Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 10

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 10
112 LÆKNABLAÐIÐ A. Mynd 5. — Coeliac angiografia. Seinni sjúkl. — A) Byrjandi slagæðafylling: Ör- in bendir á eyðu. — B) Meiri slagæðafyll- ing: Nú sést greinilega upphleðsla. — C) Bláæðafylling: Enn þá vel afmörkuð upp- hleðsla nálægt miltanu. síðar 330 mg%, en smálækkaði síðan og varð eðlilegur 6 dögum eftir aðgerð og hélzt þannig (mynd 7). Henni heilsaðist vel og útskrifaðist 16 dögum eftir aðgerð og höfðu öll einkenni horfið. Hún er við ágæta heilsu einu og hálfu ári eftir að- gerð. II.: 49 ára kona var innlögð á lyflækn- ingadeild Borgarspítalans 3. ágúst 1973 vegna stöðugra floga. Sjúkrasagan virtist ná 26 ár aftur í tímann. Einkenni byrjuðu í febrúar 1947 og komu i köstum, sem stóðu í 1/2 mínútu í senn. Þessi köst lýstu sér sem hitatilfinning vinstra megin í höfði, eins og vel volgur hitapoki væri settur á höfuðið, en einnig fékk hún lit- sýnir og sá dökka bletti á hreyfingu, þeg- ar hún horfði á ljósan flöt. Síðar breytt- ust köstin, og hún hætti að skilja, ef á hana var yrt, varð mállaus, gat aðeins svarað með jáyrði eða neiyrði og ekki fylgt boði í köstum þessum. í ágúst-1947 fékk hún kast, sem byrjaði eins og að ofan er lýst, en síðan missti hún meðvit- und og fékk krampa, sem voru um allan líkamann, og var hún meðvitundarlaus í 2 mínútur og mundi ekki hvað gerðist næsta hálftíma á eftir. Síðan varð hún mjög þreytt og sveitt og sofnaði. Næstu nótt fékk hún annað slíkt kast og eitt kast árið 1948 og annað 1949. í marz 1950 fékk hún svo fimm flogaköst á sama sólar- hringnum og blánaði í þeim köstum, beit í tunguna og missti þvag. Eftir þessi köst mundi hún ekki hvað gerðist í tvo sólar- hringa. Hún var þá sett á Fenemal 100 mg tvisvar á dag og í maí 1950 var hún lögð inn á Landspítalann til rannsóknar. Við skoðun þar fundust engar lamanir, en örlítill láréttur nystagmus bæði til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.