Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐiÐ 71 TAFLA II. Staðsetning við inntöku lyfs eða annars efnis, sem leiddi til innlagnar vegna eitrunar eða meintrar eitrunar. Fjöldi Heima 198(85,7%) Heiman, alls 33(14,3%) með foreldri í öðru húsi 10 við leik úti 10 hjá ömmu og/eða afa 6 hjá öðru skyldfólki 2 í gæzlu 3 á ferðalagi með foreldrum 2 voru systkini í sjö tilvikum. í einu tilviki voru þrjú börn innlögð saman. Kynskipting Drengir voru talsvert oftar innlagðir vegna eitrana og meintra eitrana af völd- um inntöku lyfs eða annars efnis heldur en stúlkur. Drengir voru alls 137 (59,3%), en stúlkur 94 (40,7%). Aldursdreifing Oftast voru börn á öðru aldursári inn- lögð vegna eitrana eða meintra eitrana, eða alls 108 (46,8%). Sjá mynd 1. Næstflest voru börn á þriðja aldursári, eða 64 (27,7%). Innlagnir barna á öðru og þriðja aldursári voru því alls 172 (74.5%), eða þrír fjórðu hlutar innlagnanna. Ennfremur kemur í ljós, að dreifingin á þriðja aldurs- ári var ekki jöfn, þar sem 40 börn voru á aldrinum 2%2 til 23/i2 ára, en 24 börn á aldrinum 26/i2 til 2nÁ2 ára. Innlagnir barna á aldrinum 1 árs til 2rÁ2 ára voru því alls 148 (64,1%), eða um tveir þriðju hlutar innlagnanna. Innlagnir barna yngri en 5 ára voru alls 217 (94,0%). Á fyrsta aldursári voru 15 börn. Það yngsta var á fyrsta mánuði. Athyglisvert er, að aðeins 5 innlagnir barna á fyrsta ári voru vegna inntöku að eigin frumkvæði barnanna, og það yngsta þeirra var 8 mán- aða gamalt. Á fyrstu fjórum aldursmán- uðunum voru 6 börn. Ýmist var þar um að ræða innlagnir vegna gjafar lyfs eða annars efnis af vangá, samkvæmt fyrir- mælum læknis, gefið af óvita eða lyf, sem bárust með brjóstamjólk. Staðsetning Upplýsingar um, hvar börnin voru stödd, þegar þau tóku inn það lyf eða efni, sem leiddi til innlagnar, eru dregnar saman í töflu II. Langoftast voru börnin stödd í heimahúsum, eða alls 198 börn (85,7%). Utan heimilis síns voru stödd 33 börn (14,3%). Þar af voru tæpir tveir þriðju hlutar þeirra annaðhvort með foreldri í öðru húsi eða við leik úti. Tíu börn höfðu verið með foreldri í öðru húsi, og helming- ur þeirra komst í töflur. Af þeim 10 börn- um, sem höfðu verið við leik úti, var helm- ingur innlagður vegna einkenna frá, garð- úðunarefnum. Sex börn höfðu verið hjá afa og/eða ömmu, og af þeim höfðu 4 tek- ið inn töflur. Fimm höfðu verið hjá öðru skyldfólki eða í gæzlu, og 3 þeirra höfðu tekið inn töflur. Tvö börn höfðu verið á ferðalagi með foreldrum sínum. Annað þeirra komst í töflur, en hitt drakk stein- olíu. Tímasetning Tímasetning við inntöku var skráð eftir mánuðum, vikudögum og eftir klukku- stundum á sólarhring. Dreifing heildar- fjölda innlagna var síðan athuguð fyrir hvern þessara þátta. Eftir mán.uðum: Fjöldi innlagna dreifð- ist yfirleitt nokkuð jafnt á einstaka mán- uði. Fæstar innlagnir revndust í júní, eða 11 innlagnir, en flestar í október, eða 28 mnlagnir. í maí og júlí voru 27 innlagnir. I öðrum mánuðum voru 14-19 innlagnir. Þá kom í ljós, að hlutfallsfjöldi innlagna í hverjum mánuði var alloft verulega ólík- ur frá ári til árs. Eftir vikudögum: Fæstar innlagnir reyndust á miðvikudögum, eða 24 innlagn- ir, en flestar á sunnudögum, eða 38 inn- lagnir. Á þriðjudögum og föstudögum voru 37 innlagnir, en á öðrum vikudögum 27-35 innlagnir. (Nákvæma dagsetningu vantaði hjá 4 tilfellum. Tvö þeirra voru innlögð vegna einkenna frá garðúðunarefnum. eitt vegna ofskömmtunar ofnæmislvfs (anti- histaminica), en dagsetningu skorti hjá einu). Eftir klukkusfundum á sólarhring: Á mvnd 2 sést dreifing tímasetninga á sólar- hring við inntöku lyfs eða annars efnis, þar sem orsök inntöku var eigið frumkvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.