Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 62
É g man nefnilega eftir þeim báð-um. Ég fékk þá flugu í hausinn stuttu eftir síðustu jól hvort ekki væri sniðugt að endurútgefa einhverjar barnabækur,“ segir Hugleikur. „Einhver vinkona mín minntist þá á Selur kemur í heimsókn en í henni er til dæmis mynd af fíl en sagt að hann sé stór mús. Þetta hafði áhrif á mann á sínum tíma og þarna kynntist maður leik með tungumálið og súrrealisma í fyrsta sinn. Þetta var eiginlega fyrsta Monty Python- ið manns.“ Svona verða börnin til kom út á ís- lensku árið 1971 en kemur nú út í endur- skoðaðri þýðingu. „Það þurfti aðeins að uppfæra hana. Til dæmis að geta þess að það eru ekki síður ljósmæður en læknar sem taka á móti börnunum.“ Selur kemur í heimsókn kom út árið 1974 í þýðingu Njarðar P. Njarðvík og Hugleikur segir enga ástæðu hafa verið til að hrófla við henni. Það var, að hans sögn, nánast vonlaust að finna þessar bækur þannig að hann endaði með að bregða á það ráð að panta þær í þýskum útgáfum hjá Amazon. Hugleikur gefur einnig út nýja barna- bók, Askur og prinsessan, ævintýri í sí- gildum stíl sem tekur meðal annars á samkynheigð. „Við fengum handritið fyrr á árinu og vorum sérstaklega hrifin af teikningunum. Þetta er hefðbundin prinsessu-ævintýrasaga sem endar á því að tvær karlpersónurnar flytja saman. Mér fannst tilvalið að gefa þetta út.“ Hugleikur segist vonast til þess að end- urútgáfurnar rati til nýrra ungra lesenda um leið og eldra fólk með fortíðarþrá geti sótt í þær. „Þetta eru fallegar bækur og þótt maður hafi verið vitleysingur þeg- ar maður var barn þá kunni maður gott að meta og þessar bækur sátu í manni.“ toti@frettatiminn.is  ókeiBæ endurútgefur sígildar BarnaBækur  anna steinsen Besti dale Carnegie-þjálfari í evrópu Rykið dustað af æskuminningum Þeir sem eru komnir vel yfir þrítugt kannast sjálfsagt margir við barnabækurnar Svona verða börnin til, eftir Per Holm Knudsen, og Selur kemur í heimsókn, eftir Gene Deitch með mynd- um Vratislavs Hlavatý. Báðar hafa bækurnar verið ófáanlegar um langt árabil en nú hefur myndlistarmaðurinn Hugleikur Dagsson tekið sig til og endurútgefið þær undir merkjum bókaútgáfu sinnar, ÓkeiBæ. a nna Steinsen er nýkomin heim af ár-legum heimsfundi Dale Carnegie -þjálfara og -fyrirtækja á Miami í Banda- ríkjunum þar sem hún tók á móti viðurkenningu sem besti Dale Carnegie-þjálfari í Evrópu. „Árangur okkar er metinn út frá ákveðnum stöðlum og við fáum ákveðin stig samkvæmt þeim,“ seg- ir Anna þegar hún útskýrir hvernig hún varð fyrir valinu. „Ég hef tvisvar sinnum verið í fyrsta sæti og einu sinni í öðru sæti,“ segir Anna sem er síður en svo óvön því að taka á móti viðurkenningu á stórum Dale Carnegie-fund- um. „Ég er mikil keppnis- manneskja þegar kemur að mínu fólki og ég legg mikið upp úr því að þeir sem taka þátt í námskeiðum hjá mér nái árangri. Ég pæli mikið í þessu og það er mikilvægt að maður vinni þessa vinnu með hjartanu.“ Anna lætur sér annt um alla sem sækja námskeið hjá henni. „Fólk skiptir mig máli og það verður að finna fyrir mikilvægi sínu til þess að geta náð árangri.“ Dale Carnegie, sem sam- tökin eru kennd við, hélt sitt fyrsta námskeið árið 1912. Hann fór upphaflega af stað með ræðunámskeið en þau þróuðust smám sam- an í námskeið með það að markmiði að hjálpa fólki að byggja upp sjálfstraust, bæta mannleg samskipti og vinna bug á áhyggjum og kvíða. „Þetta er búið að standa af sér kreppur og tvær heims- styrjaldir þannig að þetta er fyrirtæki sem stenst tímans tönn,“ segir Anna um hug- myndafræðina að baki nám- skeiðunum sem kennd eru við Dale Carnegie. Anna sérhæfir sig í nám- skeiðum fyrir unglinga og hún segir að eftir hrun hafi eftirspurnin eftir uppbygg- ingu unglinga aukist. „Við fórum að hugsa öðruvísi eftir hrunið og huga meira að gild- um og siðferði og þetta segir okkur að fólk hafi áhyggjur af börnunum sínum og hugsi fyrst og fremst um að styrkja þau. Öll okkar aðferðafræði byggist á hvatningu og hrósi. Krakkarnir skuldbinda sig líka á námskeiðinu með því að setja sér raunhæf mark- mið með tímamörkum og um leið og þau sjá árangur öðl- ast þau meiri trú á sjálf sig og boltinn fer að rúlla.“ Mikilvægt að vinna með hjartanu Grýla í miðbænum Það verður nóg um að vera í miðbæ Reykjavíkur í dag, Þorláksmessu, enda má ætla að fólk stefni þangað í stríðum straumum til þess að klára jólagjafakaup- in. Ýmislegt verður í boði til þess að létta ungum sem öldnum lundina í jólastress- inu. Kórar, hljómsveitir, jólasveinar, töframenn, harmóníkuleikarar og fleira hresst fólk mun leggja sitt af mörkum. Og svo ætlar sjálf Grýla að mæta í Jólabæinn á Hljómalindarreitnum klukkan 16.30. Þar verða líka Hurðaskellir og bræður hans að skemmta sjálfum sér og öðrum og heilsa upp á vegfarendur. „Svona verða börnin til lýsir því býsna opinskátt hvernig börnin verða til og koma í heiminn. „Maður las hana oft og mörgum sinnum, bæði til þess að hlæja að henni og líka til þess að velta þessu fyrir sér,“ segir Hugleikur. Ljósmynd Hari. Þetta hafði áhrif á mann á sínum tíma og þarna kynntist maður leik með tungu- málið og súrrealisma í fyrsta sinn. 62 dægurmál Helgin 23.-26. desember 2010 Hugleikur Dagsson gróf upp gamlar barnabækur sem hann hafði aldrei gleymt og dreif í að endurútgefa þær. Bær Rúnar S. Gíslason Lögg. fasteignasali. Við bjóðum Davíð Ólafsson söngvara velkominn til starfa david@remax.is - 897 1533 Hann er jákvæður og kraftmikill sölufulltrúi sem lætur verkin tala ... .... og syngja Ókeypis verðmat án skuldbindinga Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík Gjafabréf á viðburði í Tjarnarbíói 1000 kr. 2000 kr. 3000 kr. JANÚAR 2011 Mojito Súldarsker Sirkus Sóley Ferlegheit SÍÐUSTU SÝNINGAR TÓNLEIKAR FRUM- SÝNING 14. JAN. 16 20 Fæst á tjarnarbio.is, midi.is og í miðasölu Tjarnarbíós Tilvalið í jólapakkann 16 21 23 7 15 22 29 Anna þakkar góðan árangur sinn ekki síst því að hún lætur sér annt um hvern og einn og einbeitir sér að því að fólk nái árangri á námskeiðum hennar. Retro Stefson og tenórar klára Stórsveitin Retro Stefson stígur á svið í Jólabænum klukkan 20 og þegar hún hefur lokið sér af nær skipulögð dagskrá í miðbænum hápunkti þegar stórtenórarnir þrír, þeir Jóhann Frið- geir, Garðar Thor og Gissur Páll, syngja inn jólin eins og þeim einum er lagið við undirleik Jónasar Þóris. Dag- skránni lýkur klukkan 23 en þá verður einnig flestum verslunum miðborgarinnar og Jólabænum lokað. Harmóníkutónar og trúbador Þrír kórar Margrétar Pálmadóttur söngstjóra, Cantabile, Stúlknakór Reykja- víkur og Vox Feminae, munu syngja saman milli klukkan 16 og 18 á Ingólfs- torgi, Lækjartorgi, í Bankastræti, Jólabænum, Kjörgarði, efst á Laugavegi og á nokkrum stöðum við Skólavörðustíg. Þá mun trúbadorinn Svavar Knútur leika á sömu stöðum frá kl. 16 og Ástvaldur Traustason þenur nikkuna milli klukkan 14 og 16 á Skólavörðustíg við Geysi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.