Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ
51
Ötafur Jensson og Ölafur Bjarnason
FRUMUGREINING Á MAGAKRABBAMEINr
Von um lækningu á magakrabbameini
byggist á því að finna það á byrjunar-
stigum. Þetta er mögulegt með sérstakri
geislagreiningartækni, magasjá (gastro-
scopi) ásamt frumurannsókn og/eða vefja-
sýnitöku og vefjarannsókn.3 7 Samkvæmt
reynslu japanskra lækna, hefur fólk með
magakrabbamein á byrjunarstigum oft lítii
eða stundum engin sjúkdómseinkenni.713
Krabbameinsleit hjá fólki án sjúkdóms-
einkenna er því mjög þýðingarmikil, ef
finna á magakrabbamein á slíku stigi.
Vandamálið um greiningu magakrabba-
meins var rætt í Læknablaðinu 1966.°
Tilraunir til greiningar á magakrabba-
meini með frumurannsókn á magainnihaldi
hófust fljótlega eftir að Theódór Billroth
hafði framkvæmt hina fyrstu magaaðgerð
vegna krabbameins í neðra magaopi 1881
(Schade, 1960).18 Með þróun röntgen-
greiningar, magakíkis (gastroscopi) og
efnarannsóknar á magainnihaldi urðu
magafrumurannsóknir smám saman útund-
an sem greiningaraðfex-ð á magakrabba-
meini.
Áhugi á frumugreiningu magakrabba
vaknaði á nv, eftir að Papanicolaou og
Tratit (1943)11 14 höfðu svnt fram á gagn-
semi frumurannsókna við greiningu á leg-
hálskrabbameini. Fljótlega kom í ljós, að
rannsóknaraðferð þessi var gagnleg við
greiningu fleiri krabbategunda í líffæra-
kerfum, þar sem framkvæmanlegt var að
ná sýnishornum, eins og lungum og þvag-
færttm.11 14 Þessi rannsó'-maraðferð hefur
verið reynd á ýmsum stöðum í 25 ár eða
lengur, sbr. yfirlit í doktorsritgerðum
ÍPovl Bach-Nielsens, 19653 og Kari
* Rannsóknastofan í Domus Medica og Rann-
sóknastofa Háskólans í meina- og sýklafræði.
Yfirlit um þessar rannsóknir var flutt á III.
alþjóðaþinginu um frumurannsóknir í Rio de
Janeiro, Brasilíu, í maí 19.-22., 1968.
Seppálá, 196110). Árangurinn hefur verið
talsvert breytilegur. Gerð hefur verið
könnun á árangri magafrumurannsókna i
Bandaríkjunum og Kanada (Ackerman,
1967)1 og samkvæmt henni var greiningar-
nákvæmni að meðaltali um 60-70 af
hundraði, en gat náð 80-90% nákvæmni
með beztu tækni.
Aðferðin er mikilsverð við greiningu
magakrabbameins, og er ásamt röntgen-
greiningu og magaspeglun (gastroscopi)
og síðar magaljósmyndun (gastrocamera)
ein af þrem aðalaðferðum til að greina
krabbamein í maga.11 7 Einkum hefur
frumurannsókn reynst gagnleg við grein-
ingu hluta þeirra illkynja magaæxla, sem
voru torgreind eða ógreinanleg með öðrurn
aðferðum vegna smæðar eða vaxtarsér-
kenna.8 17 18 24 Þessi rannsóknaraðferð hef-
ur einnig orðið til að vekja athygli á viss-
um langvinnum bólgubreytingum í maga-
slímhúð, sem af mörgum vísindamönnum
hafa verið álitnar skapa jarðveg fyrir ill-
kynja ummyndun á magaslímhúðarfrum-
um, eða vera undanfari slíkra breytinga
(Mason (1965),15 Schade1718 oglðl!).
Veena hárrar tíðni magakrabbameins hjá
fslendingum,4 3 9 21 22 þótti áhugavert að
revna þessa greiningaraðferð hérlendis. Fór
annar okkar (Ó. J.) til Newcastle-on-Tyne
í Enelandi haustið 1958 og dvaldist þar um
þriggja mánaða skeið til að kynna sér
frumugreinineu magakrabbameins sérstak-
lega hjá Dr. R. O. K. Schade.
f ársbyrjun 1959 hófust frumurannsókn-
ir á botnfalli magaskolvatns frá sjúkling-
um, sem voru i rannsókn utan og innan
sjúkrahúsa og að stórum meirihluta með
einkenni, sem bentu til sjúkdóms í maga
eða meltingarfærum.
f þessari grein verður gerð grein fyrir
magafrumurannsóknum, sem framkvæmd-
ar voru á tímabilinu 1959-1967.