Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.08.1975, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 65 leiðendum hérlendis til kynningar á ákvæð- um staðlanna. 2. Eftirlit með innflutningi og heildsölu lyfja Eftirlit þetta var sett á að fullu í október 1974 í samræmi við ákvæði 9. gr. reglu- gerðarinnar. Innflytjendum lyfja er gert skylt að afla sér áritunar lyfjaeftirlitsins áður en til tollafgreiðslu kemur. í maímánuði sl. voru tollar felldir niður af sérlyfjum. 3. Eftirlit með lyfjadreifingu á sjúkrahúsum Hinn 1. júlí 1974 tók gildi reglugerð um geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum og öðrum stofnunum, sem hafa lyf undir hönd- um. Með þeirri reglugerð eru settar allýtar- legar reglur um skipulag lyfjadreifingar inn- an sjúkrahúsa og eftirlit með henni. Lög um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og reglugerð um sölu og meðferð ávana- og fikniefna nr. 390/1974 Með þessari löggjöf og reglugerð voru settar ýtarlegar reglur um ávana- og fíkni- efni, er samræmast ákvæðum alþjóðasamn- inga. Að undirlagi Sameinuðu þjóðanna hefur sífellt verið unnið að endurbótum á eldri samningum. Með lögunum frá 1974 var ríkisstjórn ís- lands gefin heimild til að gerast aðili að slíkum alþjóðasamningum. Þetta var gert í desember 1974 og tóku Single Convention on Narcotic Drugs 1961 og Convention on Psychotropic Substances 1971 gildi í janúar- lok 1975 að því er ísland varðaði. Áður hafði í reynd verið farið eftir þeim tilmælum, sem fólgin eru í þessum samningum, þannig að ekki er um nýtt verkefni að ræða. Hins vegar er sífellt verið að auka við lista yfir efni, sem talin eru þurfa eftirlits með og skapar það að sjálfsögðu aukið álag. Lyfjaverðlagsnefnd sbr. 28. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 hefur starfað á svipaðan hátt og áður. Nefndinni hefur verið falið að vera um- sagnaraðili um innkaupsverð sérlyfja. Lyfjaskrárnefnd sbr. 2. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 og eiturefnanefnd sbr. 2. gr. laga um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968 hafa starfað á svipaðan hátt og áður. Starfandi er nefnd, sem fjalla á um endur- skoðun nokkurra kafla lyfsölulaga. Nefndin hefur skilað áfangaskýrslu. Starfandi er samstarfsnefnd ráðuneytis, fagfélaga og lyfjainnflytjenda um útgáfu lyfjahandbókar. Nefndin hefur ekki lokið störfum. í undirbúningi er setning reglugerðar um eftirlit með eiturefnum og hættulegum efn- um. Með reglugerð þessari yrði verkaskipt- ing einstakra stofnana ákveðin. Stofnanir þessar eru lyfjaeftirlit ríkisins, heilbrigðis- eftirlit ríkisins, öryggiseftirlit ríkisins, eitur- efnanefnd, embættislæknar og lögreglustjór- ar. í undirbúningi eru reglur um takmörkun á ávísun amphetamins og skyldra örvandi lyfja. Drög að slíkum reglum munu verða send landlækni og Læknafélagi íslands til umsagnar. Alþjóðlegt samstarf Frá og með 1. janúar 1975 tók til starfa norræna lyfjanefndin, sem rekin er af nor- rænu ráðherranefndinni. Fulltrúar íslands eru þeir Almar Grímsson, deildarstjóri, og Árni Kristinsson, læknir. Hafa þeir lagt áherslu á að nefndin fjalli sérstaklega um samnor- ræna skráningu lyfja, sem er mikið hags- munamál fyrir Island. Norræna lyfjaskrárnefndin verður lögð nið- ur um næstu áramót samkv. ákvörðun ráð- herranefndarinnar. ísland hefur ásamt hin- um Norðurlandaþjóðunum gerst aðili að Evrópsku lyfjaskránni, sem rekin er af Evrópuráðinu. VI. GÆSLUVISTARSJÓÐUR Svo sem kunnugt er, þá er gert ráð fyrir þv( að fé úr Gæsluvistarsjóði sé varið til byggingaframkvæmda vegna stofnana fyrir áfengissjúklinga og meðferðarstofnana til fyrirbyggingar áfengissýki. Á þessu ári var miklu minna fé ákveðið til Gæsluvistarsjóðs en ráðuneytið hafði gert ráð fyrir og rökstutt að þyrfti til þess að framkvæmdir gætu haldið áfram í þessum málaflokki. Afleiðingin hefur orðið sú, að engar framkvæmdir hafa getað orðið við gæsluvistarhælið í Gunnarsholti. Sömu sögu er að segja frá hælinu í Víði- nesi. Þar hefur verið fyrirhugað að byggja upp dvalarheimili fyrir aldraða drykkjusjúkl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.