Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1975, Page 67

Læknablaðið - 01.08.1975, Page 67
LÆKNABLAÐiÐ 71 TAFLA II. Staðsetning við inntöku lyfs eða annars efnis, sem leiddi til innlagnar vegna eitrunar eða meintrar eitrunar. Fjöldi Heima 198(85,7%) Heiman, alls 33(14,3%) með foreldri í öðru húsi 10 við leik úti 10 hjá ömmu og/eða afa 6 hjá öðru skyldfólki 2 í gæzlu 3 á ferðalagi með foreldrum 2 voru systkini í sjö tilvikum. í einu tilviki voru þrjú börn innlögð saman. Kynskipting Drengir voru talsvert oftar innlagðir vegna eitrana og meintra eitrana af völd- um inntöku lyfs eða annars efnis heldur en stúlkur. Drengir voru alls 137 (59,3%), en stúlkur 94 (40,7%). Aldursdreifing Oftast voru börn á öðru aldursári inn- lögð vegna eitrana eða meintra eitrana, eða alls 108 (46,8%). Sjá mynd 1. Næstflest voru börn á þriðja aldursári, eða 64 (27,7%). Innlagnir barna á öðru og þriðja aldursári voru því alls 172 (74.5%), eða þrír fjórðu hlutar innlagnanna. Ennfremur kemur í ljós, að dreifingin á þriðja aldurs- ári var ekki jöfn, þar sem 40 börn voru á aldrinum 2%2 til 23/i2 ára, en 24 börn á aldrinum 26/i2 til 2nÁ2 ára. Innlagnir barna á aldrinum 1 árs til 2rÁ2 ára voru því alls 148 (64,1%), eða um tveir þriðju hlutar innlagnanna. Innlagnir barna yngri en 5 ára voru alls 217 (94,0%). Á fyrsta aldursári voru 15 börn. Það yngsta var á fyrsta mánuði. Athyglisvert er, að aðeins 5 innlagnir barna á fyrsta ári voru vegna inntöku að eigin frumkvæði barnanna, og það yngsta þeirra var 8 mán- aða gamalt. Á fyrstu fjórum aldursmán- uðunum voru 6 börn. Ýmist var þar um að ræða innlagnir vegna gjafar lyfs eða annars efnis af vangá, samkvæmt fyrir- mælum læknis, gefið af óvita eða lyf, sem bárust með brjóstamjólk. Staðsetning Upplýsingar um, hvar börnin voru stödd, þegar þau tóku inn það lyf eða efni, sem leiddi til innlagnar, eru dregnar saman í töflu II. Langoftast voru börnin stödd í heimahúsum, eða alls 198 börn (85,7%). Utan heimilis síns voru stödd 33 börn (14,3%). Þar af voru tæpir tveir þriðju hlutar þeirra annaðhvort með foreldri í öðru húsi eða við leik úti. Tíu börn höfðu verið með foreldri í öðru húsi, og helming- ur þeirra komst í töflur. Af þeim 10 börn- um, sem höfðu verið við leik úti, var helm- ingur innlagður vegna einkenna frá, garð- úðunarefnum. Sex börn höfðu verið hjá afa og/eða ömmu, og af þeim höfðu 4 tek- ið inn töflur. Fimm höfðu verið hjá öðru skyldfólki eða í gæzlu, og 3 þeirra höfðu tekið inn töflur. Tvö börn höfðu verið á ferðalagi með foreldrum sínum. Annað þeirra komst í töflur, en hitt drakk stein- olíu. Tímasetning Tímasetning við inntöku var skráð eftir mánuðum, vikudögum og eftir klukku- stundum á sólarhring. Dreifing heildar- fjölda innlagna var síðan athuguð fyrir hvern þessara þátta. Eftir mán.uðum: Fjöldi innlagna dreifð- ist yfirleitt nokkuð jafnt á einstaka mán- uði. Fæstar innlagnir revndust í júní, eða 11 innlagnir, en flestar í október, eða 28 mnlagnir. í maí og júlí voru 27 innlagnir. I öðrum mánuðum voru 14-19 innlagnir. Þá kom í ljós, að hlutfallsfjöldi innlagna í hverjum mánuði var alloft verulega ólík- ur frá ári til árs. Eftir vikudögum: Fæstar innlagnir reyndust á miðvikudögum, eða 24 innlagn- ir, en flestar á sunnudögum, eða 38 inn- lagnir. Á þriðjudögum og föstudögum voru 37 innlagnir, en á öðrum vikudögum 27-35 innlagnir. (Nákvæma dagsetningu vantaði hjá 4 tilfellum. Tvö þeirra voru innlögð vegna einkenna frá garðúðunarefnum. eitt vegna ofskömmtunar ofnæmislvfs (anti- histaminica), en dagsetningu skorti hjá einu). Eftir klukkusfundum á sólarhring: Á mvnd 2 sést dreifing tímasetninga á sólar- hring við inntöku lyfs eða annars efnis, þar sem orsök inntöku var eigið frumkvæði

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.