Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1980, Side 33

Læknablaðið - 15.09.1980, Side 33
LÆKNABLADID 215 11. í greinargerð rannsóknarinnar er, að miklu leyti, stuðst við svokallaða »df in- dex« fyrir barnatennur og »DMF index« fyrir fullorðinstennur. DMF index eða DMF talan, er fengin með pví að leggja saman fjölda tanna með tannskemmdir (D), fjölda tanna, sem hafa verið fjarlægð- ar sökum tannskemmda (M) og fjölda viðgerðra tanna (F). T.d.: Barn, sem hefur prjár skemmdar tennur, tvær fjarlægðar tennur og fimm viðgerðar tennur, hefur DMF töluna 10, p.e. í þessu barni hafa 10 tennur orðið fyrir árás tannskemmda, að minnsta kosti einu sinni. Við athugun á barnatönnunum er stuðst við (df) tölu, eða fjölda skemmdra (d) og viðgerðra (f) tanna. Fjarverandi barnatennur eru ekki taldar með, pví erfitt er að staðhæfa, í sumum aldursflokkum, hvort fjarverandi barnatennur hafi verið fjarlægðar vegna tannskemmda eða fallið á eðlilegan hátt vegna komu fullorðinstannanna. NIÐURSTÖÐUR Þessum lið greinargerðarinnar er skipt í prjú megin atriði: 1. Heildaryfirlit yfir tannheil- brigði 6-14 ára íslendinga, 2. Magn viðgerðra tanna (»viðgerðarstig«), og 3. Tíðni tann- skemmda eftir búsetu barnanna. 1. Heildaryfirlit yfir tannheilbrigdi 6-14 ára Islendinga Börnin, sem þátt tóku í rannsókninni, voru búsett ýmist í kaupstöðum eða í sveit, og var hlutfallstala pessara tveggja rannsóknarhópa, p.e. kaupstaðabörn og sveitabörn, sambærileg hlutfallstölunni, sem fæst við flokkun allra 6-14 ára íslenskra barna eftir búsetu peirra. Má því fá nokkuð haldgóða heildarmynd af tannheil- brigði 6-14 ára íslenskra barna með því að sameina gögnin úr rannsóknarsvæðunum þremur. Barnatennur í töflu II má sjá meðalfjölda barnatanna, sem til staðar eru, og meðaltölur skemmdra, við- gerðra og skemmdra + viðgerðra (df) barna- tanna eftir aldri og kyni. Hæstu meðaltölur skemmdra barnatanna voru 6.41 í sex ára stúlkum og 4.96 í sjö ára drengjum. Mismunur eftir kyni reyndist ekki tölfræðilega raunhæf- ur. Ef miðað er við fjölda barnatanna, sem til staðar eru hverju sinni, var tíðni skemmdra barnatanna í íslenskum börnum mjög há, en nær helmingur allra barnatannanna í 6-11 ára börnum voru skemmdar. Meðaltölur vid- gerdra barnatanna í sex, sjö, átta og níu ára íslenskum börnum voru 0.55, 0.51, 0.40 og 0.26 á barn. í sömu aldursflokkum í norskum börnum (13) voru meðaltölur viðgerðra barna- tanna 1.2, 2.0, 1.4 og 1.3 á barn, eða liðlega tvöfaldar íslensku meðaltölurnar. Hinar lágu meðaltölur viðgerðra barnatanna gefa í skyn áhugaleysi fyrir viðhaldi barnatannanna í íslenskum börnum. Mynd 1 sýnir hlutföll skemmdra, viðgerðra og heilbrigðra tanna af öllum barnatönnum, sem til staðar eru, eftir aldri barnanna. Upplýs- ingum um 12-14 ára börn er sleppt vegna mjög takmarkaðs fjölda barnatanna í þessum aldursflokki. Hlutfall skemmdra og viðgerðra barnatanna hækkar úr 40.8 % í sex ára börn- um upp í 66.7 % í 11 ára börnum. Ennfremur má sjá hversu smár hlutur viðgerðra barna- tanna er í öllum aldursflokkum. Athugun á tíðni tannskemmda samkvæmt fjölda tannflata, sem orðið hafa fyrir árás tannátu, leiddi í ljós, að hæstu meðaltölur Mean number of teeth Age in years Fig. 1. Mean numner of primary teeth present, decayed, filled and sound per child, by age.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.