Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 7

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 7
LÆKNABLAÐIÐ 127 Ólafur Jensson, Halla Hauksdóttir, Ólafur Bjarnason og Hrafn Tulinius YFIRLIT UM LITNINGARANNSÓKNIR 1967-1975 ERFÐAFRÆÐINEFND HÁSKÓLANS, RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS í MEINA- OG SÝKLAFRÆÐI OG BLÓÐBANKINN Litningarannsóknir á vegum Erfðafræði- nefndár Háskólans og Rannsóknastofu Há- skólans í meina- og sýklafræði hófust í septembermánuði 1967. Greinargerð um upphaf þessarar starfsemi og niðurstöður rannsókna fyrstu sex mánuðina birtist í 54. árgangi Læknablaðsins 1968.4 Yfirlit það sem hér birtist nær frá upp- hafi starfseminnar til ársloka 1975. MEGIN VIÐFANGSEFNI Megin viðf angsefni litningarannsóknanna hafa verið: 1) Að ákvarða litningagerð þeirra ein- staklinga með Downssjúkdóm, sem fyrir voru í landinu og upplýsingar fengust um. 2) Að ákvarða litningagerð allra þeirra barna, sem fæddust með lýti eða vanskapn- aði, sem álitið var að gætu stafað af litn- ingagöllum. 3) Að rannsaka einstaklinga vegna gruns um litningagalla samkvæmt beiðni lækna utan og innan sjúkrahúsa og hæla (sbr. töflu 2). Meginhluta fyrsta verkefnaþáttar var að mestu lokið á fyrstu þrem árum starfsem- innar. Hinum tveim síðari þáttum hefur verið sinnt allt starfstímabilið, og þeir hafa aukist jafnt og þétt eftir því sem læknar kynntust þessari starfsemi betur. Það voru einkum barnalæknar og kvensjúkdóma- læknar, sem færðu sér þessar rannsóknir í nyt, svo sem vænta mátti. Samhliða þessum verkefnum var veru- legum tíma varið til að framkvæma ítar- legar fjölskyldurannsóknir, þegar niður- stöður bentu til arfgengra litningagalla. Að slíkum rannsóknum hefur verið unnið í samvinnu við erlenda aðila og þá mest og lengst við Dr. med. Margareta Mikkelsen og samstarfsmenn hennar á John F. Kenne- dy Instituttet í Glostrup í Kaupmannahöfn. Þá hefur einnig notið við ráðgjafar pró- fessors J. H. Edwards í Birmingham, og þá einkanlega við upphaf þessara rannsókna.4 NIÐURSTÖÐUR í töflu 1 eru skráðar niðurstöður litn- ingarannsóknanna, sem framkvæmdar voru á tímabilinu frá september 1967 til ársloka 1975. Þar kemur fram að heildartala frumuræktana var 932. Hjá 663 einstakl- ingum var litningagerðin dæmd eðlileg, en 152 einstaklingar voru greindir með litn- ingagerð, sem svaraði til Downssjúkdóms. Af þeim síðarnefndu höfðu 142 hina ,,venjulegu“ litningagerð Downssjúkdóms- ins, þ. e. litningaþrennd no 21, en hjá 10 slíkum einstaklingum fundust sjaldgæfari litningagerðir, sem valda sömu — eða mjög svipaðri — sjúkdómsmynd (Down’s synd- rome). Sérstök grein er í undirbúningi um þessar athuganir á Downssjúkdómi hér- lendis, en áður hefur verið gefið stutt yfir- lit um þetta efni á alþjóðlegum fundi í Bifröst 1971.2 Þegar hefur birzt grein um arfgenga „pericentriska inversion“ á líkamslitningi nr. 13.1 Af 14 skyldum arfberum þessa litn- ingsgalla voru þrjú foreldri, sem eignast höfðu vanskapað barn. Eitt þeirra dó án þess að litningarannsókn væri framkvæmd á því, en hin tvö reyndust hafa sérstakan litningagalla, sem skráður er í töflu'l, tölu- lið 6 (Hauksdóttir og aðrir, 1972).1 Af kynlitningagöllum eru Turner-sjúkdómstil- felli flest, alls 9 (Tafla 1 nr. 12). Grein hefur verið birt um kynlitninga mosaik XY/XO4 (Tafla 1 nr. 15). Um þessar teg- undir galla verður nokkru nánar fjallað í skilum. Unnið er að fleiri greinargerðum um einstakar tegundir líkams- og kynlitninga- galla, sem skráðir eru í töflu 1. í töflu 2 eru skráðir dvalarstaðir þeirra einstaklinga, sem rannsakaðir hafa verið og fjöldi þeirra á árabilinu 1969-1973.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.