Læknablaðið - 01.08.1974, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ
143
Jón K. Jóhannsson
STARFSEMI Á HÉRAÐSSJÚKRAHÚSI
Fyrir um það bil 25 árum var sú stefna
í heilbrigðismálum mikið ráðandi hér á
landi, að hin fjölmennari byggðalög utan
Reykjavíkur kæmu sér upp héraðssjúkra-
húsum og hæfu starfrækslu á þeim. Kom
þar m. a. til hinn mikli skortur á sjúkra-
rými, sem þá ríkti í Reykjavík, jafnt fyrir
bráð tilfelli sem langlegusjúklinga, enda
lítið hugsað fyrir þeim málum á styrjald-
arárunum og fyrst þar á eftir. Með til-
komu hinna nýju sjúkradeilda í Reykja-
vík s.l. IV2 áratug hefur straumur sjúkl-
inga aftur snúizt þangað í vaxandi mæli
og hlutverk héraðssjúkrahúsanna farið
minnkandi á ný. Eru eflaust skiptar skoð-
anir um þá þróun, þótt óneitanlega sé það
illmögulegt og fjárhagslega óhagkvæmt að
halda uppi fullkominni sjúkrahúsþjónustu
í dreifbýlinu, og kemur þar margt til,
m. a. að hæfustu starfskraftar sogast oft-
ast nær þangað sem starfsskilyrðin eru
bezt.
Eitt þessara héraðssjúkrahúsa er Sjúkra-
hús Keflavíkurlæknishéraðs og þangað
réðist greinarhöfundur sem yfirlæknir í
ársbyrjun 1959, þá nýkominn frá sérnámi
í handlækningum í U.S.A., og má segja,
að tilviljun hafi ráðið þar miklu um, þar
sem fyrrverandi sjúkrahúslæknir var ný-
látinn og þröngt á garðanum sem löngum
fyrr á sjúkrahúsum í Reykjavík. Allt um
það starfaði ég við sjúkrahúsið í 12 ár
samfleytt og hef ég í hyggju í grein þess-
ari að gefa hugmynd um kirurgiska starf-
semi mína fyrstu 10 mánuði þessa tíma-
bils. Þess ber þó að gæta, að á slíku
ódeildaskiptu sjúkrahúsi, sem hefur aðeins
28 sjúkrarúm, verður einnig að sinna
mörgum öðrum tilfellum óskyldum hand-
lækningum og ber þar hæst fæðingar svo
og lyflæiknistilfelli af ýmsu tagi og verður
heldur ekki hjá því komist að hafa með
að gera ýmis ellikramartilfelli og ýmis til-
felli vistuð á sjúkrahúsinu m. a. vegna fé-
lagslegra aðstæðna. Hér á eftir eru ein-
göngu upptalin handlækningatilfellin, af-
drif þeirra og eftirköst, þegar um slíkt
var að ræða. Auk þess er gerð nánari
grein fyrir þeim handlækningatilfellum,
sem óvenjuleg eða sjaldgæf mega teljast
hér á landi.
Samantekt þessi ætti því að gefa allgóða
hugmynd um starfsemi eins kirurgs „úti
á landsbyggðinni“ til samanburðar við
starfsemi hvers og eins í sama fagi á
stærri spítölum í Reykjavík.
Fjölbreytni tilfellanna er allmikil og
kemur það að sjálfsögðu til af því, að í
okkar litla þjóðfélagi falla ekki til fleiri
kirurgisk tilfelh en svo, að sérhver skurð-
læknir verður að fást við margbreytileg
verkefni; vilji hann einskorða sig við til-
tölulega þröng svið svo sem skjaldkirtils-
kirurgíu eða gallvegakirurgíu, er hætt við,
að verkefnafjöldinn hérlendis hrökkvi
engan veginn til að uppfylla starfsgetuna,
og gildir þetta alveg sérstaklega í dreif-
býlinu.
Aðgerðir þær, sem upp eru taldar hér
á eftir, eru eingöngu á innlögðum sjúkl-
ingum, en auk þess var um að ræða veru-
legan fjölda af minniháttar ambulant að-
gerðum framkvæmdum í staðdeyfingu,
svo og slysaaðgerðum án innlagningar og
eru slík tilfelli ekki talin með.
Einnig er nokkur fjöldi tilfella ekki
meðtahnn, þar sem sjúklingur er lagður
inn undir kirurgiskri sjúkdómsgreiningu,
svo sem akut abdomen (svo ónákvæmt
sem það er), sem við nánari skoðun og
observation reynist ekki vera rétt og út-
skrifast hann því aftur án þess að til að-
gerðar komi.
I öllum tilfellum, þar sem um var að