Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 46
46 kræsingar Helgin 23.-26. desember 2010 Rjúpan elduð upp á gamla og nýja mátann Fréttatíminn leitaði til Friðgeirs Inga Eiríkssonar á Hótel Holti og fékk hann til að elda rjúpuna góðu upp á gamla mátann en einnig á þann máta sem hann sjálfur myndi meðhöndla hana. Gjafakort – þá fá allir eitthvað fallegt! Blue Lagoon gjafakort eru fáanleg í verslunum Bláa Lónsins á baðstað, að Laugavegi 15, Blue Lagoon spa og Hreyfingu í Glæsibæ. Gisting í Bláa Ló ninu – Lækningalind Blue Lagoon húðvörur Líkamsrækt Einkaþjálfun Aðgangur í Bláa Lónið Spa meðferðir Snyrtimeðferðir Nudd Veitingar á LAVA Gjafakort Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamrahjalla, hvít með loðnar tær. Brýst í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. Þannig hefst ljóðið Óhræsið eftir Jónas Hallgrímsson þar sem hann yrkir um rjúpuna. Í hugum margra eru engin jól án rjúpu og fyrir hver jól skundar fjöldi ís- lenskra karlmanna til fjalla til þess að skjóta í matinn. Þegar kemur að elduninni er óhætt að fullyrða að lang- ömmur, ömmur og mömmur þjóðarinnar hafi í gegnum árin eldað rjúpuna á svip- aðan máta og Helga Sigurðar leggur til í uppskrift sinni í Mat og drykk á bls 102 (6. útgáfu), en hún sýður fuglinn í hvorki meira né minna en 1-1½ klst.! Einhverjir hafa eflaust stytt suðutímann en trúlega er aðferð Helgu Sig enn í há- vegum höfð á mörgum íslenskum heimilum. Á síðustu árum eru þó ýmsir farnir að breyta til enda hefur landinn kynnst því að villibráð er oft mjúk og ljúffeng þegar hún er lítið elduð. Friðgeir Ingi Eiríksson, yfir- kokkur á Hótel Holti, setti saman tvær upp- skriftir fyrir Frétta- tímann; annars vegar með gömlu aðferðinni og hins vegar eins og hann sjálfur myndi meðhöndla rjúpuna, þ.e. sem villibráð. Fyrir 4 4 stk. rjúpa Verkið rjúpurnar og haldið öllu aðskildu. Rjúpubringurnar eru léttsteiktar á pönnu upp úr helmingablöndu af smjöri og olíu og svo eru þær bakaðar í ofni í mínútu í senn, 2-3 sinnum. Þess verður þó að gæta að bringurnar fái að hvíla 10 mínútur á milli þess sem þær fara í ofninn. Sósa 1 dl balsamic-edik 1 dl hindberja-edik 500 ml rauðvín 1 lítri kjötsoð fóarn lifur hjarta ferskt timjan kanilstöng 2 einiber 2 negulnaglar 1 dl þeyttur rjómi Aðferð: Edik soðið niður í kjarna. Rauðvíninu bætt út í og soðið niður um 2/3, þá er soðinu hellt yfir og soðið niður. Á sama tíma er kryddið sett saman við. Síðustu 20 mínúturnar eru brúnuð beinin af rjúpunum soðin með ásamt innmat. Klárið með létt- þeyttum rjóma. Meðlæti 3 stk. steinseljurót 15 stk. kónga- sveppur (cep) 10 stk. radísur 1 epli, grænt steinselja 1 skalottlaukur 1 hvítlauksgeiri Sjóðið steinselju- rótina í rjóma og mjólk, sigtið og maukið ásamt 7 steiktum kónga- sveppum. Klárið með hunangi, sérrí- ediki og hnetu- brúnuðu smjöri, salti og pipar. Sjóðið upp á 200 ml af vatni, 200 ml ediki, 200 g sykri og 2-3 kardamommum. Skerið radísurnar niður og setjið saman við. Látið kólna í vökvanum. Skerið niður 4 sveppi til helminga og restina í teninga. Steikið upp úr smjöri ásamt söxuðum hvítlauk og skalott- lauk, kryddið með steinselju. Eplin skorin niður eftir smekk og bökuð í ofni þar til þau eru vel bökuð og næstum „krispí“, þannig eru þau notuð sem krydd. Sveppateningarnir, radísurnar og eplin eru hituð saman fyrir framreiðslu. Fyrir 4 4 stk. rjúpa 3 lítrar kjötsoð 1/4 lítri rjómi ferskt timjan Meðlæti 8 stk. kartöflur 1 góð krukka rauðkál 2 stk. gulrót 1/2 sellerírót 1 meðalstór rófa 1 steinseljurót Aðferð: Rjúpan er brúnuð upp úr helm- ingablöndu af smjöri og olíu á pönnu. Síðan er hún sett í pott með kjötsoðinu og fersku timjan og soðin í þrjú korter. Þá er hún tekin upp úr, soðið bætt með rjóma og soðið aðeins niður. Því næst er soðið bakað upp með smjörbollu. Saltið og piprið eftir smekk. Gott að þeyta mat- skeið af smjöri út í sósuna fyrir notkun og setja í hana teskeið af góðu ávaxtaediki. Kartöflurnar eru soðnar með hýði, skrældar og settar út í karamellu. Gott er að krydda karamell- una með appelsínu- safa og smávegis kanil. Rauðkálið sett í pott og hitað upp, kryddað með negul og gott að bæta einni teskeið af rabarbarasultu út í. Rótargrænmetið skorið í jafna bita, sett í ofn með dálítilli olíu og matskeið af hunangi og bakað við 160 gráður í u.þ.b. 30 mínútur. Kryddið með salti og pipar, steinselju og sérrí-ediki. Rjúpa upp á gamla mátann Rjúpa dagsins í dag Heima­ löguð jóla skyr­ kaka Skyrkaka 1 kg bláberjaskyr (eða skyr að eigin vali) 3/4 pk. Digestive-kex 150 g smjör 500 ml rjómi 200 g sykur 6 matarlímsblöð Hlaup 75 ml Grenadine-síróp 75 ml vatn 2 matarlímsblöð bláber eftir smekk Kexið er mulið í matvinnslu- vél eða sett í poka og malað með kökukefli. Bræðið smörið og blandið kexinu saman við. Þetta er svo sett í botninn á springformi. Skyri, sykri og rjóma er hrært vel saman, bræddu matarlíminu bætt út í og svo er blöndunni hellt ofan á kexið. Sett inn í ísskáp í 2-3 tíma til að stirðna. Þá er kakan tekin út og bláber (eða ber að eigin vali) sett ofan á. Grenadine-síróp og vatn sett í pott og hitað. Matar- límið er brætt saman við. Blandan er svo kæld og henni hellt yfir kökuna. Þá fer kakan aftur í kæli og er tilbúin eftir 1-2 tíma. Einnig er hægt að bragðbæta hlaupið með til dæmis Grand Marnier eða jafnvel sérrí skvettu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.