Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 38
Anna Th. Rögnvaldsdóttir hefur tekið saman snotra og stutta handbók um ritun kvikmyndahandrita. Fyrirtæki Önnu, Ax, gefur bókina út en hana má finna í öllum skárri bókaverslunum. Í handbókinni er á greinargóðan og yfirlætislausan hátt að finna nokkrar grunnreglur við skrif fyrir hvíta tjaldið og skjáinn. Slíkar bækur eru óteljandi í útlöndum en hafa fáar komið út hér á landi þótt ritröð Guðna Elíssonar um kvikmyndir hafi reynst mörgum gagnleg og eins þýðing á grund- vallarriti Voglers um ferð hetjunnar sem kom út 1997 og er eina bókin sem áður hafði komið út um hand- ritasmíð þar til handbók Önnu kom út í haust. Í bókarlok eru viðaukar um handritaskrif í Word og enskt-íslenskt orðasafn með skýringum. -pbb Að skrifa handrit  Bókardómur Sovét-ÍSland — óSkalandið Þór Whitehead S kömmu eftir lestur á stórvirki Þórs Whitehead um langvinnt og skipu-lagt samsæri íslenskra kommún- ista frá 1920 fram yfir 1960, Sovét-Ísland, datt ég ofan í endurminningar ungrar stúlku frá þeim árum í stríðsbyrjun þeg- ar Æskulýðsfylkingin starfaði með sem mestum krafti innan hreyfingar sósíal- ista í Reykjavík. Áfengislausar skemmt- anir, útilegur og uppbygging á aðstöðu til dvalar í náttúrunni, vetur og sumar, rifj- aði hún upp. Ungmennafélagsandi kom fyrst í hug. Og þegar gripið var í beinu framhaldi í úrval ljóða frá því fyrr á árinu eftir Jóhannes úr Kötlum frá hans langa og fagra ferli – þar sem meðal annars var hið fræga kvæði Soviet Ísland – þá var ekki örgrannt um að maður hugsaði við lesturinn á Whitehead: Heimurinn er ekki einn, hann er margir heimar. Þór Whitehead hefur á sínum langa ferli einbeitt sér að sögu sósíalista og stríðstímanum; sveinsprófið hans var ritgerð um Kommúnistaflokkinn, nýja bókin hans verður væntanlega ekki enda- punkturinn á skrifum hans um komm- ana. Í ritinu beinir hann spjótum sínum í ótal neðanmálsgreinum að þeim Jóni Ólafssyni heimspekingi, sem hann hefur lengi deilt við, og svo Guðna Th. Jóhann- essyni sagnfræðingi. Þær beinast ekki einungis að „röngum“ túlkunum heldur beinlínis að fræðimannsferli þeirra. Og þeim er sjaldan svara vant ... Meginmuninn á niðurstöðum þessara þriggja manna má draga saman: Þór trú- ir því og rökstyður sem best hann má að íslenskir kommúnistar og síðar sósíalist- ar hafi alla tíð ætlað sér vopnaða byltingu á Íslandi með ofbeldi og vanmáttugt rík- isvald hafi ekki haft roð við þeim. Kan- inn hafi frelsað okkur frá Rússa ógninni. Þór lýsir þessari skoðun í nákvæmnis- legum ferlisrannsóknum sem eru býsna fræðilega fram settar og ítarlegar þótt fátt kæmi á óvart í þeim skrifum nema trúarhitinn í sannfæringu sagnfræð- ingsins. Það er helst hin kátlega útgáfa af hreinsunum harða kjarnans – nú og svo birting á nákvæmri lýsingu á flótta Stefáns Péturssonar sem lengi hefur lifað í munnlegum endursögnum: „Þeir bönkuðu á mér skóna“ sagði hann um landamæraverðina. Jón og Guðni hafa dregið getu hreyf- ingar sósíalista til byltingar í efa, og það verður að segjast eins og er: Af málflutn- ingi Þórs dregur lesandinn þá ályktun að draumar einstaklinga og hópa fyrr og síðar í þessari hreyfingu hafi í besta falli verið hugsjónabernska og í versta falli kjánalegir órar frekar en sú mikla ógn sem Þór trúir að hafi vokað yfir eyríkinu. Nú verða stórtíðindi í lífi manna og hreyfinga á sögulegum tíma oft spreng- hlægileg þegar frá líður. Hin mikla ógn nasistanna á Íslandi fyrr og síðar er held- ur skopleg nú þótt ýmsar hugmyndir þeirra meðal hægrisinnaðra manna á Ís- landi séu óþægilega lifandi enn þann dag í dag: stétt með stétt, þjóðernisremban og útlendingahatur þess heimóttarskap- ar sem gjarna einkennir hægrisinnaðar hreyfingar víða um heim. Það er býsna erfitt að taka sovétdrauma íslenskra sósí- alista alvarlega þótt mörg af baráttumál- um þeirra um almenn mannréttindi hafi hjálpað til um þá velferð sem við búum við í dag. Hin alltumlykjandi hönd Kom- intern, sem Þór rekur samviskusamlega, er raunar ekkert spaug, ef litið er til þess hvernig sú alþjóðlega hreyfing lék menn víða um lönd. En hér er þetta pex allt dá- lítið hjákátlegt. Svo lendir lesandi í smá krísu: Þór var jú einn af helstu forystumönnum frjáls- hyggjunnar hér á landi á sínum tíma og ekki hefur hann færst nær miðju síðan. Lesandi fer því fljótt að lesa gegnum línuna sem hann fylgir staðfastlega og hættir snemma að treysta honum sökum þess hversu fjarri hann er því að blanda ekki trú sinni í sagnfræðina. En líti mað- ur hjá þeirri fötlun í sagnfræðiaðferð og lesi Sovét-bókina hans með það í huga er hún spennandi og víða skoplegur lestur um hvert gagnrýnislítil þjónkun getur leitt menn; það á bæði við um viðfangs- efnið og sagnfræðinginn sem hér um það fjallar.  Sovét-Ísland óskalandið Þór Whitehead 350 bls. Bókafélagið Ugla 38 bækur Helgin 23.-26. desember 2010  Bókardómur ljóð og myndir jónaS e. Svafár Í ritinu beinir hann spjótum sínum í ótal neðan- málsgrein- um að þeim Jóni Ólafssyni heimspek- ingi, sem hann hefur lengi deilt við, og svo Guðna Th. Jóhannes- syni sagn- fræðingi. leyniSt Í flóðinu Allt til að vera ham- ingjusöm og aðrar sögur eftir Frakkann Eric-Emmanuel Schmitt í þýðingu Sigurðar Pálssonar er falleg lítil bók sem leynist í bókaflóðinu.  ljóð og myndir Jónas E. Svafár 287 bls. Omdúrman Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Sú var tíðin að Ib Henry Cavling var fastur gestur á íslenskum bókamarkaði með ástarsögur sínar sem gerðust á herragarði í lyngskógabeltinu. Núorðið hefur ástarsagan skipt um ham. Hún náði sér vel á skrið í enskumælandi löndum upp úr 1980, hvarf úr tímalausri fortíð og kom inn í nútímann með skvettu af kynlífi, nútímaháttum og sínum hefðbundna góða endi. Í Bandaríkjunum lesa 75 milljónir eina slíka bók á ári. Hinn dæmigerði lesandi er kona milli þrítugs og fimmtugs. Þar í landi koma út 9.000 titlar af þessu tagi og nú eru slíkar sögur leiðandi í stafrænni væðingu bóklesturs. Skýringin er sú að í lestri á Kindle eða öðrum staf- rænum spjöldum getur enginn séð hvað þú ert að lesa en það hefur lengi verið litið niður á þá sem liggja í rómanalestri – hvort sem það er Kapítóla eða einhver yngri frænka hennar. -pbb Ástarsögur skipta um ham Í mínu ungdæmi tóku ljóðelskandi menn Jónas Svafár alvarlega. Verk hans voru ekki for- vitnum unglingi aðgengileg fyrr en með 68-út- gáfunni af Það blæðir ... Ljóðin fyrir þann tíma sá maður helst í Þjóðviljanum. Hann var sér á parti og samtímamenn sem þekktu til hans voru gjarnir á skröksögur um þetta merkilega myndskáld. Hann var enda utan við hópana tvo, þrjá sem voru helstir meðal atómkyn- slóðarinnar og það fár sem kringum atóm- ljóðin varð. Nú hefur Omdúrman haldið áfram sínu merkilega starfi sem hófst með stórbók- unum um Megas, Rósku og Dag, og síðan bókinni um Elías Mar. Hjá forlagi Omdúrman er komið út vænt safn af ljóðum og myndum Jónasar í ýmsum gerðum. Þetta er falleg bók og glæsilegur prentgripur eftir Harra – og Jónas sjálfan. Í formála reyna þeir Þröstur Helgason og Ingólfur Arnarson að setja Jónas í samhengi. Hefðu gjarna mátt skoða nágranna hans betur; Megas tók að elta Jónas í myndverkum í Skólablaði MR á skólaárum sínum og áfram í sínum stensilprentuðu bókum og enn betur í endurútgáfum þeirra. Ef grannt er skoðað má sjá hvernig Svafár hefur smitað Magnús ungan. Meira að segja hin háttbundna skrift er þeim sameiginleg. En hvað um það, gaman er að lesa kveðskap sem er svo kyrfilega bund- inn hugmyndaheimi áranna milli ‘50 og ‘70. Jónas heldur því áfram að vera stakur í ljóð- og myndheimum. Og bókin hans er falleg og skemmtilegur minnisvarði. -pbb Tímabært heildarsafn Samsæri kommúnista Heit trú höfundar á ógnina úr austri verður til þess að lesandinn hættir að treysta honum. Þór Whitehead Hefur á sínum langa ferli einbeitt sér að sögu sósíalista og stríðstímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.