Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 23

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 135 ur ekki gengið tröppur. Aflleysið er mest í beygivöðvum mjaðmarliða og réttivöðv- um hnjáliða. Innlögð á Landakotsspítala í apríl 1975, CPK mælist þá 225 ein. Lungna- mynd sýnir útbreidd striklaga infiltröt þas- alt í lungum, fiþrotiskar indurationir, sem aukist hafa nokkuð frá júní 1972. Cortic- ostera-meðferð er haldið áfram óbreyttri og jafnframt gefið azathioprinum. Endurhæf- ing með kraftþjálfun og gangæfingum. CPK fellur á 14 dögum í 191 ein. Al- menn líðan batnar og kraftar fara vaxandi, 2-3 vikum eftir að azathioprin meðferð er hafin. Fylgst var með CPK eftir heimferð. Fóru gildi jafnt lækkandi og þann 14.7. orðin eðlileg, 30 ein. Sökk var eðlilegt, 5-8 mm, og kyngingu á vélindamyndum lýst sem nánast eðlilegri, jafnt með þunnu sem þykku skuggaefni. SKIL Svo hægt væri að fá hugmynd um, hve oft polymyositis væri greindur á sjúkra- húsum í Reykjavík, hefur verið farið yfir greiningarskrár Borgarspítala, Landspítala og Landakotsspítala fyrir árin 1965 til 1974, að báðum árum meðtöldum, og þær sjúkra- skrár athugaðar nánar, sem hugsanlegt var, að innihéldu upplýsingar um polymyositis- sjúklinga. Sem greiningarskilyrði voru notuð dæmi- gerð klinisk einkenni, sbr. flokka I—VI ásamt jákvæðu vöðvasýni og/eða hækkuð- um vöðvahvötum. Eina undantekningin frá þessari reglu var sjúklingur sá, er um get- ur í fyrstu sjúkrasögunni. Vöðvahvatar voru ekki hækkaðir og vöðvasýni ekki dæmigert. Hins vegar voru klinisk einkenni það skýr og vöðvarit, sem samræmst gat þessari tegund myositis, að mér fannst rétt- lætanlegt að láta þetta tilfelli fylgja hinum. Niðurstaða þessarar könnunar varð sú, að á Landspítala höfðu greinst 7 sjúklingar og á Landakotsspítala 3. Hópurinn skipt- ist í 5 konur og 5 karlmenn, og voru þau á aldrinum 20-73 ára, er þau urðu vör fyrstu einkenna. 3 karlmenn og 1 kona höfðu einkenni um polymyositis í flokki I. Einn karlmaður og 4 konur höfðu der- matomyositis í flokki II og einn karlmaður mundi flokkast í III. flokk, enda þótt ekki væru húðeinkenni fyrir hendi. Hjá 6 þess- ara sjúklinga höfðu einkenni komið í ljós fyrir 1965, þannig að raunveruleg nýtíðni innan þessa hóps eru aðeins 4 tilfelli. Ég hef ekki getað fundið tilsvarandi upplýs- ingar annars staðar frá, svo mér er enginn samanburður mögulegur. Sex sjúklinganna voru af Reykjavíkur- svæðinu, 4 af Suður- og Vesturlandi. Þar sem mörk þeirra svæða, sem láta Reykja- víkursjúkrahúsum sjúklinga í té, eru ákaf- lega óskýr og auk þess á suðvesturlandi 5 önnur sjúkrahús, sem könnun þessi nær ekki til, segir hún ekkert um tíðni sjúk- dómsins. Sé miðað við áætlaða nýtíðni í Englandi, mætti búast við u. þ. b. 7 nýjum tilfellum á íslandi á 10 árum. Athyglisverð er hin jafna kynskipting hér, sem gæti bent til þess, að einhverjar konur með þennan sjúk- dóm væru ótaldar. Birtar eru sögur þeirra þriggja sjúkl- inga, sem ég hef stundað, vegna þess að þær eru nokkuð lýsandi fyrir gang sjúk- dómsins í flokki I—III. Þær sýna, að grein- ingin er töluverðum vandkvæðum bundin, sökum þess hve breytileg einkennin eru og lík einkennum annarra gigtsjúkdóma. Eðlileg vöðvasýni og hvatar í serum úti- loka ekki sjúkdóminn. Fylgjast þarf með grunuðum sjúklingum og endurtaka rann- sóknir, ef tilefni gefst til, jafnframt því, sem rannsaka þarf þessa sjúklinga vel m. t. t. illkynja sjúkdóma. Tölur sýna, að corticosterar, ónæmisletjandi lyf og endur- hæfing hafa breytt horfum þessara sjúkl- inga mjög til batnaðar, því meir sem sjúk- dómurinn er fyrr greindur. HEIMILDIR: 1. Hollander, J. and McCarty. Arthritis and Allied Conditions, 940-961. Lea and Febiger, Philadelphia 1972. 2. 21. Rheumatism Review 726-731. U.S.A. 1974.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.