Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 62

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 62
140 læknablaðið greiðslur og getur ráðherra sömuleiðis ákveðið þær greiðslur með reglugerð. Sama máli gildir um greiðslur fyrir rannsóknir, bæði röntgenskoðanir og greiðslur á rannsóknarstofum. En sú breyting, sem er mest nýmæli að ég tel, er sú, að nú eru komin inn í almannatryggingalög ákvæði um greiðslur fyrir tannlækningar og er gert ráð fyrir því, að sjúkratryggingar byrji að greiða fyrir tannlækningar frá og með 1. september n.k. Greiðslufyrirkomulagið verður með þeim hætti, að það verður byrjað á skólabörnum 6-15 ára og þá greiðir sjúkrasamlag 50% og sveitarfélag 50%. Frá 1. janúar n. k. verður haldið áfram og teknir aldurshóparnir 3-5 ára og 16 ára og síðan ákveðnir hópar aðrir svo sem öryrkjar, aldraðir og vanfær- ar konur og þá er gert ráð fyrir að sjúklingurinn greiði sjálfur 50% og sjúkrasamlag 50%. Hugsunin er sú, að eftir því sem fjárveiting verður fyrir hendi verði þessi starfsemi aukin og þetta er hægt að gera án lagabreyt- inga, það nægir reglugerð ráðherra um það efni. Að sjálfsögðu er gert ráð fyr- ir því, að um samninga verði að ræða milli Tannlæknafélagsins og Trygginga- stofnunar ríkisins um þessi mál og auk þess er gert ráð fyrir þeim mögu- leika, að tannlæknar verði ráðnir við föst störf við heilsugæzlustöðvar í framtíðinni. 1.5. Ég vil rétt minna á lagabreytingu um atvinnuleysistryggingar. Samkvæmt þeim lagabreytingum eru greiðslur at- vinnuleysistryggingasjóðs til þeirra, sem atvinnulausir eru, mjög nálægt því að vera full greiðsla daglauna hjá verkamönnum, en auk þess tekur at- vinnuleysistryggingasjóður nú þátt í því, eftir ákveðnum reglum, að laus- ráðið fólk við fiskvinnslu fái nú viku- kaup, en það verður ekki frekar rakið hér. 1.6. Rétt er að minna á lög, sem í gildi komu á síðastliðnu ári, þ. e. vorið 1973, um dvalarheimil fyrir aldraða, þar sem ákvæði eru um, hvernig staðið skuli að slíkum byggingum, sem gert er ráð fyr- ir, að sveitarfélögin eða samtök geti staðið fyrir. Samkvæmt lögunum greið- ir ríkið 30% af byggingarkostnaði dval- arheimila fyrir aldraða og gert er ráð fyrir því, að ráðuneytið setji ákveðna staðla um þessar byggingar og fyrir- komulag. 2. LYFJAMÁL OG EITUREFNAMÁL Rað, sem helzt má nefna á þessu sviði, er vaxandi starfsemi lyfjaeftirlitsins, sem nú fer brátt að komast í fastar skorður. Þannig hefur verið gengið frá reglugerð um lyfja- eftirlit, þ. e. hvernig slíkt eftirlit á að fara fram á stofnunum. Auk þess hefur verið endurskoðuð reglugerð um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja og nokkrar breytingar gerðar í samræmi við ákveðin tilmæli læknasam- takanna um fjölgun þeirra lyfja, sem endur- ritunarskyld eru. Reglugerð hefur verið sett um hvernig fara eigi með lyf á sjúkrahúsum og reglu- gerð hefur verið sett um flokkun og með- ferð eiturefna. í maí s.l. voru samþykkt lög um ávana- og fíkniefni. Samkvæmt þeim lög- um fær ríkisstjórnin heimild til að staðfesta alþjóðasáttmála, sem gerðir hafa verið, þ. e. „Single Convention" frá 1961 og aðra sama efnis frá 1971. Þessar samþykktir höfðu aldrei verið formlega staðfestar og er nú unnið að því af heilbrigðisráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu að koma þeim málum í lag. 3. Á vegum landlæknis og heilbrigðisráðu- neytisins hafa verið í gangi nokkrar athugan- ir um heilbrigðisþjónustu og geri ég ráð fyr- ir að landlæknir greini frekar frá þeim eða einstökum þáttum þeirra, en ég vil í upp- talningu aðeins minnast á eftirfarandi: 3.1. Athugun á vinnuaðstöðu héraðslækna, læknabústöðum, læknismóttöku og samstarfsfólki. 3.2. Athugun á nýtingu lyfjadeilda á Borgar- spítala og Landspítala með tilliti til þess, hvort þeir sjúklingar, sem liggja inni hverju sinni, vistast á réttum stað í heilbrigðiskerfinu. 3.3. Rannsókn á notkun lyfja í Reykjavík. 3.4. Athugun á þörf fyrir sjúkrahúsrými og hjúkrunarvistunarrými fyrir gamalt fólk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.