Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 27

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 139 95 391! 4DC>J Eff o-L* Ólafur Þ. Jónsson: UM NQTKUN QNDUNARVÉLA Öndunarvélar eru nú til á flestum spítöl- um og hefur notkun þeirra farið hraðvax- andi á síðustu árum. Stafar það einkum af aukinni þekkingu á starfsemi öndunarfæra og blóðrásarkerfis, fullkomnari rannsókn- araðferðum ásamt tæknilegum framförum. Mjög mikið hefur verið ritað um önd- unarbilun og öndunarvélar í erlend læknis- fræðirit, en lítið hér á landi. Þessi grein er æíluð til leiðbeiningar fyrir lækna, sem ekki þekkja mikið til þessara mála, en þurfa ef til vill að nota öndunarvélar við meðferð einstaka sjúklings. Aðeins verður stiklað á nokkrum aðalatriðum, en lesend- um skal bent á ágæta bók um efnið eftir Sykes o. fl. (20). Ekki verður fjallað um öndunarvélameðferð hjá nýfæddum og smá- börnum, en Downes (6) og Smith og Daily (18) hafa fjallað um þau atriði í nýlegum greinum. HELZTU GERÐIR ÖNDUNARVÉLA Menn hafa lengi reynt að smíða öndun- arvélar, en þær voru lengst af mjög ófull- komnar. Stállungun svonefndu, sem byrjað var að smíða í Bandaríkjunum um 1930, munu þó hafa náð talsverðri útbreiðslu og voru einkum notuð við sjúklinga með löm- unarveiki. 1934 kom tæki, sem kallað var Spiropulsator, og var notað við aðgerðir á brjóstholi. Það var þó ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld, sem aðferðir við gerviöndun (artificial respiration) urðu fullkomnari og góðar öndunarvélar voru smíðaðar. Skömmu eftir 1950 gekk skæður lömun- arveikifaraldur í Danmörku og fengu margir sjúklinganna öndunarbilun. í fyrstu voru stállungun notuð, en mortalitet varð allt að 90%. Var þá breytt um aðferð og blásið í lungu sjúklinganna með belg, eftir Frá Svæfingadeild Borgarspítalans. Greinin barst Læknablaðinu i marz 1975. að gerður hafði verið barkaskurður, og lækkaði þá mortalitetið niður í 40% (10). Upp frá þessu komst mikill skriður á gerð öndunarvéla og eru nú fjölmargar gerðir til. Hafa Mushin og fleiri skrifað vandaða bók um flestar gerðir fram til ársins 1969 (11). Síðan hafa komið góðar vélar á mark- aðinn. Stállungu (tank ventilators) eru langir sívalningar, sem umlykja sjúklinginn svo aðeins höfuðið stendur út úr. Innöndun verður þannig, að sérstök vél myndar nei- kvæðan þrýsting í sívalningnum, en útönd- un verður passiv. Aðalókostir þessara tækja eru, hve fyrirferðarmikil þau eru, erfitt er að komast að sjúklingnum til hjúkrunar Myndirnar sýna opið og lokað stállunga, „tank ventilators“. Stállungu eru nú óvíða notuð.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.