Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 23.12.2010, Blaðsíða 58
58 dægurmál Helgin 23.-26. desember 2010  Plötuhorn Dr. Gunna nú stendur mikið til  Sigurður Guðmundsson & Memfis- mafían Siggi Hjálmur hefur verð- skuldað stimplað sig inn sem hinn huggulegasti alþýðusöngvari. Á þessari metnaðarfullu jólaplötu er sánd og fílingur gamaldags, þetta sést vel á meðfylgjandi DVD-diski þar sem stemningin minnir á sokkabandsár Sjónvarpsins. Mikil alúð er lögð í hljóm og útsetn- ingar, platan er falleg, hátíðleg og ögn þung- lamaleg. Lögin eru erlend eða eftir Sigga og Braga Baggalút. Eitt lag hins síðarnefnda, „Guð má vita hvar“, ætti að verða klass- ískt þegar fram í sækir. Platan er gæðagripur sem gott er að láta malla undir jólunum eins og arineld. Glussajól  Stafrænn Hákon Ólafur Josephsson hefur starfrækt hljómsveitina Stafrænn Hákon um langa hríð og spilað dreymandi flotpopp á fjölmörgum plötum. Hann hefur líka spreytt sig á þekktum jólalögum og klætt í dreymandi flotbúning. Þeim safnar hann hér saman og býður að auki upp á þrjú ný tökulög, sem eiga það sameigin- legt að heita „Glussa“-hitt og þetta og vera með frumsömdum og alflipp- uðum jólatextum. Flipp og dreymandi jólapopp er undarleg blanda sem gengur þó furðuvel upp. Þetta er því jólaplata þeirra sem vilja jólalögin gallsúr. næstu jól  Baggalútur Hér eru erlendir slagarar „jólaðir upp“. Það væri helvíti á jörð að sitja undir sams konar uppskrift frá flestum öðrum en afkasta- mikla snillingnum Braga Valdimar Skúlasyni og félögum hans í Baggalúti. Ekkert gengur hér jafn frábærlega upp og þegar Thunderstruck AC/DC var sungið sem „Föndurs- tund“ á fyrri plötunni, en margt er nálægt því jafn æðislegt. Aðeins verður þó vart við færibanda- ískur hér og ég er ekki alveg með það á hreinu hvort ég eigi að elska eða hata átfíklaútgáfuna af „stunulagi“ Gainsbourgs. Annars fínt og skemmti- legt jólastuð. B est of” -plötur eru eldgam-alt fyrirbæri og höfða fyrst og fremst til þess stóra hóps fólks sem hefur gaman af tónlist, en nennir ekki að pæla of mikið í henni. Það vill aðalatriðin en kærir sig kollótt um aukaatriðin. Margar af söluhæstu plötum sögunnar eru „best of“-plötur, m.a. Their Greatest Hits (1971- 1975) með The Eagles (meira en 42 millj- ónir seldra eintaka) og 1 með Bítlunum (meira en 31 milljón). Fjölmargar íslenskar „best of “-plötur líta dagsins ljós nú fyrir jólin. Það er áberandi hve mikill metnaður er að baki þessum út- gáfum, vel er að verki staðið og mikið lagt í pakkana. Fyrsta íslenska „best of“-platan er líklega Í þá gömlu góðu daga með Ómari Ragn- arssyni, sem SG gaf út 1967 og hafði að geyma lög sem áður höfðu komið út á litlum plötum. Síðan þá hafa margar safn- plötur með Ómari komið út og nú, í til- efni af 70 ára afmæli meistarans, kemur þrefaldi ofurpakk- inn Ómar í hálfa öld. Útgáfan fókusar á lög og texta Ómars og hefur að geyma samtals 72 lög frá öllum ferlinum. Það er engu logið á um- slaginu þegar sagt er að landsliðið flytji lögin auk Ómars því textarnir hans hafa ratað víða á löngum farsælum ferli. Svipuð útgáfa er Syngið þið fuglar þar sem öll helstu lög, textar og útsetningar annars stórsnillings, Ólafs Gauks, eru í brennidepli. Ólafur varð áttræður á árinu og því var vel við hæfi að koma safninu út. Á tveimur diskum eru fimmtíu lög, mörg Pakkaðir eðalpakkar Margar íslenskar „best of“-plötur á markaðnum í ár – frá Ómari til Gus Gus Gefðu Gjafakort Arion banka í jólagjöf. Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina og þiggjandinn velur gjöfina. Þú færð gjafakortið án endurgjalds í desember í öllum útibúum Arion banka. Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er Það er áberandi hve mikill metnaður er að baki þessum útgáfum, vel er að verki staðið og mikið lagt í pakkana.” þeirra helstu perlur ís- lensku poppsögunnar. Veglegur bæklingur með textum og ævi- ágripi eftir Jónatan Garðarsson fylgir. Allnokkrar „best of“- plötur með Ellý Vil- hjálms hafa komið út, en nú í ár kemur Heyr mína bæn, þreföld útgáfa með samtals 60 lögum sem Guð- rún Gunnarsdóttir söngkona valdi. Ellý hefði orðið 75 ára á þessu ári. Í pakkanum má finna dægurperlur sem flestir þekkja og minna þekkt lög. Bæklingurinn er veglegur, sagan rakin og sérstakur fengur er í skemmtilegum myndum af söngkon- unni. Raggi Bjarna varð 75 ára í fyrra og hélt mikla afmælistónleika í Laugardalshöll. Þeir voru teknir upp og koma nú út í pakkan- um 75 ára afmælistón- leikar, 19 lög á CD og 30 á DVD. Aðdáendur Ragga eru í spikfeit- um málum með þessa sendingu en ef menn vilja „fá sér“ þarf að leita í nýju plötuna hans Blazroca. Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, gefur út Best of Bang Gang. Þetta er tvöföld CD-útgáfa. Fyrri diskurinn hefur að geyma bestu lögin af þremur plötum Bang Gang – You, Something Wrong og Ghost From The Past – en á seinni diskinum taka tíu listamenn og hljómsveitir sínar út- gáfur af lögum Bang Gang. Í tilefni af 25 ára afmæli Sniglabands- ins kemur út 39 laga ferilspakki á tveimur diskum sem heitir einfaldlega 25. Þetta er tímabær útgáfa því flestar plötur Snigla- bandsins hafa verið ófáanlegar lengi. Gus Gus heldur upp á 15 ár starfsafmæli með 21 lags safndisk- inum 15 ára. Þarna eru öll vinsælustu lög Gusara, virkilega þéttur pakki. Það er þó hvorki boðið upp á feitan myndabækling, sögulegt yfirlit né endurhljóðblandanir – kannski kemur það seinna. Bubbi Morthens er ekki ókunnur „best of“-plötunum og hefur margoft verið viðfangsefni slíkra platna. Áður útgefnar „best of“-plötur falla þó í skuggann af pakka ársins, safn- plötunni Sögur af ást, landi og þjóð. Þetta er gríðarlega flottur pakki. Það dugar ekkert minna en að binda hann inn í litla bók. Útgáfan saman- stendur af þremur CD-diskum með samtals 60 lögum frá öllum ferlinum og DVD-diski með 50 myndböndum. Auk þess fylgir hnaus- þykkur bæklingur með mynda- og upp- lýsingaglás. Hér er virkilega vel að verki staðið og maður fær varla séð að hægt sé að ná lengra í „best- of“-platnagerðinni. - Dr. Gunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.