Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1975, Side 11

Læknablaðið - 01.08.1975, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 45 TABLE8 Barium meal examination: No of pts. Per cent Men Per cent Women Per cent X-ray normal 19 2.1% 11 1.7% 8 3.2% Niche 594 65.5% 434 66.1% 160 64.0% Deformity 189 20.8% 139 21.1% 50 20.0% More than one niche 20 2.2% 14 2.1% 6 2.4% Retention 85 9.4% 59 9.0% 26 10.4% 907 100 % 657 100 % 250 100 % Cancer suspicion 7.4 per cent. (anæmi), 22% karla (_L_ 10.5 g%) en 35% kvenna (-L_10 g%). Það var ranr.- sakað fyrir duldu (occult) blóði í feces hjá 60% sjúklinganna. Það var jákvætt hjá 61%, jafnt körlum sem konum. Hjá báðum kynjum var Benzidinprófið oftar jákvætt við ulcus ventriculi heldur en ulcus duo- deni. Leit að illkynja frumum (Cytologisk rannsókn) var gerð hjá 64 sjúklingum — eða 6.2% á árunum 1959-1965, þegar grun- ur var um cancer. Magaspeglun (Gastro- camera rannsókn) var aðeins gerð hjá ein- um sjúklingi á þessu tímabili. Nú síðustu árin er þessi rannsókn alloft gerð. Um diagnosuna ætla ég ekki að fjölyrða. Sjúkdómsgreiningin var rétt í 93% tilfellna fyrir aðgerð, hjá 94% af körlum og 89.6% hjá konum. Röng eða vafasöm er því grein- ingin hjá 7% og er þá miklu oftar um ulcus ventriculi að ræða eða þrisvar sinn- um oftar hjá körlum og sjö sinnum oftar hjá konum. Hjá 6% þeirra sjúklinga, sem voru oper- eraðir vegna perforationar var greiningin röng fyrir aðgerð (6 sjúklingar). Fjórir voru álitnir hafa bráða botnlangabólgu (appendicitis acuta), einn bráða gallblöðru- bólgu (cholecystitis acuta) og hjá einum var álitið að um væri að ræða belgæxli frá eggjastokk, sem hefði snúizt um stilk- inn (Cystis ovarii torquata). Þegar um var að ræða vafasama eða ranga sjúkdómsgreiningu hjá þeim, sem voru teknir til aðgerðar eftir nákvæma rannsókn og án þess að um bráða aðgerð væri að ræða, (voru opereraðir electivt), var oftast grunur um krabbamein (cancer). Grunur um krabbamein á röntgenmyndum var hjá 56 sjúklingum, þ. e. a. s. 6.2% þeirra, sem voru röntgenmyndaðir (5.5% karlar og 8% konur) eða 7.4% þeirra, sem voru teknir til aðgerðar, að lokinni full- kominni rannsókn og án þess að um bráða aðgerð (emergency surgery) væri að ræða. Röntgenmyndataka er auðvitað aðalgrein- ingaraðferðin. Tafla 8 sýnir árangur röntgenmaga- myndatöku hjá 907 sjúklingum af 1037 alls. 99 sjúklingar með sprungin sár (per- foratio ventriculi) voru ekki myndaðir. Heldur ekki þeir, sem voru teknir í bráða aðgerð (emergency operation), vegna blæðingar og ennfremur nokkrir sjúkling- ar, sem voru teknir til aðgerðar vegna annara sjúkdómsgreininga. Röntgenmynd af maga var talin eðlileg hjá 1.7% karla og 3.2% kvenna. Sárhola (Nische) sást hjá 66% karla og 64% kvenna. Deformatio sást hjá 21% karla og 20% kvenna. Þar var oftast um að ræða ulcus duodeni, en þó var stundum sár magameg- in við neðra magaop (pylorus). Tafla 9 sýnir ástæður (indicationes) fyr- ir „elective“ aðgerðum hjá 760 sjúklingum. Forhert einkenni (Intractability) er auð- vitað lang algengasta aðgerðarástæðan og þar næst tæmingartregða (retentio), sem er algengari eftir röntgenmyndum heldur en ætla mætti eftir sjúkrasögu og almennri rannsókn (kliniskt). Hjá 4.8% er aðgerðai-- ástæðan meiri háttar blæðing, án þess að um skyndiaðgerð (acute aðgerð) sé að ræða. 4 sjúklingar dóu úr blæðingu, áður en unnt var að grípa til aðgerðar. Hjá mörgum sjúklinganna eru tvær eða fleiri af þessum aðgerðarástæðum fyrir hendi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.