Læknablaðið - 01.08.1974, Page 9
LÆKNAE3LAÐIÐ
111
IVIynd 3. — Fyrri sjúklingur: Örin sýnir vel afmarkað æxli í brisinu, sem skorið hefur
verið í. Æxlið er miklu dekkra að lit en kirtillinn í kring (brúnt). Miltað var fjar-
Iægt með brisinu af tæknilegum ástæðum.
Mynd 4. — Æxlið er fremur frumusnautt,
en stoðvefur er aukinn að sama skapi. Eftir
sem áður er það reglulegt að byggingu og
æðaríkt. (H/E-Iitun, x 160).
að halda einkennum í skefjum, en 11. jan-
úar 1973 var hún tekin til aðgerðar. Við
uppskurð fannst æxli í brisinu á þeim
stað, sem röntgenmyndin hafði bent til og
var það næstum hnattlaga, um 1.5 cm í
þvermál, þáttara átöku en kirtillinn í
kring og brúnt á lit. Það virtist ná alveg
inn að kirtilganginum og því ekki ráðlegt
að reyna að skræla það út, þar sem gang-
urinn gat skaddazt. Allstór hluti af bris-
inu ásamt æxlinu var fjarlægður og kirt-
ilganginum vandlega lokað (mynd 3).
Ekki fannst annað sjúklegt í brisi eða í
kviðarholi. Smásjárskoðun staðfesti, að
um insulinæxli var að ræða, vel afmarkað
ög reglulegt að byggingu. Það var blóð-
ríkt og víða með hýjalínvef og kalkútfell-
ingum. Kirtillinn var að öðru leyti eðli-
legur (mynd 4).
Blóðsykur hækkaði hratt eftir að æxlið
hafði verið fjarlægt og mældist 6 tímum