Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1976, Side 39

Læknablaðið - 01.09.1976, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 145 ist ef barkaslanga færist úr stað, ef belgur er ekki nægilega blásinn upp eða vegna leka frá lungum. Fylgjast þarf með, að thoraxdren séu ekki stífluð. Vökvaretentio: Það hefur komið í ljós, að sjúklingar, sem lengi eru í öndunarvél- um, safna á sig vökva, þyngjast, og við röntgenskoðun á lungum koma fram breyt- ingar eins og við lungnabjúg. Þessu fylgir versnandi öndunarstarfsemi (17). Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með vökva- jafnvægi og æskilegt er að vega sjúkling- inn daglega. Meltingarfærakvillar: Hjá mörgum kem- ur fram blæðing frá meltingarfærum og hluti sjúklinganna þarf blóðgjafir. Ráðlagt er að nota antacida og fylgjast með blóði i hægðum. Þá er algengt, að magi þenjist út og þarf að nota magaslöngu, þegar þannig stendur á. Skemmdir á larynx og trachea: Þótt barkaslanga liggi í gegnum larynx í nokkr- ar klukkustundir, hefur það yfirleitt ekki í för með sér skemmdir á vefjum. Hins vegar fara skemmdir, svo sem bjúgur, sár og granulationsvefur vaxandi eftir því sem lengri tími líður. Þetta hefur í för með sér örmyndun og þrengsli á loftvegum og taltruflanir. Menn eru ekki á eitt sáttir, hve lengi barkarenna megi liggja gegnum larynx, en 5 til 6 dagar hjá fullorðnum og 3 vikur hjá börnum er talið hámark. Nokkur hluti sjúklinga, sem verið hafa í öndunarvél lengi og haft barkaslöngu gegnum barkaskurð, hafa fengið skemmdir í trachea, aðallega tracheomalacia og tra- cheal stenosis. Þetta veldur hindrun á loft- skiptum og þarfnast erfiðra og hættulegra skurðaðgerða. Orsakirnar eru aðallega mikill þrýstingur í belg á barkaslöngu (4). Talið er, að þessir kvillar hverfi alveg eftir að farið er að nota barkaslöngur með stór- um belgjum þannig, að lítinn þrýsting þurfi til að koma í veg fyrir leka meðfram slöngunni. Ef notaðar eru barkaslöngur af eldri gerð, má gera belginn þannig með því að blása hann upp í 90° heitu vatni í 30 mínútur og láta hann síðan þorna (7). Þá má geta þess, að í örfáum tilfellum hefur barkaslanga nuddazt gegnum barka og inn í arteria anonyma, og blæðir þá sjúklingnum út á stuttri stundu. Einnig getur myndazt tracheoösophageal fistill. Nœringarskortur: Sjúklingum í öndun- arvélum hættir til að horast á stuttum tíma, og minnka þá kraftar og viðnáms- þróttur, sérstaklega hjá þeim, sem eru í lélegu ástandi fyrir. Því þarf að næra þá með eggj ahvíturíkri og kolhydratríkri fæðu, annað hvort um magaslöngu eða æð. Skemmdir á lungum vegna of mikils súr- efnis: Allmikið hefur verið ritað um eitur- áhrif súrefnis og langvarandi áhrif önd- unarvélameðferðar á lungu. Þannig hefur verið lýst hjá sjúklingum, sem dóu eftir slíka meðferð, þungum bjúgkenndum lung- um með intraalveolar blæðingum, hyalin membrönum og fibrin exudati. Vitað er, að hreint súrefni, sem gefið er mönnum og dýrum um lengri tíma, er mjög hættulegt og orsakar meðal annars skerðingu á lungnastarfsemi, en þessar skemmdir verða einnig þótt um eðlilega öndun sé að ræða og öndunarvélar séu ekki notaðar þannig, að ekki er talið, að öndunarvélameðferð- inni sjálfri sé um að kenna (2, 13). Hjá sjúklingum með mikla bráða hypoxemi er sjálfsagt að nota eins mikið súrefni og nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir al- varlegar komplikationir og dauða. Að öðru leyti er ráðlagt að nota ekki meira súrefni en nægir til að halda súrefnisþrýstingi í slagæðablóði nokkurn veginn innan eðli- legra marka. Sé nauðsynlegt að nota meira en 50-60% súrefni um lengri tíma, er talið ráðlegt að hafa súrefnisþrýstinginn neðan eðlilegra marka, svo framarlega sem ástand leyfir. ÁGRIP Öndunarvélar eru notaðar við meðferð lungnasjúkdóma, við svæfingar og við með- ferð öndunarbilunar. Gerð hefur verið grein fyrir nokkrum lífeðlisfræðilegum atriðum við yfirþrýstingsöndun, rætt um gerðir öndunarvéla og nokkur hagnýt atriði varðandi meðferð sjúklinga í öndunarvél- um. Að lokum hefur verið minnzt á helztu fylgikvilla við öndunarvélameðferð. Höfundur þakkar Tryggva Ásmundssyni, lækni, góðar ábendingar. SUMMARY The use of respirators in clinical medicine is discussed. A short account is given on the physiology of intermittent positive pressure ventilation and indications for artificial ventil-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.