Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 24

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 24
136 LÆKNABLAÐID NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag Islands- og LlR Ladcnafclag Reykjavikur 62. ÁRG. — JÚLÍ-SEPTEMBER 1976 gang að bóluefni, ef svo ólíklega vildi til að grípa þyrfti til þess. Meðan yfirlýsing frá WHO liggur ekki fyrir hafa menn ekki treyst sér til að leggja kúa- bólusetningu niður með öllu, en þess er að vænta að afstaðan skýrist á næstu mánuð- um. Á ráðstefnunni komu fram ýmsar nýjar og fróðlegar upplýsingar og verður væntanlega hægt að skýra nánar frá þeim, þegar skýrsla um ráðstefnuna liggur fyrir. öb MINNINGARGREINAR Á undanförnum árum hafa öðru hvoru birzt greinar í Læknablaðinu, þar sem minnst hefir verið stéttarbræðra, sem fallið hafa frá. Ró eru hinir mun fleiri, sem ekki hefir verið get- ið í blaðinu. Ritstjórar vilja stuðla að því, að helzt allra, sem deyja í stétt okkar, verði minnst á viðeigandi hátt. Er því beint til þeirra, sem vildu rita um þá lækna, sem undanfarið hafa horfið héðan, að slíkar grein- ar yrðu birtar í næsta tölublaði eftir að þær berast og mun sú regla gilda áfram. öb NORRÆN RÁÐSTEFNA UM ÓNÆMIS- AÐGERÐIR var haldin í Reykjavík í októberbyrjun. Par kom fram, að mikill munur er á fram- kvæmd ýmissa ónæmisaðgerða á Norður- löndum. Stafar sá munur m.a. af því, að mis- mikið er framleitt af bóluefni í hinum ýmsu löndum og innflutningur því mismikill. ís- lendingum er mikilsvert að taka þátt í nor- rænu samstarfi á þessu sviði og kom í Ijós, að fulltrúar hinna landanna voru mjög vel- viljaðir í garð íslendinga og má í þessu sam- bandi minnast á gjöf Finna á bóluefni gegn mengisbólgu af völdum meningococca fyrr á þessu ári. Flestar þjóðanna hafa dregið verulega úr kúabólusetningum gegn bólusótt, enda er þess vænzt, að WHO lýsi því yfir þá og þeg- ar, að bólusótt hafi verið útrýmt. Bendir allt til, að manninum sé í þann veginn að takast í fyrsta sinn að útrýma smitnæmri sótt úr heiminum. Eigi að síður hefir þótt ástæða til allrar varkárni og hefir landlæknir gert ráðstafarn- ir til, að íslendingar geti enn um sinn átt að- HEILSUGÆZLA I' REYKJAVÍK hefir verið ofarlega á baugi undanfarið. Á síðasta ári gekkst L.R. í samvinnu við Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar fyrir ráðstefnu um þessi mál, eins og sagt var frá í 3.-4. tölublaði. Fyrsti almennur fundur L.R. á þessu hausti fjallaði um heilsugæziu og heilsugæzlu- stöðvar. Er verðugt, að félagið hefir enn á ný tekið þessi mál til umfjöllunar. Ýmislegt bendir til að töluverður skriður sé að komast á þessi mál á höfuðborgar- svæðinu. Húsnæði að Hraunbæ 102 í Árbæ er að verða tilbúið og HeiIbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefir auglýst lausar til um- sókna tvær stöður heilsugæzlulækna við stöðina. Samningar standa yfir um leigu Reykja- víkurborgar á húsnæði fyrir heilsugæzlu í Breiðholti III, en þar hefir þegar verið komið upp heilsuvernd ungbarna í tengslum við félagsráðgjafarþjónustu. Unnið er að bygg- ingarlýsingu fyrir heilsugæzlustöð í Breið- holti I, sem ætlaður er staður í svonefndri Mjódd, neðst í hverfinu. Búið er að steypa upp fyrsta áfanga Rjón- ustudeildar Borgarspítalans. Er þess vænst, að Slysavarðstofan, sem verður á fyrstu hæð, geti orðið tilbúin jafnvel seint á árinu 1977 og verður næsti áfangi að Ijúka annarri hæð, þar sem ætlunin er að almenn og sér- hæfð læknisþjónusta verði til húsa. Á Seltjarnarnesi er unnið að undirbúningi heilsugæzlustöðvar, sem einnig mun þjóna Vesturbænum, enda hefir tekizt samvinna Seltirninga og Reykvíkinga um byggingu hennar. í Kópavogi er að hefjast innrétting hús- næðis fyrir heilsugæzlu í hinum nýja miðbæ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.