Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1974, Page 12

Læknablaðið - 01.08.1974, Page 12
114 LÆKNABLAÐIÐ Mynd 7. — A) Sérstaklega æðaríkt svæði, þar sem greinilegt er, hvernig æxlisfrum- urnar (beta-frumur) skipa sér í raðir og þyrpingar umhverfis hinar útvíkkuðu æðar. (H/E-Iitun, x 160). — B) Æxlið er frxnnu- og æðaríkt, reglulegt að byggingu og frumu- gerð. Greina má afstöðu æxlisfrumanna til æðahólfanna. (H/E-litun, x 160). æxli var að ræða, en hinn brottnumdi hluti kirtilsins var að öðru leyti eðlilegur (mynd 7). Blóðsykur hækkaði strax eftir upp- skurðinn, en færðist í eðlilegt horf á nokkrum dögum (mynd 8). Dálítill vökvi safnaðist í vinstra brjósthol eftir upp- skurðinn, og sjúklingurinn fékk lungna- bólgu, sem tafði nokkuð fyrir bata, en hún útskrifaðist við góða heilsu 23 dögum eftir aðgerð. Máttleysis- og svimaköst, sem hún hafði haft seinni hluta dags voru þá algjörlega horfin. Ekki bar neitt á krömpum, en haldið var áfram með Feny- toin 100 mg tvisvar á dag í 2 mánuði. Síð- an í byrjun desember 1973 hefur hún ver- ið án lyfja og einkennalaus til þessa, 9 mánuðum eftir aðgerð. margar og einkenni ærið mismunandi frá einum sjúklingi til annars. Venjulega fær þó hver sjúklingur sömu einkenni aftur og aftur. Talið er,7 að einkennin séu fyrst og fremst háð því, hversu lengi blóð- sykurslækkunin hefur staðið og hversu hratt blóðsykur lækkar fremur en hversu lágur hann verður. Hæg en langvinn blóð- sykurslækkun, sem stendur í nokkra tíma hefur í för með sér einkenni um truflun á heila og taugakerfi svo sem höfuðverk, sjóntruflanir, rugl, krampa og rænuleysi. Hins vegar veldur hraðari lækkun auk- inni adrenalinframleiðslu, sem hefur í för með sé truflun á ósjálfráða taugakerfinu svo sem almennt máttleysi, svita, hraðan hjartslátt, hungur og titring. Þegar um sambland af ofangreindum þáttum er að UMRÆÐUR OG GREINING Blóðsykursmæling, 50 mg% eða lægri, er talin blóðsykurslækkun (hypoglyca- emia).19 Orsakir blóðsykurslækkunar eru Mynd 8. — Myndin sýnir Iínurit yfir blóð- sykurmælingar uppskurðardaginn og næstu daga á eftir. Hjá báðum sjúklingum hækk- aði blóðsykur mjög hratt eftir að æxli liafði verið fjarlægt, og er slíkt talið nokkuð ör- uggt merki þess, að allur æxlisvefurinn hafi verið fjarlægður. Blóðsykurshækkun getur stundum orðið svo mikil, að gefa þurfi sjúklingi insulin. Jsy A u r mj % *--«---' Fyrri Sj. Scinni sj. y s */u -i ------1-—

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.