Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 66

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 66
164 LÆKNABLAÐIÐ þótt með góðum vilja, réttu mati og að- ferðum mætti minnka þann hóp mikið, því orsakir eins og minnkað líkamsþol, óraunhæfur kvíði og brjóstverkir, áhuga- leysi vinnuveitanda og skortur á þjálfun til annarra starfa, skipa efstu sætin á list- anum. 5. stig: Lokastig endurhæfingar hefst, þegar sjúkl. virðist hafa náð sér að fullu og hafið fyrri störf og iðju án verulegra óþæginda. í flestum tilvikum er það 10-14 vikum eftir kransæðastíflu. Nú eru hafn- ar æfingar, sem miða að því að auka þrek og þol sjúklings, jafnvel fram yfir það, sem áður var. Áhrif þolæfinga á líkams- starfsemi kransæðasjúklinga eru í flestu eins og í heilbrigðum (tafla I), þótt þær krefjist meiri varkárni í framkvæmd vegna aukinnar áhættu. Áður en þær eru hafnar, er enn nauðsynlegt að meta líkamlegt atgervi sjúklings og pathologiskar tak- markanir hjarta- og æðakerfis með ná- kvæmri læknisskoðun og þrekprófi. Ef óhætt er, eru æfingar hafnar, venjulega með öðrum kransæðasjúklingum á endur- hæfingardeild sjúkrahúss, þar sem hægt er að kalla skjótt til hjálp, ef eitthvað ber út af. Æfingunum er stjórnað af hjúkrun- arkonu eða sjúkraþjálfa, sem kunna vel til endurlífgunar og þekkja hættumerki hjartasjúkdóma. í byrjun eru framkvæmd- ar staðæfingar og hjólað á æfingarhjóli með orkunotkun í samræmi við mælt þol, og er venjulega miðað við, að hjartsláttur fari ekki fram úr 60-70% af áætluðu há- marki. Á þriggja mánaða fresti er sjúkl- ingur þrekprófaður, til að kanna framfarir og breyta æfingum í samræmi við þær. Á meðan þrek sjúklings eykst með þess- um æfingum, er þeim haldið áfram reglu- lega, en í flestum tilvikum munu annars konar og nokkuð erfiðari æfingar hent- ugri 10-14 mánuðum eftir kransæðastífl- una. Þær æfingar eru háðar áhuga hvers og eins og geta verið: rösk ganga, skokk, sund, róður, léttir knattleikir o. s. frv. Körfuknattleikur, blak og badminton er heppilegt fyrir þá, sem þurfa samkeppni. en þeir skyldu þó vera áminntir um að gæta hófs. Alltaf skal miðað við að fara ekki fram úr leyfilegri orkuneyzlu og telja reglulega púls til viðmiðunar. Stjórn- andi æfinganna þarf að kunna til lífgunar og hafa nauðsynleg áhöld og lyf tiltæk, en ekki er hagkvæmt eða nauðsynlegt að hafa æfingarnar á sjúkrahúsi. Hins vegar ætti að vera hægt að kalla til lækni strax, og væri reyndar æskilegt, að læknar, sem standa að þessum æfingum, tækju þátt í þeim sjálfir til að efla áhuga sjúklinga og sjálfum sér til góðs. Tvisvar á ári ætti að skoða sjúkling nákvæmlega og mæla þrek. Á þessu lokastigi endurhæfingar eftir kransæðastíflu er mikilvægt að gleyma ekki geðrænum og félagslegum vanda- málum sjúklings. Þótt aukið þrek minnki vissulega þunglyndi, kvíða og alls kyns kvartanir, þá eiga margir við geðræn vandamál að stríða, sem lyf og hjálp geð- læknis ná ekki að leysa. Hópfundir hjarta- sjúklinga með sálfræðingi eða geðlækni, þar sem þeir ræða vandamál sin hver við annan, hafa verið mörgum til góðs og gefið þeim betri og raunhæfari innsýn við lausn vandans. Félagsráðgjafar eru sjúklingum tiltækir við lausn vandamála heima fyrir, í vinnu eða gagnvart trygg- ingafélögum og ríki. Matarfræðingar halda áfram að veita nauðsynlegar upplýsingar um æskilegar breytingar á mataræði í samræmi við læknisráð. LOKAORÐ Þetta síðasta stig endurhæfingar krans- æðasjúklinga gæti allt eins verið fyrsta stig líkamsæfinga fyrir óþjálfað fólk, sem vill auka þrek sitt og e. t. v. minnka líkur sínar fyrir að fá kransæðastíflu. í þann hóp falla líklega flestir kyrrsetumenn, sem komnir eru yfir þrítugt. Klúbbar, eins og Frímúrarar, Oddfellowar, Lions, Rotary, Kiwanis og fleiri ættu að nota aðstöðu sína og áhrif, til að stuðla að bættri heilsu félaga sinna með reglulegum líkamsæfing- um. íþróttafélögin ættu ekki eingöngu að hugsa um að vinna mót og setja met heldur stuðla að því, að félagar þeirra hætti ekki líkamsæfingum þótt þeir eldist og kcmist ekki lengur i kapplið. Atvinnurekendur mættu athuga möguleika á að koma upp aðstöðu til eða skipuleggja reglulegar líkamsæfingar fyr- ir starfsfólk sitt. Bæjarfélögin gætu auð- veldlega greitt götu samtaka áhugafólks með því að opna íþróttahús skólanna fyrir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.