Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 49

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 151 þolæfingar. Ef kyrrsetumaður er rannsak- aður fyrir og eftir reglulega þátttöku i þolæfingum, fást ýmsar athyglisverðar niðurstöður. Við framkvæmd ákveðinnar vinnu eyðir hann nákvæmlega jafnmiklu súrefni, því sama vinnumagn, t. d. ganga 1 km á jafnsléttu, þarfnast ávallt ákveðins orku- eða súrefnismagns, sem er hið sama fyrir alla einstaklinga, ef þeir hafa sömu líkamsþyngd og vinnutækni. Hins vegar er blóðstreymi til vöðva í hvíld eða við sömu vinnu mun minna en áður, svo vöðvar hljóta að geta dregið meira súrefni úr blóðinu, eins og sannast með auknum mismun á súrefnisþrýstingi í slagæða- og bláæðablóði. Þess vegna þarf hjartað að dæla minna blóðmagni út í æðakerfið, þ. e álag á því minnkar og hjartsláttur hægist. hlutfall framleidds koldíoxíðs og neytts súrefnis (öndunarstuðull = C02/02) er lægra en áður, þ. e. meira súrefni binzt í líkamanum. Þetta bendir til aukins bruna kolvatna, eins og hefur verið sannað með mælingum á umsetningarhraða 14C merktra fitusýra í 14Oa í þjálfuðum og óþjálfuðum mönnum.1415 Hærra magn frírra fitusýra í serum þjálfaðra manná16 13 bendir til þess, að myndun fitusýra úr fitu- vef sé auðveldari. í þjálfuðum mönnum finnst lægra magn mjólkursýru í vöðvum og blóði við ákveðna vinnu. Eins og lengi var haldið, er það ekki aukið aðstreymi súrefnis til vöðvans, sem veldur, he'ldur betri nýting þess með auknum ærobiskum bruna,18 svo vöðvinn er fær um að brenna meira af fitu, fitusýrum og mjólkursýru, í stað þess að brenna giycogeni anærobiskt með myndun mjólkursýru. Sú aðlögun, sem á sér stað í vöðvunum til að auka súrefnisumsetningu, er að því bezt er vitað, tvíþætt. Myoglobinmagn er aukið, allt upp í 80%, t. d. í fótavöðvum langhlaupara.11 Vitað er frá in vitro rann- sóknum, að myoglobin eykur súrefnis- flutning um vökva17 og þá líklega um cytoplasma in vivo,18 svo nýting súrefnis batnar. í öðru lagi verða mikilvægar breyt- ingar á öndunarenzymum (mitochondria), sem auka eggj ahvítumagn sitt og stækka verulega, fjölgar í frumunum og auka starfsemi sína.10 Við þessar breytingar svipar þjálfuðum vöðva meira til hjarta- VÖðva. Súrefnisneyzla vöðva stjórnast að mestu leyti af magni ADP, AMP og P, í öndunarenzymum frá niðurbroti ATP.-° Við líkamsáreynslu eykst magn ADP, AMP og Px með vaxandi súrefnisskuld vöðvans, en magn ATP og CP (creatin phosphate) minnkar að sama skapi, unz ákveðnu marki. er náð. Þá er hleypt af sitað efna- breytingum með aukinni súrefnisupptöku og fosforiseringu (oxidative phosphoryla- tion) til nýmyndunar ATP og myndunar jafnvægis. í þjálfuðum vöðvum byrja þess- ar efnabreytingar við miklu lægra magn ADP, AMP og Pj, og þess vegna við lægri súrefnisskuld vöðvans, svo jafnvægi kemst á miklu fyrr. Hraði niðurbrots á glycogeni eykst í hlutfalli við vaxandi magn ADP, AMP og Pj, en minnkar með vaxandi magni ATP og CP.21 Þar eð þjálfaðir vöðv- ar ná jafnvægi við miklu lægra magn ADP, AMP og P1( brotnar glycogen hæg- ar niður við sömu vinnu,18 en bruni fitu- sýra og mjólkursýru eykst að sama skapi. Hins vegar er ekki kunnugt um neinar rannsóknir, sem sýna auknar birgðir glycogens í vöðvum eða að glycolytisk hæfni þeirra sé aukin við þjálfun. Síðast en ekki sízt er rétt að benda á, að aukinn ærobiskur bruni er mun hag- nýtari en anærobiskur, þar eð hver eining kolvetna gefur á þann hátt 8-9 sinnum fleiri hitaeiningar. Allt þetta miðar að því, að vöðvar geti unnið meira starf með minna álagi á hjarta, svo augljóslega væru hjartasjúkl- ingar mun bættari með þjálfaða vöðva- starfsemi. GEÐ Áhrif líkamsæfinga á geðheilsu manna eru venjulega til góðs, þó'tt erfitt sé að mæla þau nákvæmlega. Má helzt til nefna aukið þol gegn andlegri streitu, áhyggju- lausara líferni og meiri lífsgleði, bætta sjálfsímynd, bætta lífshætti, svo sem reglu- legri svefn og oft hófsamari reykingar og vínneyzlu. Sumir álíta jafnvel, að líkams- æfingar valdi skarpari hugsun, og leiða að því þau rök, að blóðstreymi til allra líkamshluta batni, þar með til heilans, sem á þann hátt fær meira súrefni og skerpist að hugsun.22

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.