Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 72
76
LÆKNABLAÐIÐ
ríkjunum, Englandi, Kanada og Nor-
egi.1 23 4 0101113 í þessum löndum og fleiri
eru á markaði ýmsar litaðar, húðaðar töfl-
ur með acetylsalicyl-sýru, sumar ætlaðar
börnum, en aðrar fullorðnum. Hérlendis
eru ekki til aðrar húðaðar acetylsalicyl-
sýru töflur en svokallaðar húðaðar aspirín
töflur, en þær eru hvítar að lit og einkan-
lega ætlaðar gigtarsjúklingum. Þá er það
skoðun greinarhöfundar, að acetylsalicyl-
sýra sé mun sjaldnar gefin börnum hér-
lendis en tíðkast víða erlendis. Bæði þessi
atriði, þ. e. að litaðar acetylsalicyl-sýru
töflur eru ekki á markaði hérlendis og að
acetylsalicyl-sýra er mun sjaldnar gefin
börnum hér, virðast þannig hafa stuðlað að
mjög fáum tilfellum eitrunar af völdum
þessa lyfs. í sambandi við hlutfallsdreif-
ingu inntekinna lyfja má varpa fram þeirri
spurningu, að hve miklu leyti hún spegii
lyfjaneyzlu á heimilum barnanna.
Efni á heimilum voru inntekin í 40,7%
tilvika og önnur efnasambönd í 13,0% til-
vika. Terpentína og húsgagnaáburður voru
61,7% af efnum á heimilum, en garðúðun-
arefni, meindýra- og skordýraeitur voru
30,0% af öðrum efnasamböndum.
Orsök inntöku reyndist í 91,8% tilvik-
anna vera eigið frumkvæði barnsins. Þetta
er mjög svipað hlutfall og í Osló, en þar
var það 88,5%.3 Eftirtektarvert er, að þar
sem orsök inntöku var önnur en eigið
frumkvæði, hlutu 63,1% einkenni eitrunar.
Þetta er miklum mun hærra hlutfall en hjá
þeim börnum þar sem inntaka var að eigin
frumkvæði.
Eitrunareinkenni hlutu alls 38,1% þeirra
barna, sem innlögð voru vegna inntöku
lyfja eða annara efna. Af þeim hlutu
67,1% eitrunareinkenni af lyfjum, 22,7%
einkenni af efnum á heimilum og 10,2%
einkenni eitrunar af öðrum efnasambönd-
um. Ekkert dauðsfall varð, en tvö börn
bera ævilangt menjar inntöku etsandi efnis.
Eitranir barna vegna inntöku lyfja eða
annara efna eru að verulegu leyti fyrir-
byggjanlegar. Ekki er vafi á, að hægt hefði
verið að koma í veg fyrir flestar þær inn-
tökur, sem leiddu til innlagna vegna eitr-
ana eða meintra eitrana, ef fyllstu varúðar
hefði verið gætt í sambandi við geymslu
lyfja og annara efna á heimilunum. Lyf og
önnur hættuleg efni á heimilum ættu að
vera geymd á öruggum stöðum, þar sem
börn ná ekki til, helzt læstum. Fleiri þurfa
að leggja hönd á plóginn. Öll lyf ættu að
vera útlátin í þannig ílátum eða umbúðúm,
að börn komist ekki í innihaldið, hvort
heldur sem notaðir eru tappar á glös, sem
börn geta ekki skrúfað af, þynnupakkanir
eða önnur ráð. Öll hættuleg efni til notk-
unar á heimilum ættu að vera með að-
vörunarletri á. Ennfremur er þörf aukinn-
ar fræðslu og öflugri áróðurs í fjölmiðlum.
Aðeins með slíkum margháttuðum varúðar-
ráðstöfunum er hægt að vænta verulegs
árangurs við fyrirbyggingu eitrana barna
vegna inntöku lyfja eða annara efna.
Þakkarorð: Höfundur er þakklátur pró-
fessor Kristbirni Tryggvasyni, þáverandi
yfirlækni á Barnadeild Landspítalans, fyr-
ir margvíslegar ráðleggingar og ábending-
ar við tilurð þessarar greinar.
TILVITNANIR
1. Deeths, T. M., Breeden, J. T. Poisoning in
children — a statistical study of 1057 cases.
■J. Pediatr. 78:299-305. 1971.
2. Goldstein, A., Aronow, L., Kalman, S. M.
Principles of drug action. The basis of
pharmacology. 2. útg. (1974). John Wiley
& Sons, bls. 357-358.
3. Halvorsen, Karen, Kiil, Ragnhild. Forgift-
ninger hos barn. T. norske Lægeforen. 88:
1934-1936. 1968.
4. Heddy, J. A. Accidents in childhood: A re-
port on 17141 accidents. Canad. Med. Ass. J.
91:675-680. 1964.
5. Helsestatistikk 1965. Statistisk Sentralbyrá.
Oslo 1967, bls. 73.
6. Jackson, R. H., Walker, J. H., Wynne, N. A.
Circumstances of accidental poisoning in
childhood. Brit. Med. J. 4:245-248. 1968.
7. Jacobziner, H. Poisoning in childhood.
Advances Pediatr. 14:55-89. 1966.
8. Jacobziner, H. Accidental poisoning in chil-
dren. Med. Times 94:221. 1966.
9. Nouhen-Lang, Monika. Vergiftungsunfálle
im Kindesalter. Ann. Pediatr. (Basel) 202:
379-397. 1964.
10. Sweetman, W. P. Accidental poisoning in
children. Brit. Med. J. 2:1199-1200. 1964.
11. Verhulst, H. L., Crotty, J. Survey of pro-
ducts most frequently named in ingestion
accidents in 1965. J. Clin. Pharmacol. 7:9.
1965.
12. Verhulst, H. L. Poisoning report data for
children under five years of age. National
Clearinghouse for Poison Information Bul-
letin, Sept.-Oct. 1964.
13. Wigglesworth, R., Williams, B. T. Acci-
dental poisoning in children. Brit. Med. J.
2:514. 1968.