Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 69 Þórir Dan Björnsson EITRANIR BARNA ATHUGUN Á 231 SJÚKRASKRÁ BARNA INNLAGÐRA VEGNA EITRANA OG MEINTRA EITRANA Á BARNADEILD LAND- SPÍTALANS Á ÁRUNUM 1957 TIL 1973. Eitrunum barna vegna inntöku lyfja eða annara efna, sem börnin komast í, hefur víðast hvar farið fjölgandi síðustu árin. Þessi aukning virðist einkum haldast í hendur við vaxandi neyzlu lyfja og fjöl- breyttari afurðir efnaiðnaðar í svokölluð- um þróuðum löndum. Unga barnið er því í hættu af sífellt fleiri lyfjum og efnum, sem eru á heimilunum. Sé þessara lyfja og' efna ekki því betur gætt, getur svölun eðli- legrar barnsforvitni leitt til inntöku lyfs eða efnis, sem getur haft alvarlega eitrun i för með sér. Allmargar greinar hafa birzt í erlendum tímaritum um eitranir barna. Hafa þær einkanlega að geyma upplýsingar um fjölda eitrana á tilteknu svæði, hvaða lyf og önnur efni koma þar oftast við sögu, kynskiptingu og aldursdreifingu barnanna. f Bandaríkjunum er áætlað, að árlega látist allt að 500 börn yngri en 5 ára af völdum eitrunar lyfja eða annara efna, og að sá fjöldi sé um 5% af öllum eitrunar- tilfellum barna.12 í Noregi látast árlega að meðaltali 3 börn undir fermingaraldri vegna eitrunar.5 Erlendis er acetylsalicyl-sýra yfirleitt al- gengasta orsök eitrunar barna, eða í um 20-30% allra tilfelia í Bandaríkjunum, Eng- landi, Kanada og Noregi.1 2 3 4 e 10 n 13 Næstalgengust eru lyf eins og svefnlyf og járntöflur. Af efnum á heimilum eru hús- gagnaáburður og terpentína yfirleitt al- gengustu orsakimar. Auk þess valda skor- dýraeitur og eitraðar plöntur alloft eitrun- um barna í ýmsum löndum. Höfundur er nú styrkþegi frá Merck Company Foundation sem Postdoctorai Fellow in Clinical Pharmacology. — Núverandi aðsetur: Division of Clinical Pharmacology, TC 110, Department of Medicine, Stanford University Medical Center, Stanford, California 94305. Hlutfallsfjöldi hinna einstöku lyfja og annara efna sem orsök eitrunar er annars allmismunandi frá einu landi til annars, og jafnvel innan sama lands. Greinarhöfundi er ekki kunnugt um, að athugun hafi fyrr verið gerð hérlendis á eitrunum barna. Nið- urstöður slíkra athugana eru þó ein höfuð- forsenda þess, að unnt sé að beita mark- vissari varúðarráðstöfunum og veita ár- angursríkari fræðslu en ella. Markmið þessarar athugunar er því fyrst og fremst að draga fram ýmsar þær upp- lýsingar, er mættu verða til þess að varpa skýrar ljósi á ýmsa þætti þessa vandamáls, sem að svo miklum hluta er fyrirbyggjan- legt. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Til úrvinnslu voru teknar sjúkraskrár allra barna, sem lögð höfðu verið inn á Barnaspítala Hringsins, Landspítalanum, vegna eitrunar eða meintrar eitrunar af völdum inntöku lyfs eða annars efnis á ár- unum 1957 til 1973, að báðum árum með- töldum. Útskriftargreiningarnar voru einkum ein af brem eftirtöldum: intoxicatio, venefic- ium eða observatio. Þau börn, er hlotið höfðu einkenni eitrunar. fengu greininguna intoxicatio eða veneficium, og nafn við- komandi lvfs pða efnis fylgdi þá einatt á eftir. Hlvtu börnin hins vegar engin ein- kenni, fengu bau greininguna intoxicatio obs. pro. veneficium obs. pro eða observatio sine indicatione therapiae. Tilfellin reyndust alls 231. Eftirtaldar upplýsingar úr sjúkraskrá hvers barns voru skráðar á gataspjald til þess að auð- velda úrvinnslu: 1) kyn, 2) aldur í árum og mánuðum, 3) staðsetning við inntöku lyfs eða efnis, 4) tímasetning við inntöku, 5) hvert lyfið eða efnið var, 6) fyrir hvern
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.