Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 48
66
LÆKNABLAÐIÐ
inga, en þær byggingaframkvæmdir hafa nær
stöðvast vegna fjárskorts.
Bygging sú, sem verið hefur í gangi við
Vífilsstaðaspítala er nú fullgerð og tekur til
starfa á þessu hausti. í því sambandi má
geta þess að ákveðið hefur verið að sam-
eina málefni áfengissjúklinga undir eitt yfir-
læknisstarf og mun hann hafa starfsaðstöðu
fyrir sig og starfslið sitt á Kleppsspítaia, á
Flókadeild, á Vífilsstaðaspítala og í Gunnars-
holti. Með þessari samræmingu er í raun
ætlast til að starf vegna drykkjusjúklinga
komist í ákveðnari og öruggari farveg en ver-
ið hefur til þessa.
Fá er augljóst að mjög veruleg verkefni
vegna áfengissjúklinga eru enn óleyst og
ber því brýna nauðsyn til þess að framlög
til Gæsluvistarsjóðs verði aukin verulega.
VII. MÁLEFNI VANGEFINNA
Um árabil hefur uppbygging stofnana fyrir
vangefna verið leyst með fjárframlögum úr
Styrktarsjóði vangefinna, sem er á vegum
félagsmálaráðuneytisins.
Samkvæmt gildandi lögum munu framlög
tii Styrktarsjóðs vangefinna eiga að falla nið-
ur á næsta ári og þarf því á haustþingi og
fyrir gerð fjárlaga að taka afstöðu til þess
hvernig með þessi mál verður farið í fram
tíðinni.
Á árinu 1973 var samþykkt þingsályktunar-
tillaga þar sem ríkisstjórninni var falið að
kanna þörf fyrir stofnanir fyrir vangefna á
landinu í heild og sérstaklega hvort ekki
væri eðlilegt að slíkar stofnanir væru byggö-
ar víðar en í Reykjavík og Akureyri.
Niðurstöður þessarar könnunar voru gefn-
ar út á árinu af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu og kom þar í Ijós, að hlut-
fallslega meiri fjöldi vangefinna var á
ákveðnum svæðum á landinu en vænta mátti.
I samræmi við þessa könnun og
þá reynslu, sem fengist hefur með
rekstri heimilis fyrir vangefna að Sólborg
á Akureyri, var tekin ákvörðun um það á
árinu af félagsmálaráðherra, að veita fé til
stækkunar heimilisins að Sólborg, svo og
að veita fé til hönnunar nýs hælis fyrir van-
gefna á Austurlandi.
Að öðru leyti hefur fé úr Styrktarsjóði van-
gefinna gengið til uppbyggingar hælisins í
Kópavogi svo og til byggingar starfsmanna-
bústaðar í Tjaldanesi og uppbyggingu hæl-
anna í Skálatúni og á Sólheimum.
Þá hefur einnig runnið styrkur til dag-
vistunarstofnana.
Eins og stendur er verulegur skortur á
vistunarrými fyrir vangefna og því mjög nauð-
synlegt að halda áfram á þeirri braut, sem
lögð var, er ákveðið var að Styrktarsjóður
vangefinna hefði fastan fjáröflunarstofn.
VIII. MENNTUNARMÁL HEILBRIGÐIS-
STÉTTA
Svo sem kunnugt er heyra menntunarmál
nokkurra heilbriðisstétta undir heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið, svo sem mennt-
un Ijósmæðra, sjúkraliða, röntgentækna,
lyfjatækna og þroskaþjálfa.
Menntunarmál þessara stétta eru í allföst-
um skorðum. Þó eru nú umræður um breyt-
ingar á fyrirkomulagi menntunar Ijósmæðra
og ákveðið hefur verið að breyta menntun
sjúkraliða þannig, að áður fór hún fram í
ákveðnum sjúkrahúsum, en á þessu hausti
tekur til starfa Sjúkraliðaskóli Islands, sem
annast bóklegt nám fyrir sjúkraliða almennt,
en verklegt nám fer fram á sjúkrahúsum í
Reykjavík og nágrenni og er full samstaða
milli sjúkrahúsanna og ráðuneytisins um
þetta nýja fyrirkomulag.
Gert er ráð fyrir því, að eins og áður verði
um eins árs nám að ræða og því er gert
ráð lyrir, að þrír 50-60 manna hópar geti út-
skrifast úr skólanum á ári hverju.
Ekki er óeðlilegt að umræður komi upp um
það með hverjum hætti og hvar menntun
heilbrigðisstétta skuli í framtíðinni fara fram.
Eðlilegast er, að annað hvort heyri öll mennt-
un heilbrigðisstétta undir heilbrigðis- og
tfyggingamálaráðuneytið eða að skólar þess-
ara stétta flytjist í umsjá menntamálaráðu-
neytis og yrði það þá samfara því, að aðrir
sérskólar, sem heyra undir sérstök ráðu-
neyti, flytjist þangað einnig.
IX. ALÞJÓÐASAMVINNA OG SAMVINNA
VIÐ NORÐURLÖND
Eins og undanfarin ár hefur verið reynt
að halda tengsl við Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unina, bæði við höfuðstöðvarnar í Genf og
svæðaskrifstofuna í Kaupmannahöfn.
Fing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
í Genf var sótt að venju, en svæðamótið,