Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 2
Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól Tengsl við Jón Ásgeir kosta Íslandsbanka 300 milljónir 300 milljónA KRónA uppgreiðslu láns rift Hérðsdómur Reykjavíkur Pauline mcCarthy býður kunningjum og einstæðingum að eyða aðfangadegi með sér. Ljósmynd/Hari  AðfAngAdAgur Óvenjuleg jÓlAhefð PAuline MccArthy Kærleikshjón á Akranesi bjóða ókunnugum heim Pauline mcCarthy og eiginmaður hennar bjóða einstæðingum að verja aðfangadegi með sér. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau bjóða fólki heim á jólum og segir Pauline að hér áður fyrr hafi það glatt fólk að sjá börnin hennar tvö opna pakkana. h amborgarhryggur að gjöf frá vinnufélögum, hangikjöt frá Mæðrastyrksnefnd og kjúklingur verða á boðstólum hjá Pauline McCarthy og manni hennar á aðfangadag. Sjö hafa þegar tilkynnt komu sína, þar á meðal ein palestínsku fjölskyldnanna sem hingað komu sem flóttamenn, og Pauline getur tekið við fleirum. „Hér komast leikandi létt fyrir tuttugu og fimm manns þótt ekki geti allir setið við sama borð – já, og auðvitað vísa ég engum frá, vilji fleiri koma,“ segir konan með kærleikshjartað sem flutti til Ís- lands á eftir ástinni sinni fyrir átján árum og hefur ekki snúið heim til Glasgow síðan. „Hér er svo gott að vera. Mér fannst Reykjavík frábær og mér líður enn betur hér á Skaganum,“ segir hún. Gestir Pauline á aðfangadagskvöldum hafa flestir verið erlendir stúdentar og fólk sem hún hefur kynnst í hinum svokölluðu þjóðafélögum en einnig alls ókunnugt fólk. „Það nístir hjart- að að vita af fólki einmana um jólin,“ segir hún og býður því aftur einstæðingum heim eftir fjögurra ára hlé. Þá sem hún þekkir eitthvað hefur hún beðið að koma með með- læti en nóg er fyrir aðra að láta hana vita að þeir vilji eyða kvöldstundinni með þeim hjónum og vilji þeir gista er pláss. Átján gestir þegar mest var „Stundum fæ ég símanúmer fólks sem er eitt og hringi og býð því heim. Fólki finnst oft betra að vera boðið en að sækjast eftir heimboðinu,“ segir hún. „Fyrsta árið buðum við fyrri maðurinn minn þremur erlendum nemendum að verja með okkur jólunum, og árin þar á eftir varð alltaf fjöl- mennara á aðfangadagskvöld; flestir voru gestirnir sautján til átján,“ segir hún. „Já, hin ýmsu tungumál heyrðust úr stofunni á aðfangadagskvöldum. Við gáfum öllum pakka og fólkið, sem annars hefði verið einmana um jól, hafði gaman af að fylgjast með börnunum okkar opna pakkana.“ Hún segir að hingað til hafi allt gengið upp og fólki komið vel saman þótt sumir séu feimnir. „Ég er svo opinská,“ segir hún, enda alin upp af írskum foreldrum í tíu systkina hópi í Glasgow. „Ég á því gott með að tala við fólk. Svo hef ég gaman af að syngja og fæ gestina mína til að syngja jólalög á ýmsum tungumálum.“ Nær að halda í hefðirnar En þrátt fyrir þessi óhefðbundnu jól getur Pauline einnig haldið í hefðirnar því hún hefur alist upp við að halda jólin 25. des- ember. Börnin hennar tvö koma þá aftur heim eftir aðfangadag með pabba sínum og fá breska siði beint í æð. „Þegar þau koma heim mæta þeim troðfullir jólasokkar af nammi og gjöfum. Í Bretlandi höfum við vanist því að horfa á hátíðarsjónvarps- dagskrá; gamlar, væmnar bíómyndir eru sýndar allan daginn og því höfum við farið á bókasafnið eða vídeóleiguna hér og leigt klassískar bíómyndir. Við slökum á og eyðum deginum saman. Tölvur bannaðar,“ segir Pauline og hlær. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Það nístir hjartað að vita af fólki ein- mana um jólin.  ferðAjÓl deseMberMánuður sækir á Stefna á að selja betur sjarma Íslands í desembermánuði Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Í framtíðinni eigum við eftir að auka áherslu á desembermánuð sem ákjósanlegan ferðamánuð hingað til lands, segir Erna Hauks- dóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Stemningin hér er einstök allan mánuðinn og fram á þrettándann.“ Athygli vekur að Reykjavík lenti í fjórða sæti yfir þær borgir sem fólk vildi helst verja tíma sínum í um áramót. Valið er óvænt, samkvæmt ferðavefmiðlinum Travel Daily News, en borgin er þekkt fyrir sprengjugleði íbúa og skemmt- analíf fram til fimm að morgni. Norðurljósin séu svo punkturinn yfir i-ið. Þúsund kusu og fékk Ís- land níu prósent atkvæða. Í fyrsta sæti var Barcelona með tólf pró- sent atkvæða. París, Amsterdam og Berlín verma sætin fyrir neðan Reykjavík. Edinborg lenti í öðru sæti og Lundúnir í því þriðja. „Já, svo má ekki gleyma því að ferðavefur fréttamiðilsins CNN valdi Ísland besta staðinn til að verja jólunum á,“ bendir Erna á og segir ekki slakað á í hinum ýmsu ævintýraferðum á helstu staði á hátíðisdögum og að fjölmargir veitingastaðir séu nú einnig opnir þessa daga. Einar Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða sem bjóða ferðamönnum að skoða norðurljósin á aðfangadag, segir þegar einn bíl fullbókaðan. „Og ég á von á að það bætist við því svo margt fólk tekur aðfangadag ekki eins alvarlega og við.“ Hann segir þó ekki erfitt að manna vaktirnar. „Fólk er á vöktum alla daga ársins; líka jóladag, gamlársdag og nýárs- dag.“ Túristar skoða norðurljósin með Kynnisferðum. Ljósmynd/Helgi Guðmundsson Wessman vill 4,6 millj- arða frá Björgólfi Thor nú er í fullum gangi dómsmál sem Róbert Wessman höfðaði á hendur félögum í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar. Wessman, sem var forstjóri Actavis fram á mitt ár 2008, fer fram á 4,6 milljarða frá félögum Björgólfs Thors vegna þess að hann telur sig hafa verið hlunnfarinn í tengslum við uppgjör á árangurstengdum þóknunum þegar hann hætti. Talsmaður Björgólfs hefur látið hafa eftir sér í fjöl- miðlum að málið líti öðruvísi út frá þeirra hlið. Róbert skuldi í raun Björgólfi Thor og félögum hans milljarða. -óhþ Þjófur rauf reynslulausn með púrtvíns þjófnaði Karlmaður á fertugsaldri var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Suðurlands fyrir þjófnað. Maðurinn stal flösku af púrtvíni, rauðvíni, tveimur bjórdósum og átján karata gullhring úr súmarbústað í Bláskógarbyggð og rauf þar með skilorð og reynslulausn. Hann þarf að afplána afganginn af reynslulausn sinni, sem er rúmir sex mánuðir, en auk þess var bætt við tæpum tveimur mánuðum fyrir þjófnaðinn sjálfan. -óhþ Hannes leigir lúxusvillu við hliðina á sinni eigin Athafnamaðurinn Hannes Smárason leigir lúxusvillu á Fjölnisvegi 11 af landsbank- anum. Villan var áður í eigu eignarhalds- félagsins Fjölnisvegs 9, sem var aftur í eigu Hannesar Smárasonar. Þetta staðfesti Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi landsbankans, í samtali við DV. Hannes virðist þurfa mikið pláss því barns- móðir hans, Unnur Sigurðardóttir, á glæsihýsi á Fjölnis- vegi 9, við hliðina á húsinu sem Hannes leigir. -óhþ Íslandsbanki þarf að endurgreiða þrotabúi Ís- lenskrar afþreyingar rúmlega 300 milljónir samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Þrotabúið fór fram á að 300 milljóna króna uppgreiðslu á láni Íslands- banka til 365 hf., forvera Íslenskrar afþreying- ar, árið 2008 yrði rift þar sem engar forsendur hefðu verið fyrir uppgreiðslunni vegna bágrar fjárhagsstöðu 365 hf. Dómurinn var sammála þeirri skoðun og dæmdi þrotabúinu í vil, meðal annars á þeim forsendum að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði bæði verið stjórnarformaður 365 og stærsti hluthafinn í Íslandsbanka sem hét þá Glitnir. Honum hefði átt að vera vel kunnugt um slæma stöðu 365 og því liti gjörningurinn út fyrir að vera til hagsbóta fyrir bankann, umfram aðra lánardrottna. 2 fréttir Helgin 23.-26. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.