Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 131 ÁGRIP Stutt yfirlit yfir einkenni, eðli, horfur og meðferð. Grennslast var fyrir um tíðni þessa sjúkdóms á reykvískum sjúkrahús- um á áratugnum 1965-1974 og greint er frá þrem sjúklingum með polymyositis á Landakotsspítala. Polymyositis var fyrst lýst af E. Wagn- er 1863, en lengi framan af var þessum sjúkdómi lítill gaumur gefinn. Eins og nafnið ber með sér er fyrst og fremst um bólgubreytingar í vöðvum að ræða, með víxlverkun niðurbrots og endurnýjunar vöðvafruma. Hnattfrumu- íferð í kringum smáæðar og bólga í æða- veggjum þeirra er minna áberandi, enda þótt þessar breytingar komi fram og séu algengastar hjá börnum með polymyo- sitis. Sjúkdómsbreytingar koma fyrst í nærlæga útlimavöðva, en einnig er þeim lýst í oesophagus og hjartavöðva. Húðbreytingar finnast hjá u. þ. b. 50% sjúklinga, með bjúg og þrota í húð, út- víkkuðum háræðum og rýrnun. Þá er tal- að um dermatomyositis. Polymyositis hefur verið skipað í flokk með bandvefssjúkdómum (collagenosis) og er þriðji algengasti sjúkdómurinn i þeim flokki, næst á eftir lupus erythema- tosus disseminatus og sclerödema (U.S.A.). Konur veikjast tvisvar sinnum oftar en karlmenn. Nýtíðni hefur verið áætluð 1 tilfelli á 280.000 ibúa árlega í Bretlandi. Um eðli og orsakir sjúkdómsins er ekki mikið vitað. Athyglisvert er, að um 20% sjúklinga hafa illkynja sjúkdóm annars staðar, oft krabbamein í kynfærum, brjóstum, en einnig sést polymyositis sam- fara hvítblæði eða Hodgkins sjúkdómi. Því eldri sem sjúkl. er, þegar hann veik- ist af P-M, þeim mun meiri líkur eru á að hann hafi illkynja sjúkdóm einnig. Gildir þetta sérstaklega um karlmenn. Iil- kynja sjúkdómar eru undantekning hjá fólki með P-M undir fertugu. Yfir fertugt hafa 50% karlmanna, sem veikjast af P-M, illkynja sjúkdóm, og sé sjúklingur orðinn fimmtugur er tíðni 70%. Þessi tala er lægri fyrir konur. Aðeins 24%, kvenna, sem veikjast eftir fimmtugt, reyn- ast hafa krabbamein. Þekkt er, að P-M kemur stundum í ljós eftir vírussjúkdóma eða lyfjatöku, en samhengi þessara atriða í framköllun sjúk- dómsins er óþekkt. Á undanförnum árum hafa fengist sannanir fyrir því að einkenni P-M byggj- ast á frumunæmi (cellular immune mechanism). Lymphocytar sjúklinga með P-M framleiða efni, lymphokine, og hvort heldur lymphokine eitt eða lymphocytar þessir valda skemmdum á heilbrigðum vöðva, sams konar og sjást við P-M. Orsök þessa frumunæmis er enn óþekkt. EINKENNI Til hægðarauka hefur Polymyositis- Dermatomyositis verið skipað í 6 flokka eftir einkennum og svörun við meðferð. I. Dæmigerður polymyositis. Þetta er algengasta tegundin, 35% til- fella. Verkir, eymsli, máttleysi i nærlæg- um útlimavöðvum og hálsvöðvum. E. t. v, dysphagia (á rtg.myndum sérkennandi söfnun skuggaefnis í vallecula og efst í oesophagus), dysphonia vegna þróttleysis í pharynx og larynx vöðvum. Raynaud fyrirbæri, erythema og húðrýrnun á hnú- um, olnbogum. Arthralgia eða vægur arthritis svo og vægt sclerödema getur fylgt. Yfirleitt hægfara. Tímabil með sjálfkrafa bata sjást.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.