Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 64
Diskur um feril
Gylfa kominn út
Út er kominn diskur um knatt-
spyrnuferil Gylfa Þórs Sigurðs-
sonar sem ber nafnið Leiðin til
Hoffenheim. Þar er
farið yfir feril Gylfa
allt frá því hann hóf
feril sinn í FH og
þar til hann gekk
í raðir þýska stór-
liðsins Hoffenheim
í haust fyrir rúman
milljarð. Á disknum er gríðarlegt
magn marka með Gylfa, sem og
viðtöl við aðila sem hafa þjálfað
hann í gegnum tíðina. Allur ágóði
af disknum rennur til Styrktar-
félags langveikra barna. -óhþ
13 jólabækur á árs-
metsölulistanum
Alls eru þrettán af tuttugu mest
seldu bókum ársins á lista Félags
bókaútgefanda yfir bækur sem
komu út
núna fyrir
jólin. Þar
fer fremstur
í flokki
metsöluhöfundurinn Arnaldur
Indriðason með bók sína Furðu-
strandir. Meðal annarra má nefna
matreiðslubækur eftir Friðriku
Hjördísi Geirsdóttur og Jóa
Fel, lífsleiknibækur eftir syst-
urnar Kristínu og Þóru Tómas-
dætur, Egil Gillz og Tobbu
Marinós, ævisögur eftir Guðna
Th. Jóhannesson og Sölva
Tryggvason, fagurbókmenntir
frá Bergsveini Birgissyni og
Sofi Oksanen, hrollvekju frá
Yrsu Sigurðardóttur og tvær
bækur, barna- og unglingabók,
frá Þorgrími Þráinssyni. -óhþ
Diskó og leynipartí
Annar í jólum er eitt af helstu kvöld-
um á dagatali einbeittra nátthrafna.
Flestir skemmtistaðir landsins eru
opnir og í höfuðstaðnum verða að
minnsta kosti tvö samkvæmi með
sérstakri viðhöfn. Á Austur dustar
DJ Margeir rykið af Diskókvöldinu
sínu, sem hefur ekki verið haldið
undanfarin fimm ár eftir tíu ára
árlegt úthald þar á undan.
Öllu leyndardómsfyllra er jólapartí
plötusnúðadúettsins Tatata, sem er
vel þekktur í næturlífinu fyrir fjör-
legar uppákomur. Þeir félagar hafa
boðað mikla gleði í samvinnu við
stúlkurnar sem eiga Einveru. Hvar
er hins vegar leyndarmál þegar
þetta er skrifað, og verður stað-
setningin ekki upplýst fyrr en á að-
fangadag þegar boð verður látið út
ganga með sms og á fésbókinni.
HELGARBLAÐ Hrósið…
... íslenski handboltaþjálfar-
inn Þórir Hergeirsson fyrir að
gera norska kvennalandsliðið í
handbolta að Evrópumeisturum í
Danmörku um helgina.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
HELGARBLAÐ
70%
Höfuðborgarbúa
lesa Fréttatímann
Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember
meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.
GEFÐU FRÍ UM JÓLIN
JÓLAPAKKAR ICELANDAIR
HUGURINN BER ÞIG
AÐEINS HÁLFA LEIÐ
* Innifalið: Flug fram og til baka, skattar og önnur gjöld. Sölutímabil er til 24. des. 2010 kl. 18:00. Bókunartímabil er frá 22. des. 2010 til og með 14. jan. 2011.
Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags nema á Saga Class. Takmarkað sætaframboð. Sjá nánari skilmála á www.icelandair.is. Þessar ferðir gefa 3.000–14.400 Vildarpunkta.
Jólapakkar eru í boði fyrir öll farrými: Economy Class, Economy Comfort og Saga Class.
Jólapakkar Vildarklúbbsins eru í boði á Economy Class og Economy Comfort.
Sérstakt barna- og ungbarnaverð í boði, sjá nánari upplýsingar á www.icelandair.is.
Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 17. apríl 2011 (síðasti ferðadagur).
Eftir að ferðatímabili lýkur gildir jólagjafabréfið sem inneign upp í fargjöld með Icelandair.
Vildarkort VISA og Icelandair: Vildarkortshafar fá 5.000 Vildarpunkta fyrir kaupin.
+ BÓKAÐU Á WWW.ICELANDAIR.IS
EVRÓPA frá 29.900* kr.
eða 20.000 Vildarpunktar og 19.554* kr.
USA frá 54.900* kr.
eða 40.000 Vildarpunktar og 28.140* kr.
Jólapakkatilboðið gildir til London, Manchester, Glasgow, Kaupmannahafnar,
Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar í Evrópu
og til New York, Boston og Seattle í Bandaríkjunum.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
13
45
1
2/
10