Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 9

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 129 SKIL Af 663 einstaklingum með eðlilega litn- ingagerð eru 26 skráðir undir sérstökum töluliðum í töflu 1, 1.1-1.4, með óvenju- legri gerð á einstökum litningapörum. í stöku tilfelli er örðugt að komast að raun um, hvort um er að ræða tilflutning (trans- location) litninga eða litningahluta eða eðlilegt útlitsafbrigði. Þegar um eðlilegt afbrigði er að ræða, er hugsanlegt að nota hið afbrigðilega kennileiti litningaparsins sem erfðamark (marker) við athuganir á tengslum (linkage), þ. e. fylgni eiginleika, sem flytjast á sama litningi milli ættliða. Glöggt dæmi um þetta má nefna hin „stóru tungl“ (big satellites), litningahluta, sem sjást öðru hvoru (sbr. tölulið 1:1, 1:2 í töflu 1) á stóru og litlu acrocentrisku litn- ingunum. í tengslaleit má nota þau sem erfðamark og kanna fylgni þeirra og ann- arra erfðaeiginleika, sem ákvarðaðir verða. Síðustu 3-4 árin hafa komið til sögunnar nýjar litunaraðferðir á litningum, sem gera mögulegt að flokka þá mjög nákvæm- lega og fá skýrari mynd af einstökum liln- ingahlutum. Með sérstakri Giemsalitun og litun með sjálflýsandi efnum (fluorescent litun) má greina þverbönd, sem hafa auð- kennandi stöðu og breidd á hverjum litn- ingi, og hefur þessi tækni verið notuð síð- ustu 3 ár við hérlendar litningarannsóknir. Sérstaka þýðingu hefur vitneskja, sem aflað hefur verið um arfbera litningagalla. Slíkir gallar hjá foreldri geta leitt til alvar- legra litningagalla hjá afkvæmi þess. Þótt náttúran sjálf taki í flestum tilvikum ómakið af læknum, þar eð gallinn sjálfur veldur fósturdauða (spontan abort) mjög snemma á meðgöngutíma, er nú hægt, þeg- ar sérstakar ástæður eru til, að afla sýnis og greina litningagerð fósturs innan 15-17 vikna með frumuræktun úr legvökva (am- niocentesis). Þetta gerir mögulegt að framkvæma fóstureyðingu í tíma, ef litn- ingarannsóknin leiðir í ljós litningagalla, sem öruggt má telja að valdi vanskapnaði afkvæmisins. Til slíkra rannsókna hefur verið gripið í nokkrum tilvikum á undan- förnum árum með því að taka sýni og senda til Kaupmannahafnar, þar sem Dr. med. Margareta Mikkelsen og samstarfsmenn hafa innt af hendi frumuræktun og litn- ingagreiningu. Svo sem skráð er í Töflu 1 er fjöldi arf- bera með litningargalla alls 33, þar af 13 með D/G tilflutning (translocation) og 14 með umsnúinn litningahluta (inversion no. 13), auk sex einstaklinga með aðrar teg- TAFLA 2 Árlegur fjöldi einstaklinga DVALARSTAÐUR 1967 1968 1969 1970 1971 1972 1973 ALLS Landspítali 12 25 44 26 20 32 42 201 Borgarspítali 1 1 2 4 4 2 14 Kleppur 3 1 1 1 2 8 Landakot 3 12 7 16 20 17 75 Fæðingarheimili Reykjavíkur St. Fransiskuspítali, Stykkishólmi 3 3 1 7 F.S.A., Sjúkrah. Blönduóss, Sjúkrah. Sauðárkróks 1 1 3 5 Kópavogshæli 5 33 4 5 7 54 Skálatún 15 12 1 28 Sólheimar 9 1 10 Lyngás 6 1 7 Sólborg, Akureyri 21 2 23 Bjarkarás 2 2 Elliheimili: Grund, Sólvangur 2 2 Utan spítala 11 33 55 72 27 52 57 307 Alls 29 122 116 143 84 123 126 743

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.