Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 68

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 68
144 LÆKNABLAÐIÐ ræða brottnám á líffærum eða líffæra- hluta, var sýnið sent í vefjafræðilega rannsókn til Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg. Undantekning frá þessari reglu eru þó þeir vefjahlutar, sem aug- ljóslega hefðu ekki gert annað en auka álag á Rannsóknarstofuna án þess að um pathologiu væri að ræða per se, svo sem venur úr æðahnútaaðgerðum, haulpokar, forhúð eftir circumcisio o. s. frv. Ekki skal farið út í að lýsa skurðtækni við hinar ýmsu aðgerðir, enda er hún með ýmsu móti hjá skurðlæknum, og fer ein aðferð vel í hendi eins en miður hjá öðr- um. Góð afdrif sjúklingsins eru að sjálf- sögðu aðalatriðið. Ég get þó ekki stillt mig um að nefna, að við allar total eða sub- total thyroidectomíur var notuð aðferð Nordlands í Minneapolis hvað hemostasis snertir, þ. e. slagæðarnar til kirtilsins eru leitaðar uppi þar sem þær liggja yfir proc. transversi á vertebra cervicalis VI og undirbundnar strax í upphafi aðgerðar (sjá mynd). Fæst við þetta svo til blóð- laust aðgerðarsvið og sparar mikinn tíma, æðaklemmur og undirbindingar. Hef ég ekki séð þessa aðferð notaða annars staðar við þessar aðgerðir og' lýsi ég henni nánar síðar. í sambandi við botnlangaaðgerðir er rétt að taka fram, að rúmlega fjórðungur af þeim botnlöngum, sem teknir voru, sýndu engar sjúklegar breytingar, sum- part vegna rangrar greiningar fyrir að- gerð af minni hálfu, sumpart vegna þess, að botnlangi var tekinn óbólginn samtíma annari kviðarholsaðgerð og sumpart vegna þeirrar lenzku, að margar mæður virðast halda, að fái börn þeirra einhvem sting í kviðarhol, þá hljóti botnlanginn alltaf að vera sökudólgurinn. Gefi heimilislækn- ir eitthvað undir fótinn með þetta, er oft- ast ekki undankomu auðið og ekki linnt látum fyrr en saklaus botnlanginn er kom- in úr saklausum krakkanum. Sömu sögu má raunar segja um hálskirtlatökur hjá börnum. Foreldrar virðast oft vera þeirr- ar skoðunar að hálskirtlataka sé nokkurs konar allra meina bót, á að lækna lystar- leysi, blóðleysi, kvefsækni o. s. frv., enda þótt einu heiðarlegu indikationirnar séu síendurteknar hálsbólgur eða öndunar- erfiðleikar vegna stærðar kirtlanna (adenoid facies). Væri það verðugt verk- efni fyrir háls- nef- og eyrnalækna að uppfræða almenning í þessum efnum. Notkun fúkalyfja við aðgerðir þessar var höfð í algeru lágmarki og aldrei not- uð í ,,hreinum“ aðgerðum,, heldur ein- göngu við aðgerðir, þar sem infektion var fyrir hendi, svo sem við cholecystitis acuta eða appendicitis cum perforatione. Post-operativar sýkingar voru innan við 1% af heildarfjöldanum og voru þá gefin antibiotica, fyrst og fremst penicillin og streptomycin, og þá í stórum skömmtum, ef gefið var á annað borð. Svokölluð „pro- fylaktisk" notkun antibiotica var aldrei viðhöfð, enda leiðir það fljótlega til þess að viðkomandi sjúkrahús kemur sér upp eigin húsdýrum þ. e. ónæmum stofnum af stafylo- og streptococci, og reynist þá yfirleitt erfiðara að útrýma þeim en að afla þeirra. Um svæfingar og deyfingar við aðgerð- irnar er það helzt að segja, að staðdeyf- ingar og leiðsludeyfingar voru notaðar svo oft sem ástand sjúklings og eðli aðgerðar- innar leyfði. Einkum voru mænudeyfing- ar mikið notaðar við aðgerðir í pelvis (þó ekki á börnum), og voru yfirleitt notuð 150 mg Novocain cryst. leyst upp í mænu- vökva sjúklingsins. Gafst þetta yfirleitt ágætlega, nema hvað stöku sinnum bar á höfuðverk, sem yfirleitt jafnaði sig á 2-3 dögum. Þegar almenn svæfing var við- höfð var evipan yfirleitt notað sem inn- leiðsla og síðan blanda af eter, glaðlofti og súrefni. Halothene var aldrei notað. Barkasmeyging var notuð við allar lengri aðgerðir. Svæfingar annaðist Arnbjörn Ólafsson læknir, en aðgerðirnar fram- kvæmdi ég einn með aðstoð hjúkrunar- kvenna, líkt og tíðkast í Svíþjóð, enda oftast nær óþarfi að hafa lækna til þess eins að halda í haka. AFDRIF OG LEGUDAGAFJÖLDI Á árinu 1959 var heildarfjöldi sjúklinga 665, en þar af voru 304, sem komu til að- gerðar og fer skrá um þá hér á eftir, sundurliðuð eftir tegund aðgerðarinnar. Meðallegudagafjöldi þessara sjúklinga var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.