Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 19

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 117 arkalla blóðsykurslækkun. Sennilega eru þessar aðferðir hjálplegar eða nauðsynlegar í um 10% sjúklinga með insulinæxli.19 Tolbutamidpróf er hjálplegt, ef bæði insulin og blóðsykur eru mæld samtímis, en þetta próf er þó ekki eins næmt og ætlað var í fyrstu. Hjá sjúklingi með in- sulinæxli orsakar inndæling af 1 g af Tolbutamidi í bláæð blóðsykurslækkun innan 30 mínútna, sem helzt niðri í um 150 mínútur. Insulin hækkar upp fyrir 150 mikroeiningar í ml innan 5 mínútna og lækkar hægar í eðlilegt horf en hjá heilbrigðum. Þetta próf er þó ekki ein- hlýtt, þar sem 20% af insulinæxlum svara ekki tolbutamidi, einkum hjá börn- um.8 2 7 38 Insulin hækkar einnig í Tol- butamidprófi hjá öðrum sjúklingum svo sem sjúklingum með offitu, offramleiðslu á nýrnahettuvökum og skorpulifur. Hjá þessum sjúklingum lækkar blóðsykur hins vegar hægar eða alls ekki. Þetta próf getur verið hættulegt og ætti ekki að gera hjá sjúklingum með verulega fastandi blóðsykurslækkun.2 8 L-leucinepróf hefur verið notað vegna hæfileika L-leucines, sem er aminosýra, til að örva insulinframleiðslu hjá sjúkl- ingum með insulinæxli. Leucine (150 mg/ kg á 5 mínútum) veldur verulegri blóð- sykurslækkun og hækkun á plasma- insulini í um helming sjúklinga með insulinæxli.29 Stundum er þetta próf jafnvel jákvætt hjá sjúklingum, sem svara ekki Tolbutamidi.12 Svipað svar sést aðeins hjá sjúklingum með „idiopatic hypoglycaemia of childhood“ og sjúkling- um, sem hafa fyrir rannsóknina fengið sulfonilurealyf.6 Glucagonpróf: Sé glucagon (1 milli- gram) gefið í æð, veldur það snöggri hækkun á blóðsykri, en síðan hraðri og óeðlilegri blóðsykurslækkun einni stundu síðar. 70% sjúklinga með insulinæxli sýna óeðlilega hækkun á insulini innan 5 eða 10 mínútna frá glucagoninndæling- unni og oftast lækkar insulinið óeðlilega seint niður í eðlilegt horf.28 RÖNTGENGREINING Greining á insulinæxli með æðamynda- töku (coeliac- og mesenterica superior angiografi) er fyrst lýst af Olsson 1963.35 Síðan hafa birzt allmargar greinar, sem fjallað hafa um gildi æðarannsókna við greiningu á insulinæxli. Þegar Boijsen og Samuelsson skýrðu frá 7 sjúklingum með insulinæxli árið 1970, hafði aðeins verið greint frá 35 sjúklingum áður, sem fund- izt höfðu með þessari rannsókn.2 Bookstein og Oberman töldu, að insulin- æxli greindust í rúmlega 20% tilfella með æðamyndatöku, en þeir höfðu fundið 2 hjá 7 sjúklingum.3 Aðrir höfundar hafa gefið upp hærri tölur og lætur nærri, að insulinæxli hafi greinzt með æðarannsókn í nálægt 80% tilfella.18 25 20 37 Insulinæxli eru langoftast æðarík og æxlisæðar greinanlegar. Kröftug upp- hleðsla skuggaefnis er áberandi og af- markast þessi æxli þess vegna oft vel. Minnstu insulinæxlin hafa mælzt 10 mm í þvermál, en þau stærstu 50 mm á rönt- genmyndum.2 f einstaka tilfelli hafa greinzt 2 eða 3 insulinæxli hjá sama sjúklingi. Falskar neikvæðar rannsóknir eru þekktar og geta stafað af því að lega æðaleggs (kateters) er á einhvern hátt ófullnægjandi og nægilegt magn skugga- efnis hefur því ekki fengizt í briskirtil- æðar. Ef sjúklingur er illa hreinsaður, getur það leitt til þess, að rannsókn verði tæknilega ófullkomin. Ef sérstök (selec- tiv) æðarannsókn, bæði á arteria coeliaca og arteria mesenterica superior reynast neikvæðar, er mælt með sérstakri rann- sókn á arteria lienalis.2 Falskar jákvæðar rannsóknir eru mun sjaldgæfari, en stafa aðallega af því, að mikið magn skuggaefnis beinist inn í arteria pancreatica dorsalis og getur þá valdið upphleðslu í bristaglinu.3 7 Þeir sjúkdómar, sem geta líkst insulinæxli, eru hemangioma og cystadenoma, sem eru æðarík æxli og sýna upphleðslu á skugga- efni.18 34 Einnig getur miltisvefur, sem oft liggur í smáeyjum við bristaglið, líkzt insulinæxli.2 Æðarannsókn með lyfjainn- spýtingu (pharmacoangiografi) getur í þeim tilfellum verið hjálpleg.2 Á undanförnum árum hefur orðið ör þróun í að fullkomna æðaleggi, betri skuggaefni hafa komið á markað, tækja- búnaður endurnýjast og reynsla og þekk-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.