Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 11

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 131 ÁGRIP Stutt yfirlit yfir einkenni, eðli, horfur og meðferð. Grennslast var fyrir um tíðni þessa sjúkdóms á reykvískum sjúkrahús- um á áratugnum 1965-1974 og greint er frá þrem sjúklingum með polymyositis á Landakotsspítala. Polymyositis var fyrst lýst af E. Wagn- er 1863, en lengi framan af var þessum sjúkdómi lítill gaumur gefinn. Eins og nafnið ber með sér er fyrst og fremst um bólgubreytingar í vöðvum að ræða, með víxlverkun niðurbrots og endurnýjunar vöðvafruma. Hnattfrumu- íferð í kringum smáæðar og bólga í æða- veggjum þeirra er minna áberandi, enda þótt þessar breytingar komi fram og séu algengastar hjá börnum með polymyo- sitis. Sjúkdómsbreytingar koma fyrst í nærlæga útlimavöðva, en einnig er þeim lýst í oesophagus og hjartavöðva. Húðbreytingar finnast hjá u. þ. b. 50% sjúklinga, með bjúg og þrota í húð, út- víkkuðum háræðum og rýrnun. Þá er tal- að um dermatomyositis. Polymyositis hefur verið skipað í flokk með bandvefssjúkdómum (collagenosis) og er þriðji algengasti sjúkdómurinn i þeim flokki, næst á eftir lupus erythema- tosus disseminatus og sclerödema (U.S.A.). Konur veikjast tvisvar sinnum oftar en karlmenn. Nýtíðni hefur verið áætluð 1 tilfelli á 280.000 ibúa árlega í Bretlandi. Um eðli og orsakir sjúkdómsins er ekki mikið vitað. Athyglisvert er, að um 20% sjúklinga hafa illkynja sjúkdóm annars staðar, oft krabbamein í kynfærum, brjóstum, en einnig sést polymyositis sam- fara hvítblæði eða Hodgkins sjúkdómi. Því eldri sem sjúkl. er, þegar hann veik- ist af P-M, þeim mun meiri líkur eru á að hann hafi illkynja sjúkdóm einnig. Gildir þetta sérstaklega um karlmenn. Iil- kynja sjúkdómar eru undantekning hjá fólki með P-M undir fertugu. Yfir fertugt hafa 50% karlmanna, sem veikjast af P-M, illkynja sjúkdóm, og sé sjúklingur orðinn fimmtugur er tíðni 70%. Þessi tala er lægri fyrir konur. Aðeins 24%, kvenna, sem veikjast eftir fimmtugt, reyn- ast hafa krabbamein. Þekkt er, að P-M kemur stundum í ljós eftir vírussjúkdóma eða lyfjatöku, en samhengi þessara atriða í framköllun sjúk- dómsins er óþekkt. Á undanförnum árum hafa fengist sannanir fyrir því að einkenni P-M byggj- ast á frumunæmi (cellular immune mechanism). Lymphocytar sjúklinga með P-M framleiða efni, lymphokine, og hvort heldur lymphokine eitt eða lymphocytar þessir valda skemmdum á heilbrigðum vöðva, sams konar og sjást við P-M. Orsök þessa frumunæmis er enn óþekkt. EINKENNI Til hægðarauka hefur Polymyositis- Dermatomyositis verið skipað í 6 flokka eftir einkennum og svörun við meðferð. I. Dæmigerður polymyositis. Þetta er algengasta tegundin, 35% til- fella. Verkir, eymsli, máttleysi i nærlæg- um útlimavöðvum og hálsvöðvum. E. t. v, dysphagia (á rtg.myndum sérkennandi söfnun skuggaefnis í vallecula og efst í oesophagus), dysphonia vegna þróttleysis í pharynx og larynx vöðvum. Raynaud fyrirbæri, erythema og húðrýrnun á hnú- um, olnbogum. Arthralgia eða vægur arthritis svo og vægt sclerödema getur fylgt. Yfirleitt hægfara. Tímabil með sjálfkrafa bata sjást.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.