Læknablaðið - 01.09.1976, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ
135
ur ekki gengið tröppur. Aflleysið er mest
í beygivöðvum mjaðmarliða og réttivöðv-
um hnjáliða. Innlögð á Landakotsspítala í
apríl 1975, CPK mælist þá 225 ein. Lungna-
mynd sýnir útbreidd striklaga infiltröt þas-
alt í lungum, fiþrotiskar indurationir, sem
aukist hafa nokkuð frá júní 1972. Cortic-
ostera-meðferð er haldið áfram óbreyttri og
jafnframt gefið azathioprinum. Endurhæf-
ing með kraftþjálfun og gangæfingum.
CPK fellur á 14 dögum í 191 ein. Al-
menn líðan batnar og kraftar fara vaxandi,
2-3 vikum eftir að azathioprin meðferð er
hafin. Fylgst var með CPK eftir heimferð.
Fóru gildi jafnt lækkandi og þann 14.7.
orðin eðlileg, 30 ein. Sökk var eðlilegt, 5-8
mm, og kyngingu á vélindamyndum lýst
sem nánast eðlilegri, jafnt með þunnu sem
þykku skuggaefni.
SKIL
Svo hægt væri að fá hugmynd um, hve
oft polymyositis væri greindur á sjúkra-
húsum í Reykjavík, hefur verið farið yfir
greiningarskrár Borgarspítala, Landspítala
og Landakotsspítala fyrir árin 1965 til 1974,
að báðum árum meðtöldum, og þær sjúkra-
skrár athugaðar nánar, sem hugsanlegt var,
að innihéldu upplýsingar um polymyositis-
sjúklinga.
Sem greiningarskilyrði voru notuð dæmi-
gerð klinisk einkenni, sbr. flokka I—VI
ásamt jákvæðu vöðvasýni og/eða hækkuð-
um vöðvahvötum. Eina undantekningin frá
þessari reglu var sjúklingur sá, er um get-
ur í fyrstu sjúkrasögunni. Vöðvahvatar
voru ekki hækkaðir og vöðvasýni ekki
dæmigert. Hins vegar voru klinisk einkenni
það skýr og vöðvarit, sem samræmst gat
þessari tegund myositis, að mér fannst rétt-
lætanlegt að láta þetta tilfelli fylgja hinum.
Niðurstaða þessarar könnunar varð sú,
að á Landspítala höfðu greinst 7 sjúklingar
og á Landakotsspítala 3. Hópurinn skipt-
ist í 5 konur og 5 karlmenn, og voru þau
á aldrinum 20-73 ára, er þau urðu vör
fyrstu einkenna. 3 karlmenn og 1 kona
höfðu einkenni um polymyositis í flokki I.
Einn karlmaður og 4 konur höfðu der-
matomyositis í flokki II og einn karlmaður
mundi flokkast í III. flokk, enda þótt ekki
væru húðeinkenni fyrir hendi. Hjá 6 þess-
ara sjúklinga höfðu einkenni komið í ljós
fyrir 1965, þannig að raunveruleg nýtíðni
innan þessa hóps eru aðeins 4 tilfelli. Ég
hef ekki getað fundið tilsvarandi upplýs-
ingar annars staðar frá, svo mér er enginn
samanburður mögulegur.
Sex sjúklinganna voru af Reykjavíkur-
svæðinu, 4 af Suður- og Vesturlandi. Þar
sem mörk þeirra svæða, sem láta Reykja-
víkursjúkrahúsum sjúklinga í té, eru ákaf-
lega óskýr og auk þess á suðvesturlandi 5
önnur sjúkrahús, sem könnun þessi nær
ekki til, segir hún ekkert um tíðni sjúk-
dómsins.
Sé miðað við áætlaða nýtíðni í Englandi,
mætti búast við u. þ. b. 7 nýjum tilfellum
á íslandi á 10 árum. Athyglisverð er hin
jafna kynskipting hér, sem gæti bent til
þess, að einhverjar konur með þennan sjúk-
dóm væru ótaldar.
Birtar eru sögur þeirra þriggja sjúkl-
inga, sem ég hef stundað, vegna þess að
þær eru nokkuð lýsandi fyrir gang sjúk-
dómsins í flokki I—III. Þær sýna, að grein-
ingin er töluverðum vandkvæðum bundin,
sökum þess hve breytileg einkennin eru
og lík einkennum annarra gigtsjúkdóma.
Eðlileg vöðvasýni og hvatar í serum úti-
loka ekki sjúkdóminn. Fylgjast þarf með
grunuðum sjúklingum og endurtaka rann-
sóknir, ef tilefni gefst til, jafnframt því,
sem rannsaka þarf þessa sjúklinga vel m.
t. t. illkynja sjúkdóma. Tölur sýna, að
corticosterar, ónæmisletjandi lyf og endur-
hæfing hafa breytt horfum þessara sjúkl-
inga mjög til batnaðar, því meir sem sjúk-
dómurinn er fyrr greindur.
HEIMILDIR:
1. Hollander, J. and McCarty. Arthritis and
Allied Conditions, 940-961. Lea and Febiger,
Philadelphia 1972.
2. 21. Rheumatism Review 726-731. U.S.A.
1974.