækna er sem sýnt er á töflu I.
Könnunin fór í stuttu máli fram á eftir-
farandi hátt.
Athugaður var sá tími, sem fór til hinna
ýmsu þjónustuþátta — svo sem afgreiðslu
þeirra, sem komu á stofu — sá tími, sem
fór til símaviðtala — vitjana o. s. frv.
Hér er birt mynd af eyðublaði því, sem
notað var við nefnda könnun. (Mynd nr.
1). Eitt eyðublað var útfyllt fyrir hvern
einstakling — jafnt börn sem fullorðna —
sem komu á stofu eða farið var til í sjúkra-
vitjun.
Þá voru og sérstök eyðublöð fyrir tíma-
skiptingu og símaþjónustu. Mynd er einn-
ig af því fyrrnefnda (mynd 2).
Upplýsingar voru færðar í I.B.M. gata-
spjöld til úrvinnslu hjá Skýrsluvélum rík-
isins og Reykjavíkurborgar.
ALDURSSKIPTING SJÚKRASAMLAGS-
MEÐLIMA, SEM ÞÁTT TÓKU f
KÖNNUN
Gagnstætt því, sem er um landið í heild
— þar sem karlar eru nokkru fleiri en
konur — eru konur í Reykjavík fleiri en
karlar.
Nokkuð stingur í stúf með aldursflokk-
ana 35 til 39 ára, hvað þeir eru fámennari
en aðrir árgangar.
Eftir tölum Hagstofu íslands gildir svip-
að um landið í heild. Benda má hér á, að
fólk á þessum aldri er fætt á svokölluðum
kreppuárum á fjórða tug aldarinnar, en
þá dró nokkuð úr fæðingatíðni á íslandi.
Þegar kemur yfir 45 ára aldur, fer kon-