Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1974, Side 51

Læknablaðið - 01.04.1974, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 87 Jjess prótínið skemmist, þeim mun neðar færast greiningarmörk mælingarinnar. Tvö síðarnefndu efnin, H-3 og C-14, eru þetageislarar og geislun þeirra helmingast á 12.5(H-3) og 5700(C-14) árum. Tritíum (H-3) merking, sem er aðallega notuð, er framkvæmd af stofnunum þeim, sem selja tópana, og er nú mögulegt að fá keypt flest þau efni, sem RIA-aðferðir hafa verið hirtar um. Vandamálið hefur verið mikil sérvirkni, en um 100 Ci/mmol sérvirkni er nú fáanleg fyrir mörg algengustu efnin. KVÍUN (INCUBATION) OG AÐSKILNAÐARAÐFERÐIR Ec litið er á 1. skýringarmynd, sést, að hér er um jafnvægisframvindu að ræða. Jafnvægið næst á mislöngum tíma og fer eftir því, hver efnin eru, hitastigi o. fl. Yfirleitt næst jafnvægi á skemmri tíma fyrir litlar sameindir en stórar, og þannig eru prótínhormónar almennt kvíaðir í 48 klst., en íyrir stera nægja venjulega 2-3 klst. Kvíunartímann má stundum stytta, en það verður þá á kostnað næmisins, sem eykst að ákveðnu marki með auknum kví- unartíma. Kæling hefur þau áhrif að hnika jafnvæginu yíir til hægri og þess vegna eru tilraunaglösin látin standa í 4°C síð- ustu klukkustundirnar og aðskilnaður fer fram við það hitastig. Til þess að geta mælt, hversu mikið af geislatóp er bundið mótefni, þarf að skilja bundið efni frá óbundnu áður en sjálf geislamælingin er framkvæmd. Á 1. mynd sýna lóðréttu brotnu línurnar, hvar þessi aðskilnaður er látinn eiga sér stað, og lóð- réttu örvarnar sýna breytingu jafnvægis- ins, þegar MV eykst eða minnkar. Á 2. mynd sést svo, hvernig hlutfallið er milli geislabindingarinnar og magns ómerkta efnisins, þ. e. bundin geislun minnkar, þeg- ar ómerkta efnið eykst. Hlutfallið er ekki bein lína heldur hýperbólukúrfa. Bundið og óbundið efni má skilja sund- ur með mismunandi aðferðum. Yalow og Berson notuðu upphaflega rafdrátt fyrir prótínhormónana. Það er áreiðanleg að- ferð, en heldur umfangsmikil og seinleg. Aðferð, sem mikið er notuð, byggist á því, að nota mótefni gegn mótefni því, sem bindur efnið, sem verið er að mæla. Ef 2. mynd. Staðlakúrfa estradíól-mælingar með RIA. I bessari aðferð er notað tritíum (H-3) merkt estradíól og mótefni, sem framkall- að var í kanínu. Dextran þakin viðarkol aðskilja bundinn geislatóp og óbundinn (brotna línan til vinstri á 1. mynd). Bind- ingur geislaefnisins minnkar, þegar estra- díól eykst og hlutfallið milli beirra er hýperbólukúrfa. t. d. kanínumótefni er notað í aðferðinni, má framkalla í kindum mótefni gegn kan- ínuglóbúlíni og nota það síðan til þess að fella út kanínumótefnin. Aðferð þessa mætti kalla tvöföldu mótefnisaðferðina (double antibody technique). Vinsælasta aðferðin fyrir efni smárra sameinda er sú, að nota dextranþakin viðarkol. Dextran hæfilegrar sameindastærðar er notað til þess að hindra, að mótefnin sjálf dragist að viðarkolunum, og aðdráttarafl viðarkol- anna er slíkt, að óbundnu sameindirnar dragast að þeim, en mótefnin halda sínum. Dextranþakin viðarkol má einnig nota við mælingar sumra fjölpeptíða og prótína.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.