Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1975, Síða 21

Læknablaðið - 01.08.1975, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ 51 Ötafur Jensson og Ölafur Bjarnason FRUMUGREINING Á MAGAKRABBAMEINr Von um lækningu á magakrabbameini byggist á því að finna það á byrjunar- stigum. Þetta er mögulegt með sérstakri geislagreiningartækni, magasjá (gastro- scopi) ásamt frumurannsókn og/eða vefja- sýnitöku og vefjarannsókn.3 7 Samkvæmt reynslu japanskra lækna, hefur fólk með magakrabbamein á byrjunarstigum oft lítii eða stundum engin sjúkdómseinkenni.713 Krabbameinsleit hjá fólki án sjúkdóms- einkenna er því mjög þýðingarmikil, ef finna á magakrabbamein á slíku stigi. Vandamálið um greiningu magakrabba- meins var rætt í Læknablaðinu 1966.° Tilraunir til greiningar á magakrabba- meini með frumurannsókn á magainnihaldi hófust fljótlega eftir að Theódór Billroth hafði framkvæmt hina fyrstu magaaðgerð vegna krabbameins í neðra magaopi 1881 (Schade, 1960).18 Með þróun röntgen- greiningar, magakíkis (gastroscopi) og efnarannsóknar á magainnihaldi urðu magafrumurannsóknir smám saman útund- an sem greiningaraðfex-ð á magakrabba- meini. Áhugi á frumugreiningu magakrabba vaknaði á nv, eftir að Papanicolaou og Tratit (1943)11 14 höfðu svnt fram á gagn- semi frumurannsókna við greiningu á leg- hálskrabbameini. Fljótlega kom í ljós, að rannsóknaraðferð þessi var gagnleg við greiningu fleiri krabbategunda í líffæra- kerfum, þar sem framkvæmanlegt var að ná sýnishornum, eins og lungum og þvag- færttm.11 14 Þessi rannsó'-maraðferð hefur verið reynd á ýmsum stöðum í 25 ár eða lengur, sbr. yfirlit í doktorsritgerðum ÍPovl Bach-Nielsens, 19653 og Kari * Rannsóknastofan í Domus Medica og Rann- sóknastofa Háskólans í meina- og sýklafræði. Yfirlit um þessar rannsóknir var flutt á III. alþjóðaþinginu um frumurannsóknir í Rio de Janeiro, Brasilíu, í maí 19.-22., 1968. Seppálá, 196110). Árangurinn hefur verið talsvert breytilegur. Gerð hefur verið könnun á árangri magafrumurannsókna i Bandaríkjunum og Kanada (Ackerman, 1967)1 og samkvæmt henni var greiningar- nákvæmni að meðaltali um 60-70 af hundraði, en gat náð 80-90% nákvæmni með beztu tækni. Aðferðin er mikilsverð við greiningu magakrabbameins, og er ásamt röntgen- greiningu og magaspeglun (gastroscopi) og síðar magaljósmyndun (gastrocamera) ein af þrem aðalaðferðum til að greina krabbamein í maga.11 7 Einkum hefur frumurannsókn reynst gagnleg við grein- ingu hluta þeirra illkynja magaæxla, sem voru torgreind eða ógreinanleg með öðrurn aðferðum vegna smæðar eða vaxtarsér- kenna.8 17 18 24 Þessi rannsóknaraðferð hef- ur einnig orðið til að vekja athygli á viss- um langvinnum bólgubreytingum í maga- slímhúð, sem af mörgum vísindamönnum hafa verið álitnar skapa jarðveg fyrir ill- kynja ummyndun á magaslímhúðarfrum- um, eða vera undanfari slíkra breytinga (Mason (1965),15 Schade1718 oglðl!). Veena hárrar tíðni magakrabbameins hjá fslendingum,4 3 9 21 22 þótti áhugavert að revna þessa greiningaraðferð hérlendis. Fór annar okkar (Ó. J.) til Newcastle-on-Tyne í Enelandi haustið 1958 og dvaldist þar um þriggja mánaða skeið til að kynna sér frumugreinineu magakrabbameins sérstak- lega hjá Dr. R. O. K. Schade. f ársbyrjun 1959 hófust frumurannsókn- ir á botnfalli magaskolvatns frá sjúkling- um, sem voru i rannsókn utan og innan sjúkrahúsa og að stórum meirihluta með einkenni, sem bentu til sjúkdóms í maga eða meltingarfærum. f þessari grein verður gerð grein fyrir magafrumurannsóknum, sem framkvæmd- ar voru á tímabilinu 1959-1967.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.