Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 51

Læknablaðið - 01.08.1974, Qupperneq 51
LÆKNABLAÐIÐ 135 árum, því að í hinni fornu lögbók Grágás er ákvæði um, að ekki megi bera út barn eftir að það er lagt á brjóst, eða gefin næring á annan hátt. Þá fyrst hafði barnið öðlast rétt til að lifa áfram sem fullgildur þjóðfélags- þegn. Spyrja má, hvort menn geti komið sér saman um að ganga lengra í þessu efni en orðið er, og veita fóstrinu enn meiri rétt, þótt ekki verði dregið í efa, að líta megi á fóstureyðingu sem mannúðlegri aðferð til að losna við óvelkomin börn en útburð nýfæddra barna áður fyrr. Nú virðast ekki vera miklar líkur til þess, því að löggjöf um frjálsar fóstureyðingar í ýmsum löndum virð- ast hafa breytt þjóðfélagslegum og etiskum viðhorfum manna til lífs einstaklingsins, sem er nú minna metið en áður. Eins konar sið- ferðisleg gengisfelling á þessu sviði hefur átt sér stað. Líknardauði (euthanasia] Talað er um passivan (negativan) líknar- dauða, sem nánast er fólginn í því, að læknirinn heldur að sér höndum eða notar ekki öll tiltæk ráð til að halda deyjandi sjúk- lingi sem lengst á lífi. Rétt er að benda á, að í siðareglum lækna er hvergi ætlast til að læknir lengi dauðastríðið, en líkni hins vegar og lini þjáningar. Með orðinu líknar- dauði (euthanasia) er í rauninni gefið í skyn, að læknirinn flýti með aðgerðum sínum fyrir dauða. E.t.v. væri réttara að nota orðið líknar- dauði eingöngu yfir positiva (aktiva) euthanasiu. Positivan líknardauða ber, að áliti undir- ritaðs, að fordæma. Að beita aktivum að- gerðum til að stytta líf sjúklinga stríðir gegn grundvallarákvæði siðareglna lækna að varð- veita mannslíf. Pað stríðir einnig gegn al- mennum siðgæðissjónarmiðum. Pað myndi fljótt leiða viðkomandi aðila í ógöngur ef sett yrðu lög eða reglur um positivan líknardauða. Traust sjúklings á lækninum myndi veikjast, siðgæði lækna mundi hraka. Almennri mannúð í þjóðfélaginu yrði hætta búin vegna hugsanlegs misferlis og misnotkunar lækn- isaðgerða undir yfirskini líknardauða. Siðgæðisstaðall læknastéttarinnar Læknastéttin nýtur virðingar og er metin fyrir starf sitt, bæði fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið. Ágæti í starfi byggist á hald- góðri almennri menntun, góðri faglegri kunn- áttu og reynslu ásamt siðferðisþreki til að breyta jafnan samkvæmt háleitum sið- gæðishugmyndum og þeim grundvallar siða- reglum, sem læknar hafa sett sér. Af framangreindu leiðir, að ef læknastétt- inni á að takast að halda virðingu sinni og þar með áhrifavaldi í þjóðfélaginu í þeim tilgangi að efla hag og heilsu þegnanna, verður hún að setja læknisstarfið ofar öllum persónulegum hagsmunum og tryggja, að hár professional standard ríki ávallt í stéttinni. Petta verður best gert með því að efla lækna- menntun á öllum stigum og velja læknanema í nám jafnt með tilliti til námshæfileika og almenns siðgæðis. í læknadeildirnar verða að veljast menn með háar siðgæðishugmyndir og sálarstyrk til að starfa í anda þeirra sið- gæðishugmynda. Núverandi aðferðir við val læknanema eru því úreltar, þurfa að endurskoðast og endur- bætast. Vegna þekkingar sinnar, reynslu og siðgæðishugsjóna þarf læknastéttin að hafa frumkvæði við að finna leiðir til að efla heil- brigði þegnanna, endurbæta heilbrigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna. í þessu skyni þarf hún að kappkosta að veita stjórnvöldum holla ráðgjöf og styðja stjórnvöld í allri viðleitni við að bæta heilbrigðisþjónustuna. Jafnframt verður stéttin að líta á það sem óetiskt að vinna undir kerfi, sem er til þess fallið að draga úr gæðum læknisþjónust- unnar, og verður að berjast gegn þeim ráð- stöfunum stjórnvalda, sem að áliti stéttar- innar, eru þegnunum í óhag séð frá heil- brigðislegu sjónarmiði í víðtækri merkingu. Takist læknastéttinni ekki að hafa frum- kvæði og forystu við skipulag heilbrigð- isþjónustunnar með siðgæðissjónarmið sín að leiðarljósi, er hætt við að heil- brigðisþjónustunni verði stýrt um of með lög- um og reglugerðum, sem geta stangast harka- lega á við viðtekin sjónarmið læknastéttar- innar. Læknar verða þá fyrst og fremst þjónar valdhafanna. S.P.S. HEIMILD Jón Steffensen. Aspects of Life in Iceland in the Heathen Period. Reprinted from Saga- Book, Vol. XVII, Parts 2-3. Viking Society for Northern Research. University College, Lon- don 1967-1968.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.