Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
41
Hjalti Þórarinsson
SKURÐAÐGERÐIR VEGNA MAGA- OG SKEIFUGARNA-
SÁRA Á HANDLÆKNISDEILD LANDSPlTALANS
1931-1965
í þessari grein verður fjallað um allar
skurðaðgerðir, sem framkvæmdar hafa
verið á Handlæknisdeild Landspítalans á
árabilinu 1931-1965, vegna maga- og skeifu-
garnasára.
Eðlilega verður að stikla á stóru, þar
sem efnið er veigamikið og verður ekki
gerður samanburður á árangri hér og ann-
ars staðar. Það verður gert síðar og þá
með því að taka fyrir einstaka aðgerðar-
flokka, t. d. aðgerðir við sprungin sár
(perforatio), aðgerðir við blæðandi sár
(hemorrhagia) svo og valaðgerðir (elec-
tivar aðgerðir) og þeim gerð skil sérstak-
lega.
A þessu 35 ára tímabili voru alls lagðir
inn á deildina 1037 sjúklingar með sjúk-
dómsgreininguna ulcus ventriculi og duo-
deni; 749 karlar og 288 konur og er hlut-
fallið milli karla og kvenna því 2.6:1.
Skurðaðgerðir voru gerðar á 888 sjúkl-
ingum, 85.6% og þar af voru karlar 660
(88.1% og konur 228 (79.2%). Hlutfalls-
lega er því gerð aðgerð á fleiri körlum en
konum af heildarfjöldanum (2.9:1) (tafla
1).
TABLE 1
Admissions, 1931-1965:
1931-1935 .................. 33 patients
1936-1945 .................. 104 —
1946-1955 ..................... 446 —
1956-1965 . . . . „ . . . . . . 454 —
Total 1037
Men 749; Women 288; M.W. 2.6:1.
Surgical Procedures 888 (85.6%), Men 660
(88.1%), Women 228 (79.2%). M.W. 2.9:1.
Erindi flutt á þingi norrænna skurðlækna,
Nordisk Kirurgisk Forenings 35. Kongress í
Reykjavík 1971.
Hundraðstala aðgerða hjá sjúklingum,
sem lagðir eru inn á skurðdeildir, þarf
engan veginn að gefa réttar hugmyndir
um ástæður (indicationes) fjtrir aðgerðum
og því þýðingarlaust að bera þær saman
frá einu sjúkrahúsi til annars.
Enn þann dag i dag eru ekki til einhlítar
reglur um það, hvernig sjúklingar með
magasár flokkast inn á handlæknis- eða
lyflæknisdeildir, ef frá eru taldir sjúkl-
ingar með sprungin sár og er því eðlilega
mishá hlutfallstala þeirra, sem skornir eru
á handlæknisdeildum, miðað við alla, sem
lagðir eru þar inn með sár í maga eða
skeifugörn.
Að sjálfsögðu verður ekki fjallað um
tíðni þessa sjúkdóms, enda engar athug-
anir verið gerðar á því hér á landi ennþá.
I skýrslu Hjartaverndar kemur þó fram,
að 8% þeirra, sem þar hafa verið rann-
sakaðir, hafa fengið greininguna magasár,
einhverntíma á ævinni.
Eins og áður var getið, voru framkvæmd-
ar aðgerðir á 888 sjúklingum á þessu tíma-
TABLE 2
Occupation and Residence:
Labourers, men 163
— women 37
Housewives 224
Farmers 101
Taxi-drivers 50
Industrial workers 142
Sailors 100
Clerks 158
Teachers 16
University graduates 34
Disabled persons 12
Total: 1037
Urban: 81.5%
Rural: 17.5%
Foreigners: 1.0%