Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 14
Þ étting byggðar hefur lengi verið keppikefli enda hefur höfuðborgarsvæðið þanist út. Á því eru gisin svæði og hrein atvinnusvæði inn á milli. Sumum þeirra fylgir sóðaskapur og drasl. Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur skorið upp herör gegn drasli á at- vinnulóðum á Kársnesi en hvernig horfir málið við í höfuðborginni? Gísli Marteinn Baldursson, borgar- fulltrúi í Reykjavík, hefur sérmennt- að sig í borgarfræðum. Hann segir borgaryfirvöld sammála um, sama hvar menn standa í flokki, að þétta byggð og blanda íbúðabyggð við þau atvinnuhverfi sem fyrir eru og þegar langt inni í borg. Það þurfi hins vegar kjark til því auðveldara sé að byggja ný hverfi en þétta þá byggð sem fyrir er. Stefnan hefur þó verið mörkuð. Blöndun íbúðabyggðar og at- vinnusvæða það sem koma skal „Við erum að byggja upp nýtt at- vinnuhverfi á Hólmsheiði,“ segir Gísli Marteinn. „Það er byggt allt öðruvísi en öll önnur atvinnuhverfi hafa verið byggð upp. Þar verður meiri gróður og um leið lagðar á miklu meiri kvað- ir um frágang á umhverfi. Þrátt fyrir að þarna verði iðnaður verða gerðar kröfur um að menn gangi snyrtilega um og hafi hreint í kringum sig. Á sama tíma erum við með hug- myndir um það sem áður hét iðngarð- ar í Skeifunni, að þar verði mannvæn- legt umhverfi og gott. Tillögur eru um að láta Skeifuna ganga í endur- nýjun lífdaga þar sem fólk getur búið en þar verði einnig atvinnustarfsemi. Við munum breyta deiliskipulagi svæðisins þannig að eigendur húsa þar hafi rétt á að stækka þau eða rífa og byggja ný en áfram verði verslun og þjónusta í hverfinu. Atvinnustarf- semi gæti því verið á neðstu hæð- unum en íbúðir þar fyrir ofan,“ segir Gísli Marteinn. Hann segir að þessi þróun eigi sér stað um allan heim og þekkt er m.a. hvernig pakkhúsum hefur verið breytt í dýrt og eftirsótt íbúðarhús- næði í Kaupmannahöfn. „Það er víða verið að breyta iðnaðarsvæðum í blandaða byggð. Þetta er það sem við viljum gera í Reykjavík, hvort sem við horfum til Skeifunnar, Örfiriseyj- ar eða annarra svæða í borginni þar sem verið hefur iðnaðar- eða atvinnu- starfsemi, en í staðinn fyrir að ýta þeirri atvinnustarfsemi burt viljum við frekar fá blandaða byggð íbúðar- húsnæðis og atvinnustarfsemi. Þetta gildir um Súðarvoginn og ef farið er yfir Elliðaárósa upp á Höfð- ann. Þar eru hverfi sem verið hafa iðnaðarhverfi en Reykjavíkurborg stefnir að því að breyta öllu skipu- lagi og bjóða þeim sem þar eru með atvinnustarfsemi nýtt atvinnusvæði. Þessi svæði voru í upphafi í útjaðri byggðar en eru nú komin inn í miðja borg. Sá iðnaður sem er mengandi eða þarf meira pláss fær nýja að- stöðu, t.d. á Hólmsheiði, en um leið verður blönduð byggð í þessum fyrr- verandi iðnaðarhverfum. Þar nefni ég svæði eins og Skeifuna, Örfirisey, Höfðann, Vogana nálægt höfninni og svo framvegis.“ Uppbygging á brúnum svæðum fremur en grænum „Það má segja að þetta sé tvíþætt. Í fyrsta lagi tökum við svæði sem á ensku eru nefnd „Brown Fields“ eða brún svæði og reynum að byggja á þeim fremur en grænum svæðum. Það þýðir að í stað þess að endalaust sé verið að brjóta lönd undir nýja byggð í austri reynum við frekar að taka svæði sem eru þegar inni í borginni, þar sem allt kerfi er þegar til staðar, vegakerfi, almenningssam- göngur, vatns-, hita- og raflagnir. Þar verður blönduð byggð þar sem fólk getur búið áfram en grænu svæðin verða áfram græn. Hins vegar þarf að finna stað fyrir atvinnulíf til að byggj- ast upp og þar kemur Hólmsheiðin inn. Skipulag þess svæðis er tilbúið. Þegar menn vilja fara af stað er allt til reiðu,“ segir Gísli Marteinn. Borgarfulltrúinn kannast við það að gamalt drasl safnist fyrir á at- vinnulóðum. Hann segir borgina og fyrirtækin þó í langflestum tilvikum eiga jákvætt og uppbyggilegt sam- starf. Heilbrigðiseftirlitið fylgist með málum og ákveðin starfsleyfi gildi fyrir fyrirtækin. „Við það að breyta gömlum atvinnusvæðum í blandaða byggð verður krafan enn ríkari um góðan frágang, þ.e. þegar hverfin eru t.d. líka orðin skólahverfi. Þá fer mengandi iðnaður annað en hreinni iðnaður og þjónusta heldur áfram sem atvinnulífið í hverfunum. Þetta á að geta spilað saman. Við viljum byggja upp borg þar sem vegalengdir til að sækja vinnu eru ekki miklar. Þétting byggðar er því nákvæmlega það sem við viljum gera,“ segir Gísli Marteinn. Hann tekur dæmi af hafnarhverf- um borga erlendis sem séu geysi- lega vinsæl. Sama gildi um hverfi þar sem sjúkrahús hafi verið flutt úr miðborgum eins og gert hefur verið í Edinborg og fleiri borgum. „Eftir- spurn eftir íbúðum í slíkum hverfum er mjög mikil og það er ekki skrýtið því að fólk er að flytja inn í nýtt hús- næði í grónu hverfi,“ segir hann. Stjórnmálamenn hafa verið of kjarklausir „Allar kannanir sýna að þetta er það sem fólk vill helst gera. Ég þekki þetta vel eftir að hafa alist upp í Breiðholti. Í nýju hverfi eru hlutirnir lengi að gerast. Í gömlum hverfum eru leiksvæðin þegar til staðar. Þar eru íþróttafélögin með allri þeirri uppbyggingu sem þeim fylgir og jafnvel stór útivistarsvæði. Sá sem flytur á morgun í Skeifuna er í næsta nágrenni við Laugardalinn, stærsta útivistarsvæði borgarinnar. Strætis- vagn fer fram hjá hverfinu á þriggja mínútna fresti eftir Miklubrautinni. Íbúinn þarf ekki að bíða árum saman eftir að borgin standi við sitt í upp- byggingunni. Kerfi borgarinnar er þegar fyrir hendi. Menn eru í orði kveðnu sammála um þetta, hvar í flokki sem þeir standa, en það er miklu erfiðara að þétta byggð en búa til nýtt hverfi utan þeirrar byggðar sem fyrir er. Ef þétta á byggðina inni á einhverju svæði eru Iðnaðarhverfi ganga í endurnýjun lífdaga Íbúðabyggð mun þróast inn í gömul iðnaðar- og atvinnuhverfi borgarinnar, Skeifuna, Örfirisey, hafnarhverfi Voganna og Höfðahverfið. Jónas Haraldsson ræddi við Gísla Martein Baldursson borgarfulltrúa sem hefur sérmenntað sig í borgarfræðum. Í stað þess að endalaust sé verið að brjóta lönd undir nýja byggð í austri reynum við frekar að taka svæði sem eru þegar inni í byggðinni. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Það er miklu erfiðara að þétta byggð en búa til nýtt hverfi utan þeirrar byggðar sem fyrir er. Þétting og blöndun íbúðabyggðar og atvinnu- hverfa er hins vegar rétta leiðin. Þétting byggðar í borginni er hin rétta leið, að mati Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa. Íbúðabyggð færist því inn í gömul iðnaðar- og atvinnuhverfi með auknum kröfum um frágang á umhverfi. Vogarnir, nálægt hafnarsvæði Reykjavíkur, hafa verið atvinnusvæði. Víða erlendis hefur íbúðabyggð bæst inn í slík hverfi og íbúðir þar orðið afar eftirsóttar. Framhald á bls. 16 14 úttekt Helgin 23.-26. desember 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.