Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 24
54
LÆKNABLAÐIÐ
TUMOR SIZE AND
0 II 2 2 3 3 4 4
C ENTI
Mynd 3 (Fig. 3).
í þeim fyrri (I) hefur frumurannsókn flýtt
fyrir ákvörðunartöku um aðgerð, en í hin-
um síðari (II) niðurstaða röntgenrann-
sóknar.
Ofangreindar niðurstöður og fleiri atriði
eru rædd í skilunum.
SKIL
Aldursdreifing þeirra sjúklinga, sem rann-
sakaðir hafa verið, sýnir (mynd 1), að þorri
þeirra er 50 ára og eldri, en nokkur
hluti á aldrinum 40-50, en fáir yngri. Hlut-
fallið milli karla og kvenna í sjúklinga-
hópnum er 2:1. ítarlegar tölur um tíðni,
aldursdreifingu og kynskiptingu sjúklinga
með magakrabbamein er að finna í rit-
gerðum eftir Ólaf Bjarnason 19664 og
1967,*’ og einnig eftir Júlíus Sigurjónsson
1966.-4 22 Yfir 80% af sjúklingafjöldanum
kom til rannsóknar vegna sjúkdómsein-
kenna frá kviðarholi (Tafla 2).
Athyglisverðast mun þykja, hve hundr-
DIAGNOSIS
5 5 6 6 7 7 8 8
E T E R S
aðshluti frumugreininga er lágur eða 40%
af 152 sjúklingum með magakrabbamein
(Tafla 6) í samanburði við árangur
röntgengreiningar, sem er 85%. Áður en
helztu ástæður fyrir þessu lága greiningar-
hlutfalli eru nánar skýrðar, skal á það
bent, að í 10% magakrabbameinstilfella
greinist æxlið eingöngu með frumurann-
sókn, eins og fram kemur á mynd 2 (Fig.
2). Það var einkum við hin minni æxli.
sem frumugreiningin kom að gagni, þegar
röntgenrannsókn sýndi neikvæða eða vafa-
sama niðurstöðu (sbr. mynd 3). Megin
ástæðan fyrir hlutfallslega lélegum árangri
frumugreiningar miðað við röntgengrein-
ingu er sú, að þorri þeirra sjúklinga, sem
þessi rannsókn nær til, eru með langt
gengin eða stór æxli í maga, sem valda
því að ekki fást auðveldlega sýnishorn,
sem hæf eru til frumurannsókna. Á því
skal vakin sérstök athygli, að í þessu upp-
gjöri eru sýnishorn, sem reynst hafa óhæf
TAFLA 8 (Table 8)
Frequency of wrong diagnosis in 271 operated patients.
Cytology % X-Ray %
False neg. 59 21.77 22
False pos. 4 1.48 12 O.l ^
False susp. 5 1.84 31 4.42 11.44
Total: 68 25.09 65 23.98