Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ
73
TAFLA IV. Sundurgreint fyrir hvern lyfin
voru, sem börnin tóku inn að eigin frum-
kvæði.
Lyf fyrir hvern Fjöldi
Barnið sjálft 8 (8,2%)
Móður 20
Föður Annað eða hvor- 7 (34,7%)
tveggja foreldri Lyf geymd á heimil- 7
inu, en ótilgreint fyrir hvern 32 (32,7%)
Ömmu Afa 10 5 (15,3%)
Annan tiltekinn 9 (9,2%)
Efni á heimilum voru í alls 94 tilvikum
(40,7%). Þar af voru terpentína og hús-
gagnaáburður í 58 tilvikum, eða 61,7% af
efnum á heimilum.
Önnur efnasambönd voru í alls 30 til-
vikum (13,0%). Þar af voru garðúðunar-
efni, meindýra- og skordýraeitur í 9 tilvik-
um, eða 30,0% af öðrum efnasamböndum.
I töflu IV er sundurgreint fyrir hvern
lyfin voru, sem börnin tóku inn að eigin
frumkvæði. Af alls 107 tilvikum lyfjainn-
töku voru 98 að eigin frumkvæði. Lyfin
voru fyrir barnið sjálft í 8 tilvikum
(8,2%). í alls 34 tilvikum (34,7%) voru
lyfin sögð fyrir annaðhvort eða hvor-
tveggja foreldri, og í 32 tilvikum (32,7%)
til viðbótar voru lyfin geymd á heimilinu,
en ótilgreint fyrir hvern. Þannig voru lyf-
in fyrir foreldra eða einhvern annan á
heimilinu, en barnið sjálft í samtals 66 til-
vikum (67,3%). í samtals 15 tilvikum
(15,3%) voru lyfin hins vegar fyrir afa eða
ömmu.
Athyglisvert er, að svo virðist sem
drengir hafi meiri tilhneigingu til þess að
taka inn efni á heimilum eða önnur efna-
sambönd en stúlkur, en þar voru drengir
í 65,3% tilvika, en stúlkur í 34,7% tilvika.
Hins vegar var sáralítill munur milli kynja
m. t. t. inntöku lyfja, en þar voru drengir
í 52,3% tilvika, en stúlkur í 47,7% tilvika.
Orsakir inntöku
Eigið frumkvæði barnsins var orsök inn-
töku lyfs eða annars efnis í yfirgnæfandi
TAFLA V. Orsakir inntöku lyfs eða annars
efnis.
Orsök inntöku Fjöldi
Eigið frumkvæði 212(91,8%)
Gefið af vangá 6 (2,6%)
Gefið af óvita 5 (2,2%)
Garðúðun 5 (2,2%)
Gefið skv. fyrir- mælum læknis 2
Um brjóstamjólk 1
fjölda tilvika, eða í 212 tilvikum (91,8%).
Þar af voru lyf í 98 tilvikum, en efni á
heimilum og önnur efnasambönd í 114 tií-
vikum. Sjá töflu V.
í 6 tilvikum (2,6%) voru lyf eða önnur
efni gefin af vangá. Einu barni hafði verið
gefin ediksýra í stað þorskalýsis, öðru bór-
vatnsupplausn í pela í misgripum fyrir
sykurvatn. Tvö dæmi voru um ranga stíla
í stað fenemal stíla. Einu kornabarni voru
gefnir alltof margir dropar af nefdropum,
öðru mercurochrome upplausn í stað róandi
mixtúru. f öllum þessum tilvikum hlutu
börnin einkenni eitrunar, nema í því síðast
talda.
f 5 tilvikum (2,2%) voru lyf eða önnur
efni gefin af óvitum, í fjögur skipti af eldri
systur, en í eitt skipti af eldri bróður. Efn-
in, sem óvitarnir gáfu, voru vítissódi,
flugnaeitur, húsgagnaolía, svefnlyf og lyf
við migraine.
Garðúðun með skordýraeitri var orsök
innlagnar í 5 tilvikum (2,2%). Reyndar er
þar varla um að ræða inntöku í venjuleg-
um skilningi, þótt sum börnin hefðu verið
að borða hundasúrur eða rabarbara, sem
nýbúið var að úða á. f 2 tilvikum voru lyf
gefin í of stórum skömmtum, samkvæmt
fyrirmælum læknis. Bæði börnin hlutu ein-
kenni eitrunar, annað af acetylsalicyl-sýru,
hitt af antihistaminica töflum. f eitt skipti
var orsök eitrunareinkenna lyf, sem bárust
barninu um brjóstamjólk. Barnið var á 1.
mánuði, en daginn, sem einkenna barnsins
varð vart, hafði móðirin tekið nokkrar
codifen töflur, opíum dropa, fenemal mix-
túru og bróm mixtúru. (Þetta var árið
1958).
Hvaðan innlögð
Langflest barnanna voru innlögð frá