Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 18
116 LÆKNABLAÐIÐ aldrei lækkun á fastandi blóðsykri. Sama máli gegnir um sjúklinga með hraða magatæmingu eftir magaaðgerðir. Þeir svara hraðri blóðsykurhækkun með of mikilli insulinframleiðslu og því fylgir snögg blóðsykurslækkun. Rétt er að geta sjúkdómsmyndar, sem Mc Quarrie lýsti 1950 og nefnt hefur ver- ið idiopatic familial hypoglycaemia og sést hjá börnum innan 2 ára aldurs.30 Þessi börn hafa fastandi blóðsykurslækk- un, einkenni frá taugakerfi, óeðlilega hátt insulin og verða ekki aðgreind frá sjúkl- ingum með insulinæxli, en einkenni hverfa innan 10 ára aldurs.31 Æxli önnur en insulinæxli geta valdið blóðsykurslækkun með því að brenna ó- eðlilega miklum sykri. Hér er venjulega um mesenchymalæxli að ræða, langoftast fibrosarcom, en sjaldnar æxli í lifur (hepatom) og nýrnahettum (carcinom).24 Yfirleitt er talið, að æxli þessi framleiði ekki insulin.5 42 Útiloka þarf, að sjúklingur með blóð- sykurslækkun neyti ekki sykurlækkandi lyfja (sjá töflu). Einkum skal hafa þetta í huga, þegar í hlut eiga læknar og hjúkr- unarkonur með annars óskýrða blóðsyk- urslækkun. Oftast er þó ekki neinum erf- iðleikum bundið að greina insulinæxli í brisi, ef sá sjúkdómur er hafður í huga og sjúklingar hafa eftirfarandi ein- kenni:14 1. Truflun á meðvitundarástandi. 2. Hátternisbreytingar um stundarsakir eða skammvinna truflun á tauga- eða heilastarfsemi. 3. Hegðun, sem minnir á neyzlu áfengis. 4. Mikið aukna matarlyst eða annars óskýrða þyngdaraukningu. Góð stoð til greiningar á insulinæxli er þrenning iWhipple’s, sem er fólgin í eftir- farandi: 1. Einkenni koma fram við föstu. 2. Þegar einkenni koma fram, er blóð- sykur lægri en 50 mg%. 3. Þessi einkenni hverfa við neyzlu eða inndælingu á sykri. Þrenningin er að vísu ekki algjörlega bundin við insulinæxli, þar sem hún getur verið til staðar í öðrum sjúkdómum, sem orsaka fastandi blóðsykurslækkun svo sem við skort á vaxtar- og nýrnahettu- vökum. Um 90% sjúklinga með insulinæxli fá blóðsykurslækkun eftir 12-14 stunda föstu, ef rannsóknin er endurtekin þrisv- ar eða oftar og næm rannsóknaraðferð við sykurmælingu er notuð.29 Nokkur procent þurfa þó lengri föstu, þ. e. 48-72 stundir og örfáir (2%) fá engin einkenni þrátt fyrir 72 stunda föstu.30 23 Ef blóðsykurslækkun er veruleg og stöðug má strax gera æðamyndatöku (cceliac angiografiu) til að reyna að stað- setja æxlið. Sé blóðsykurslækkunin ekki stöðug, en samt grunur um insulinæxli, er beitt aðferðum til greiningar svo sem syk- urþolsprófi, insulinmælingum, tolbutam- idprófi, L-leucineprófi og glucagonprófi til að styðja þann grun, en endanleg grein- ing fæst aðeins með æðamyndatöku eða við uppskurð. Sykurþolspróf hefur ekki reynzt hjálp- legt við greiningu. Allar tegundir af af- brigðilegum sykurþolsprófum hafa fund- izt hjá þessum sjúklingum, bæði flatt rit og rit af sykursýkisgerð, þótt fastandi blóðsykur sé í lægra lagi.29 Fyrri sjúkl- ingur hafði einu sinni flatt rit, en í hin skiptin hækkaði blóðsykur upp fyrir 200 mg% eftir eina stund, en hjá seinni sjúklingi lækkaði blóðsykur óeðlilega seint (mynd 1). í öllum tilvikum var fast- andi blóðsykur lágur. Insulinmæling: Blóðsykurslækkun hef- ur þau áhrif hjá heilbrigðum, að insulin- framleiðsla stöðvast eða minnkar, en insulinæxli framleiða insulin án tillits til blóðsykursgildis. Sé insulin og blóðsykur mælt samtímis hjá sjúklingi með insulin- æxli, kemur í ljós, að insulinið er óeðli- lega hátt miðað við blóðsykurinn. Þetta er höfuðeinkenni insulinæxlis, en kemur þó ekki alltaf greinilega fram hjá börnum og unglingum.8 Helmingstími insulins í blóði er mjög stuttur, aðeins um 7 mín- útur og þar sem insulinframleiðslan í in- sulinæxlum er sveiflubundin er nauðsyn- legt að fá ítrekaðar mælingar á mismun- andi tímum dagsins til að sýna fram á hlutfallslega hækkun á insulini.4 Ef fastandi lækkun blóðsykurs er ekki nægilega mikil, eru til aðferðir til að fram-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.