Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 72
76 LÆKNABLAÐIÐ ríkjunum, Englandi, Kanada og Nor- egi.1 23 4 0101113 í þessum löndum og fleiri eru á markaði ýmsar litaðar, húðaðar töfl- ur með acetylsalicyl-sýru, sumar ætlaðar börnum, en aðrar fullorðnum. Hérlendis eru ekki til aðrar húðaðar acetylsalicyl- sýru töflur en svokallaðar húðaðar aspirín töflur, en þær eru hvítar að lit og einkan- lega ætlaðar gigtarsjúklingum. Þá er það skoðun greinarhöfundar, að acetylsalicyl- sýra sé mun sjaldnar gefin börnum hér- lendis en tíðkast víða erlendis. Bæði þessi atriði, þ. e. að litaðar acetylsalicyl-sýru töflur eru ekki á markaði hérlendis og að acetylsalicyl-sýra er mun sjaldnar gefin börnum hér, virðast þannig hafa stuðlað að mjög fáum tilfellum eitrunar af völdum þessa lyfs. í sambandi við hlutfallsdreif- ingu inntekinna lyfja má varpa fram þeirri spurningu, að hve miklu leyti hún spegii lyfjaneyzlu á heimilum barnanna. Efni á heimilum voru inntekin í 40,7% tilvika og önnur efnasambönd í 13,0% til- vika. Terpentína og húsgagnaáburður voru 61,7% af efnum á heimilum, en garðúðun- arefni, meindýra- og skordýraeitur voru 30,0% af öðrum efnasamböndum. Orsök inntöku reyndist í 91,8% tilvik- anna vera eigið frumkvæði barnsins. Þetta er mjög svipað hlutfall og í Osló, en þar var það 88,5%.3 Eftirtektarvert er, að þar sem orsök inntöku var önnur en eigið frumkvæði, hlutu 63,1% einkenni eitrunar. Þetta er miklum mun hærra hlutfall en hjá þeim börnum þar sem inntaka var að eigin frumkvæði. Eitrunareinkenni hlutu alls 38,1% þeirra barna, sem innlögð voru vegna inntöku lyfja eða annara efna. Af þeim hlutu 67,1% eitrunareinkenni af lyfjum, 22,7% einkenni af efnum á heimilum og 10,2% einkenni eitrunar af öðrum efnasambönd- um. Ekkert dauðsfall varð, en tvö börn bera ævilangt menjar inntöku etsandi efnis. Eitranir barna vegna inntöku lyfja eða annara efna eru að verulegu leyti fyrir- byggjanlegar. Ekki er vafi á, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir flestar þær inn- tökur, sem leiddu til innlagna vegna eitr- ana eða meintra eitrana, ef fyllstu varúðar hefði verið gætt í sambandi við geymslu lyfja og annara efna á heimilunum. Lyf og önnur hættuleg efni á heimilum ættu að vera geymd á öruggum stöðum, þar sem börn ná ekki til, helzt læstum. Fleiri þurfa að leggja hönd á plóginn. Öll lyf ættu að vera útlátin í þannig ílátum eða umbúðúm, að börn komist ekki í innihaldið, hvort heldur sem notaðir eru tappar á glös, sem börn geta ekki skrúfað af, þynnupakkanir eða önnur ráð. Öll hættuleg efni til notk- unar á heimilum ættu að vera með að- vörunarletri á. Ennfremur er þörf aukinn- ar fræðslu og öflugri áróðurs í fjölmiðlum. Aðeins með slíkum margháttuðum varúðar- ráðstöfunum er hægt að vænta verulegs árangurs við fyrirbyggingu eitrana barna vegna inntöku lyfja eða annara efna. Þakkarorð: Höfundur er þakklátur pró- fessor Kristbirni Tryggvasyni, þáverandi yfirlækni á Barnadeild Landspítalans, fyr- ir margvíslegar ráðleggingar og ábending- ar við tilurð þessarar greinar. TILVITNANIR 1. Deeths, T. M., Breeden, J. T. Poisoning in children — a statistical study of 1057 cases. ■J. Pediatr. 78:299-305. 1971. 2. Goldstein, A., Aronow, L., Kalman, S. M. Principles of drug action. The basis of pharmacology. 2. útg. (1974). John Wiley & Sons, bls. 357-358. 3. Halvorsen, Karen, Kiil, Ragnhild. Forgift- ninger hos barn. T. norske Lægeforen. 88: 1934-1936. 1968. 4. Heddy, J. A. Accidents in childhood: A re- port on 17141 accidents. Canad. Med. Ass. J. 91:675-680. 1964. 5. Helsestatistikk 1965. Statistisk Sentralbyrá. Oslo 1967, bls. 73. 6. Jackson, R. H., Walker, J. H., Wynne, N. A. Circumstances of accidental poisoning in childhood. Brit. Med. J. 4:245-248. 1968. 7. Jacobziner, H. Poisoning in childhood. Advances Pediatr. 14:55-89. 1966. 8. Jacobziner, H. Accidental poisoning in chil- dren. Med. Times 94:221. 1966. 9. Nouhen-Lang, Monika. Vergiftungsunfálle im Kindesalter. Ann. Pediatr. (Basel) 202: 379-397. 1964. 10. Sweetman, W. P. Accidental poisoning in children. Brit. Med. J. 2:1199-1200. 1964. 11. Verhulst, H. L., Crotty, J. Survey of pro- ducts most frequently named in ingestion accidents in 1965. J. Clin. Pharmacol. 7:9. 1965. 12. Verhulst, H. L. Poisoning report data for children under five years of age. National Clearinghouse for Poison Information Bul- letin, Sept.-Oct. 1964. 13. Wigglesworth, R., Williams, B. T. Acci- dental poisoning in children. Brit. Med. J. 2:514. 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.