Læknablaðið - 01.04.1974, Blaðsíða 82
106
LÆKNABLAÐIÐ
Litli óþekktarormurinn fór til læknisins
til að láta stinga á kýli. Elsku mamma hans
hafði miklar áhyggjur af því að þetta væri
nú sárt. „Engar áhyggjur,“ sagði gamli,
góði læknirinn. „Ég skal sjá um að þetta
verði alveg sársaukalaust.“ Síðan hvarf
hann með stráksa inn á aðgerðastofuna.
Eftir nokkrar sekúndur heyrðist ægilegt
öskur. Smástund leið og út kom fölur
læknir og drýgindalegur strákur. „Svona,
svona,“ sagði mamman huggandi og svo í
höstum rómi við lækninn, „ég hélt að þú
hefðir sagt að þetta væri sársaukalaust.“
„Það var það líka,“ svaraði gamli læknir-
inn skjálfandi. „Þangað til hann beit mig.“
Fótboltahetjan fékk slæman kverkaskít
nokkrum dögum fyrir landsleikinn. Hann
flýtti sér til læknis, sem var nýfluttur í
bæinn. Hin unga og fagra læknisfrú kom
til dyra. „Er læknirinn heima?“ spurði
ungi maðurinn hásum rómi. „Nei,“ hvísl-
aði frúin á móti og skimaði upp og niður
götuna. „Komdu bara inn.“
Amma gamla var ósköp heilsulítil. Hún
var samt þrjósk og frek og hafði alltaf
þvertekið fyrir að náð yrði í lækni. Loks
hringdi dóttir hennar þó í heimilislækninn,
og bað hann að kæra sig kollóttan um mót-
mæli þeirrar gömlu og skoða hana nú vand-
lega. Síðan ýtti hún lækninum inn til
gömlu konunnar, sem átti sér einskis ills
von.
Þegar læknirinn var farinn kallaði sú
gamla í dóttur sína. „Hvað heitir hann
þessi ungi lögfræðingur?11 spurði hún með
glampa í augum. „Þetta var nú ekki lög-
fræðingur, heldur læknir, mamma mín,“
viðurkenndi dóttirin hálf vandræðaleg.
„Læknir,“ sagði sú gamla vonsvikin. „Það
hlaut svo sem að vera. Mér fannst hann
líka gera sig einum of heimakominn af
lögfræðingi að vera.“
Does a doctor’s doctor doctor the doctor
according to his own doctoring or does the
doctor doing the doctoring doctor the other
doctor according to the doctored doctor’s
doctrine?
Læknirinn: „Þú átt miklu léttara með að
hósta í dag.“
Sjúklingur: „Þó það nú væri. Ég er bú-
inn að æfa mig í alla nótt.“
Sjúkhngur lýsti einkennum sínum fyrir
óþolinmóðum lækni.
„Þetta er sár stingur í hægri öxlinni,
læknir. Ég fæ hann alltaf þegar ég halla
mér áfram, rétti úr öðrum handleggnum,
síðan hinum, lyfti olnbogunum, hleypi í
axlirnar og rétti mig síðan upp.“
„Jæja,“ sagði læknirinn háðslega. „Ég
býst ekki við, að þér hafi dottið í hug, að
þú gætir losnað við þennan dularfulla
verk, ef þú hættir að gera þessar hjákát-
legu hreyfingar?“
„Jú, reyndar, læknir,“ svaraði sjúkling-
urinn einlæglega. „En ég hef enn ekki get-
að fundið neina aðra aðferð til að komast
í frakkann minn.“