Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 75

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 147 8,2 dagar og dauðsföll voru engin. Þegar um eftirköst var að ræða er þeirra getið sérstaklega. Þess má geta, að verkefnin 1959 dreifast raunar ekki yfir nema rúm- lega níu mánaða tímabil, þar sem ég hóf ekki störf á spítalanum fyrr en í febrúar 1959 og svo kom mánaðarlangt sumarleyfi á árinu. Að lokum er svo tveggja tilfella getið sérstaklega, þar sem þau verða að teljast óvenjuleg og sjaldgæf hér á landi. Athugasemdir við töfl,u 1) Um botnlangana má bæta því við, að um fjórðungur þeirra reyndist við histologiska rannsókn vera án sjúk- legra breytinga, sumpart vegna rangrar greiningar og sumpart vegna þess að foreldrar, og þá einkum mæður barna, eru oft búnar að bíta það fast í sig, að barnið sé með botn- langabólgu og getur þá verið erfitt að komast hjá aðgerð. Botnlanga- tökur ,,en passant“ laporotomiu af öðrum ástæðum eru ekki taldar með þessum 36. 2) Einn af gallsteinasjúklingunum, 49 ára karlmaður, hafði einnig stein í ductus choledochus, sem var fjar- lægður. Postoperativt fékk hann lungnabólgu, sem hafði næstum rið- ið honum að fullu. 3) Recidiv eftir fyrri aðgerðir fram- kvæmdar annars staðar. 4) Áður gerð hernioraphia annars stað- ar. 5) Fertugur karlmaður, sem reyndist hafa ca. ventriculi á útbreiddu stigi og dó úr meinvörpum mánuði eftir aðgerð. 6) í öllum tilfellum var gerð há undir- binding á v. saphena magna og þræð- ing (stripping) þar sem því varð við komið. 7) Fimmtugur karlmaður, aukalega með diverticulitis Meckeli, sem var fjarlægt. Kom inn ári seinna með óstöðvandi blóðnasir, sem ekki lag- aðist fyrr en eftir undirbindingu í staðdeyfingu á a. carotis externa og hafði hann þá fengið 5 lítra af blóði. 8) Barnið var vart með lífsmarki þeg- ar það náðist og tókst ekki að lífga það við. 9) Allt karlmenn á aldrinum 30-49 ára. Alls staðar var gerð Billroth II re- section með Hofmeister-Polya með- ferð á magastúfnum. Einn þessara manna fékk ca. ventriculi í stúfinn 5 árum seinna og lézt úr því, hinir allir við góða heilsu. 10) Vafasöm aðgerð á ungri konu vegna dysmenorrhea með miklu neurotísku ívafi og árangur eftir því lélegur quo ad sanitatem. 11) 18 ára piltur á minkaskytteríi með haglabyssu. Hvernig hann fór að því að skjóta sig í penis án þess að særa nokkra aðra líkamshluta er ráðgáta enn í dag. 12) Ástæðurnar fyrir keisaraskurðunum voru sem hér segir: a) Placenta previa 1, b) Sectio caesarea antea -j- eclampsia (barn dáið) 1, c) Situs transversus, d) „Locked twins“, e) Bandl hringur in partu. 13) Hér er um að ræða 4 konur á aldr- inum 32-60 ára. Ein með non- toxiskt adenoma, ein með Hashimoto struma, ein með diffust struma og hyperthyroidismus og loks tilfellið með intrathoracal strauma, sem vó 510 g og nánar er gerð grein fyrir ásamt mynd. TILFELLI NR. 579/59 3ja ára telpa, f. 12.5. ’56, lögð inn á S. K. vegna hematuria. Að sögn móður var fæðin.g eðlileg, 2. í röð 4ra systkina, ávallt verið hraust og dafnað eðlilega. Tveim dögum fyrir komu á spítalann tók móðirin eftir miklu blóði við þvaglát hjá telpunni og við smásjárskoðun var það allt morandi í R. blk. og líkara blóði en þvagi. Önnur einkenni voru engin, enginn hiti eða uppköst. Við skcðun var um að ræða fremur hraustlega telpu, útlit svarandi til aldurs, ekkert athugavert við höfuð, háls eða thorax. Við þreifingu á kviðarholi finnst stór tumor, sem fyllir svo til alveg út kviðarhol v. megin, en nær þó ekki alveg niður í pelvis. Á nýmamynd með skugga- efni (diodrast 4 cc) sést góður útskilnaður

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.