Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ
117
arkalla blóðsykurslækkun. Sennilega eru
þessar aðferðir hjálplegar eða nauðsynlegar
í um 10% sjúklinga með insulinæxli.19
Tolbutamidpróf er hjálplegt, ef bæði
insulin og blóðsykur eru mæld samtímis,
en þetta próf er þó ekki eins næmt og
ætlað var í fyrstu. Hjá sjúklingi með in-
sulinæxli orsakar inndæling af 1 g af
Tolbutamidi í bláæð blóðsykurslækkun
innan 30 mínútna, sem helzt niðri í um
150 mínútur. Insulin hækkar upp fyrir
150 mikroeiningar í ml innan 5 mínútna
og lækkar hægar í eðlilegt horf en hjá
heilbrigðum. Þetta próf er þó ekki ein-
hlýtt, þar sem 20% af insulinæxlum
svara ekki tolbutamidi, einkum hjá börn-
um.8 2 7 38 Insulin hækkar einnig í Tol-
butamidprófi hjá öðrum sjúklingum svo
sem sjúklingum með offitu, offramleiðslu
á nýrnahettuvökum og skorpulifur. Hjá
þessum sjúklingum lækkar blóðsykur
hins vegar hægar eða alls ekki. Þetta próf
getur verið hættulegt og ætti ekki að gera
hjá sjúklingum með verulega fastandi
blóðsykurslækkun.2 8
L-leucinepróf hefur verið notað vegna
hæfileika L-leucines, sem er aminosýra,
til að örva insulinframleiðslu hjá sjúkl-
ingum með insulinæxli. Leucine (150 mg/
kg á 5 mínútum) veldur verulegri blóð-
sykurslækkun og hækkun á plasma-
insulini í um helming sjúklinga með
insulinæxli.29 Stundum er þetta próf
jafnvel jákvætt hjá sjúklingum, sem
svara ekki Tolbutamidi.12 Svipað svar
sést aðeins hjá sjúklingum með „idiopatic
hypoglycaemia of childhood“ og sjúkling-
um, sem hafa fyrir rannsóknina fengið
sulfonilurealyf.6
Glucagonpróf: Sé glucagon (1 milli-
gram) gefið í æð, veldur það snöggri
hækkun á blóðsykri, en síðan hraðri og
óeðlilegri blóðsykurslækkun einni stundu
síðar. 70% sjúklinga með insulinæxli
sýna óeðlilega hækkun á insulini innan
5 eða 10 mínútna frá glucagoninndæling-
unni og oftast lækkar insulinið óeðlilega
seint niður í eðlilegt horf.28
RÖNTGENGREINING
Greining á insulinæxli með æðamynda-
töku (coeliac- og mesenterica superior
angiografi) er fyrst lýst af Olsson 1963.35
Síðan hafa birzt allmargar greinar, sem
fjallað hafa um gildi æðarannsókna við
greiningu á insulinæxli. Þegar Boijsen og
Samuelsson skýrðu frá 7 sjúklingum með
insulinæxli árið 1970, hafði aðeins verið
greint frá 35 sjúklingum áður, sem fund-
izt höfðu með þessari rannsókn.2
Bookstein og Oberman töldu, að insulin-
æxli greindust í rúmlega 20% tilfella með
æðamyndatöku, en þeir höfðu fundið 2
hjá 7 sjúklingum.3 Aðrir höfundar hafa
gefið upp hærri tölur og lætur nærri, að
insulinæxli hafi greinzt með æðarannsókn
í nálægt 80% tilfella.18 25 20 37
Insulinæxli eru langoftast æðarík og
æxlisæðar greinanlegar. Kröftug upp-
hleðsla skuggaefnis er áberandi og af-
markast þessi æxli þess vegna oft vel.
Minnstu insulinæxlin hafa mælzt 10 mm
í þvermál, en þau stærstu 50 mm á rönt-
genmyndum.2 f einstaka tilfelli hafa
greinzt 2 eða 3 insulinæxli hjá sama
sjúklingi. Falskar neikvæðar rannsóknir
eru þekktar og geta stafað af því að lega
æðaleggs (kateters) er á einhvern hátt
ófullnægjandi og nægilegt magn skugga-
efnis hefur því ekki fengizt í briskirtil-
æðar. Ef sjúklingur er illa hreinsaður,
getur það leitt til þess, að rannsókn verði
tæknilega ófullkomin. Ef sérstök (selec-
tiv) æðarannsókn, bæði á arteria coeliaca
og arteria mesenterica superior reynast
neikvæðar, er mælt með sérstakri rann-
sókn á arteria lienalis.2
Falskar jákvæðar rannsóknir eru mun
sjaldgæfari, en stafa aðallega af því, að
mikið magn skuggaefnis beinist inn í
arteria pancreatica dorsalis og getur þá
valdið upphleðslu í bristaglinu.3 7 Þeir
sjúkdómar, sem geta líkst insulinæxli, eru
hemangioma og cystadenoma, sem eru
æðarík æxli og sýna upphleðslu á skugga-
efni.18 34 Einnig getur miltisvefur, sem
oft liggur í smáeyjum við bristaglið, líkzt
insulinæxli.2 Æðarannsókn með lyfjainn-
spýtingu (pharmacoangiografi) getur í
þeim tilfellum verið hjálpleg.2
Á undanförnum árum hefur orðið ör
þróun í að fullkomna æðaleggi, betri
skuggaefni hafa komið á markað, tækja-
búnaður endurnýjast og reynsla og þekk-