Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 27

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 139 95 391! 4DC>J Eff o-L* Ólafur Þ. Jónsson: UM NQTKUN QNDUNARVÉLA Öndunarvélar eru nú til á flestum spítöl- um og hefur notkun þeirra farið hraðvax- andi á síðustu árum. Stafar það einkum af aukinni þekkingu á starfsemi öndunarfæra og blóðrásarkerfis, fullkomnari rannsókn- araðferðum ásamt tæknilegum framförum. Mjög mikið hefur verið ritað um önd- unarbilun og öndunarvélar í erlend læknis- fræðirit, en lítið hér á landi. Þessi grein er æíluð til leiðbeiningar fyrir lækna, sem ekki þekkja mikið til þessara mála, en þurfa ef til vill að nota öndunarvélar við meðferð einstaka sjúklings. Aðeins verður stiklað á nokkrum aðalatriðum, en lesend- um skal bent á ágæta bók um efnið eftir Sykes o. fl. (20). Ekki verður fjallað um öndunarvélameðferð hjá nýfæddum og smá- börnum, en Downes (6) og Smith og Daily (18) hafa fjallað um þau atriði í nýlegum greinum. HELZTU GERÐIR ÖNDUNARVÉLA Menn hafa lengi reynt að smíða öndun- arvélar, en þær voru lengst af mjög ófull- komnar. Stállungun svonefndu, sem byrjað var að smíða í Bandaríkjunum um 1930, munu þó hafa náð talsverðri útbreiðslu og voru einkum notuð við sjúklinga með löm- unarveiki. 1934 kom tæki, sem kallað var Spiropulsator, og var notað við aðgerðir á brjóstholi. Það var þó ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöld, sem aðferðir við gerviöndun (artificial respiration) urðu fullkomnari og góðar öndunarvélar voru smíðaðar. Skömmu eftir 1950 gekk skæður lömun- arveikifaraldur í Danmörku og fengu margir sjúklinganna öndunarbilun. í fyrstu voru stállungun notuð, en mortalitet varð allt að 90%. Var þá breytt um aðferð og blásið í lungu sjúklinganna með belg, eftir Frá Svæfingadeild Borgarspítalans. Greinin barst Læknablaðinu i marz 1975. að gerður hafði verið barkaskurður, og lækkaði þá mortalitetið niður í 40% (10). Upp frá þessu komst mikill skriður á gerð öndunarvéla og eru nú fjölmargar gerðir til. Hafa Mushin og fleiri skrifað vandaða bók um flestar gerðir fram til ársins 1969 (11). Síðan hafa komið góðar vélar á mark- aðinn. Stállungu (tank ventilators) eru langir sívalningar, sem umlykja sjúklinginn svo aðeins höfuðið stendur út úr. Innöndun verður þannig, að sérstök vél myndar nei- kvæðan þrýsting í sívalningnum, en útönd- un verður passiv. Aðalókostir þessara tækja eru, hve fyrirferðarmikil þau eru, erfitt er að komast að sjúklingnum til hjúkrunar Myndirnar sýna opið og lokað stállunga, „tank ventilators“. Stállungu eru nú óvíða notuð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.