Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 46

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 46
132 LÆKNABLAÐIÐ Innfluttur sykur Kg — mann - ári Kg. Línurit II. dóma, er ekki beinskeytt og ætti því að vera fyrirbyggjandi, ef verulegs árangurs á að vænta við að ráða niðurlögum þeirra. Þess ber þó að gæta, að umbun og virðing fyrir haldlitlum lækningaaðgerðum við af- leiðingum farsóttarinnar er meiri í þjóð- félagi okkar, en fyrir fyrirbyggjandi störf- um. Með öðrum orðum er betur borgað fyrir að þurrka pollinn á gólfinu, en að skrúfa fyrir hinn leka krana. Áhugi manna í tæknimenningarþjóðfé- lögum er nú vakinn, og má vænta frekari vísindaafreka á þessu sviði á næstu árum. Það urðu faraldsfræðilegar rannsóknir frá Afríku, sem hrundu þessari skriðu af stað, en íslendingum ætti að vera það ánægju- efni að minnast brautryðjendastarfs Nátt- úrulækningamanna og annara íslenzkra heimilda. MATARKLÍÐ TIL LÆKNINGA Sé matarklíð notað, eru hægðalyf óþörf þorra manna, sem nota þau. Nægjanlegt er að menn neyti brauðmetis, sem bakað er úr góðu heilhveiti, en margir bæta við mat sinn 2 kúfuðum matskeiðum af hveiti- klíði tvisvar sinnum á dag. Hveitiklíðið er bragðlaust og fer bezt á því að blanda það saman við annan mat, svo sem hafra- graut, pakkamjöl (t. d. corn flakes), súp- ur, grauta eða súrmjólk. Sjúklingar með pokamyndanir í ristli fá oft verki í kvið af svo litlu sem 1-2 te- skeiðum af hveitiklíði og ber því að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.